Kári opnaði Nasdaq 13. október 2005 19:33 DeCode, fyrirtækið sem fjöldi Íslendinga ætlaði að verða ríkur á, fagnar um þessar mundir fimm ára skráningarafmæli sínu á Nasdaq. Af því tilefni opnaði Kári Stefánsson markaðinn í New York í morgun, fyrstur Íslendinga. Fimm ár voru í gær liðin frá því deCode Genetics fór á Nasdaq í Bandaríkjunum og var forstjóri fyrirtæksins því fenginn til að opna markaðinn formlega. Fyrirtækið var skráð eftir 200 milljón dala útboð sem þá jafngilti sautján milljörðum íslenskra króna og var markaðsgengi fyrirtækisins 61 milljarður íslenskra króna. Eftirspurn var gríðarleg og fengu mun færri en vildu að kaupa. Jákvæðni í garð fyrirtækisins var svo mikil að haft var eftir einum forkólfi íslensks viðskiptalífs að Íslendingar hefðu einfaldlega ekki efni á að vera ekki með. Markaðsvirði fyrirtækisins fór hæst í 90 milljarða króna en síðan kom fallið. Á seinni part ársins 2000 lækkaði gengi fyrirtækisins um helming, úr 20 dölum á hlut í tíu. Botninum náði fyrirtækið síðan í september árið 2002 þegar gengi hlutabréfanna fór niður í 1,66 dali á hlut og hafði verðmæti fyrirtækisins þá lækkað um 90 milljarða íslenskra króna frá því fyrirtækið var skráð. Ekki hafa þó allir tapað á því að fjárfesta í deCode, þetta er jú allt spursmál um rétta tímasetningu. Þeir sem keyptu til að mynda í byrjun árs 2003 og náðu að selja í lok sama árs fengu 350 prósenta ávöxtun. Markaðsverðmæti deCode er í dag 34 milljarðar króna og hafa bréf fyrirtækisins hækkað um 40% frá áramótum. Fyrirtækið heldur þó áfram að skila tapi og á síðasta ári nam það rúmum 3,5 milljörðum íslenskra króna. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði þó í viðtali við Stöð 2 ekki alls fyrir löngu að aldrei hafi hann verið bjartsýnni um framhald fyrirtækisins og að það hefði í raun aldrei gengið betur. Innlent Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
DeCode, fyrirtækið sem fjöldi Íslendinga ætlaði að verða ríkur á, fagnar um þessar mundir fimm ára skráningarafmæli sínu á Nasdaq. Af því tilefni opnaði Kári Stefánsson markaðinn í New York í morgun, fyrstur Íslendinga. Fimm ár voru í gær liðin frá því deCode Genetics fór á Nasdaq í Bandaríkjunum og var forstjóri fyrirtæksins því fenginn til að opna markaðinn formlega. Fyrirtækið var skráð eftir 200 milljón dala útboð sem þá jafngilti sautján milljörðum íslenskra króna og var markaðsgengi fyrirtækisins 61 milljarður íslenskra króna. Eftirspurn var gríðarleg og fengu mun færri en vildu að kaupa. Jákvæðni í garð fyrirtækisins var svo mikil að haft var eftir einum forkólfi íslensks viðskiptalífs að Íslendingar hefðu einfaldlega ekki efni á að vera ekki með. Markaðsvirði fyrirtækisins fór hæst í 90 milljarða króna en síðan kom fallið. Á seinni part ársins 2000 lækkaði gengi fyrirtækisins um helming, úr 20 dölum á hlut í tíu. Botninum náði fyrirtækið síðan í september árið 2002 þegar gengi hlutabréfanna fór niður í 1,66 dali á hlut og hafði verðmæti fyrirtækisins þá lækkað um 90 milljarða íslenskra króna frá því fyrirtækið var skráð. Ekki hafa þó allir tapað á því að fjárfesta í deCode, þetta er jú allt spursmál um rétta tímasetningu. Þeir sem keyptu til að mynda í byrjun árs 2003 og náðu að selja í lok sama árs fengu 350 prósenta ávöxtun. Markaðsverðmæti deCode er í dag 34 milljarðar króna og hafa bréf fyrirtækisins hækkað um 40% frá áramótum. Fyrirtækið heldur þó áfram að skila tapi og á síðasta ári nam það rúmum 3,5 milljörðum íslenskra króna. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði þó í viðtali við Stöð 2 ekki alls fyrir löngu að aldrei hafi hann verið bjartsýnni um framhald fyrirtækisins og að það hefði í raun aldrei gengið betur.
Innlent Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf