Lögregla skýtur grunaðan mann 22. júlí 2005 00:01 Lögregla í Lundúnum handtók í gærkvöld mann í Stockwell í suðurhluta borgarinnar í tengslum við rannsóknina á hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í jarðlestum og strætisvagni á fimmtudag. Óljóst var af fyrstu fréttum af handtökunni hvort hún tengdist atviki sem varð á Stockwell-jarðlestarstöðinni í gærmorgun, en þá eltu óeinkennisklæddir lögreglumenn mann í gegnum stöðina, sneru hann niður inni í lestarvagni og skutu til bana fyrir augunum á agndofa vegfarendum. Lögreglan staðfesti hins vegar að aðgerðirnar væru í beinum tengslum við rannsóknina á sprengjutilræðunum í almenningssamgöngukerfi borgarinnar. Vitni sögðu manninn, sem hljóp upp í lest á Stockwell-stöðinni í suðurhluta Lundúna rétt eftir klukkan níu í gærmorgun að staðartíma, hafa litið út fyrir að vera af suður-asískum uppruna. Eitt vitnið sagðist hafa séð víra standa út úr mittisbeltinu sem maðurinn bar. Lögreglumennirnir sem króuðu hann af skutu hann tvisvar í höfuðið og þrisvar í brjóstið, að sögn vitna. Sir Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, sagði aðgerðina "í beinum tengslum við hryðjuverkavarnaaðgerðina sem stendur yfir og fer vaxandi". Hann sagðist verða að taka skýrt fram að öll dauðsföll bæri að harma, en maðurinn hefði neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu. Blair lét fjölmiðlum enn fremur í té myndir úr eftirlitsmyndavélum af fjórum mönnum sem taldir eru hafa staðið að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum sem framin voru í þremur jarðlestum og einum strætisvagni í fyrradag. Talsmenn lögregluyfirvalda greindu annars frá því í gær að sprengjurnar sem notaðar voru í tilræðum fimmtudagsins hefðu verið gerðar úr heimatilbúnu sprengiefni, en þær hefðu aðeins sprungið að hluta. Blair lögreglustjóri sagði tilræðunum "svipa til" tilræðanna 7. júlí, sem kostuðu 52 menn lífið auk sjálfsmorðssprengjumannanna fjögurra. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Lögregla í Lundúnum handtók í gærkvöld mann í Stockwell í suðurhluta borgarinnar í tengslum við rannsóknina á hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í jarðlestum og strætisvagni á fimmtudag. Óljóst var af fyrstu fréttum af handtökunni hvort hún tengdist atviki sem varð á Stockwell-jarðlestarstöðinni í gærmorgun, en þá eltu óeinkennisklæddir lögreglumenn mann í gegnum stöðina, sneru hann niður inni í lestarvagni og skutu til bana fyrir augunum á agndofa vegfarendum. Lögreglan staðfesti hins vegar að aðgerðirnar væru í beinum tengslum við rannsóknina á sprengjutilræðunum í almenningssamgöngukerfi borgarinnar. Vitni sögðu manninn, sem hljóp upp í lest á Stockwell-stöðinni í suðurhluta Lundúna rétt eftir klukkan níu í gærmorgun að staðartíma, hafa litið út fyrir að vera af suður-asískum uppruna. Eitt vitnið sagðist hafa séð víra standa út úr mittisbeltinu sem maðurinn bar. Lögreglumennirnir sem króuðu hann af skutu hann tvisvar í höfuðið og þrisvar í brjóstið, að sögn vitna. Sir Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, sagði aðgerðina "í beinum tengslum við hryðjuverkavarnaaðgerðina sem stendur yfir og fer vaxandi". Hann sagðist verða að taka skýrt fram að öll dauðsföll bæri að harma, en maðurinn hefði neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu. Blair lét fjölmiðlum enn fremur í té myndir úr eftirlitsmyndavélum af fjórum mönnum sem taldir eru hafa staðið að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum sem framin voru í þremur jarðlestum og einum strætisvagni í fyrradag. Talsmenn lögregluyfirvalda greindu annars frá því í gær að sprengjurnar sem notaðar voru í tilræðum fimmtudagsins hefðu verið gerðar úr heimatilbúnu sprengiefni, en þær hefðu aðeins sprungið að hluta. Blair lögreglustjóri sagði tilræðunum "svipa til" tilræðanna 7. júlí, sem kostuðu 52 menn lífið auk sjálfsmorðssprengjumannanna fjögurra.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira