Bjórinn í búðirnar 18. júlí 2005 00:01 Síðasta laugardag ákváðu forsvarsmenn Nóatúnsverslananna að verða við tilmælum lögreglunnar í Reykjavík og hætta að gefa viðskiptavinum sínum fimm lítra af bjór með hverju seldu gasgrilli. Reyndar var ekki á hreinu hvort framtakið stangaðist á við lög en Nóatúnsmenn töldu ekki ástæðu til að halda málinu til streitu, enda tilgangi uppátækisins náð. Annars vegar höfðu gasgrillin og bjórinn rokið út, og hins vegar hafði kaupmönnunum tekist að vekja athygli á því baráttumáli sínu að fá að selja bjór og léttvín í verslunum sínum, sem væntanlega hefur verið megin hugmyndin að baki gjafmildi Nóatúnsmanna á mjöðinn. Afnám einkasölu hins opinbera á áfengi er að verða nokkuð gamalkunnugt mál, sem gengur þó furðu hægt að fá botn í. Á síðasta þingi lögðu tólf þingmenn fram á Alþingi frumvarp um að einkasala Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, með annað en sterkt áfengi, verði aflögð. Sem sagt að bjór og léttvín verði selt í verslunum eins og önnur almenn neysluvara en ÁTVR haldi áfram einkaleyfi sínu á að höndla með sterk vín. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins var Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og komu meðflutningsmenn hans úr öllum flokkum nema þingflokki Vinstri-grænna, enda leitun að harðsnúnari hóp af íhalds- og forsjárhyggjufólki en á þeim bæ. Í greinargerð sem fylgdi frumvarpinu var bent á þá augljósu þversögn að á sama tíma og ríkið hefur dregið sig úr atvinnurekstri á mörgum sviðum á undanförnum árum og áratugum hefur ekkert verið haggað við einkasölu þess á áfengi og tóbaki. Samvarandi frumvörp hafa margsinnis verið lögð fram á fyrri þingum án þess að hljóta afgreiðslu eins og urðu reyndar líka örlög þessa nýjasta frumvarps Guðlaugs Þórs og félaga. Það er undarlegt þrekleysi hjá alþingismönnum okkar að hafa sig ekki í að klára þetta mál. Í skoðanakönnunum hefur ítrekað komið fram að meirihluti landsmanna vill geta sótt sér rauðvínsflösku í hillur stórmarkaðanna í sömu verslunarferð og steikin er valin úr kjötborðinu. Ef eitthvað er að marka þann vilja er staðan núna því í raun spurningin um hvenær einkaleyfinu verði aflétt en ekki hvort. Og þótt hávær minnihlutahópur muni eflaust mótmæla kröftuglega auknu frjálsræði í sölu á áfengi er ljóst að miklu fleiri munu fagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Síðasta laugardag ákváðu forsvarsmenn Nóatúnsverslananna að verða við tilmælum lögreglunnar í Reykjavík og hætta að gefa viðskiptavinum sínum fimm lítra af bjór með hverju seldu gasgrilli. Reyndar var ekki á hreinu hvort framtakið stangaðist á við lög en Nóatúnsmenn töldu ekki ástæðu til að halda málinu til streitu, enda tilgangi uppátækisins náð. Annars vegar höfðu gasgrillin og bjórinn rokið út, og hins vegar hafði kaupmönnunum tekist að vekja athygli á því baráttumáli sínu að fá að selja bjór og léttvín í verslunum sínum, sem væntanlega hefur verið megin hugmyndin að baki gjafmildi Nóatúnsmanna á mjöðinn. Afnám einkasölu hins opinbera á áfengi er að verða nokkuð gamalkunnugt mál, sem gengur þó furðu hægt að fá botn í. Á síðasta þingi lögðu tólf þingmenn fram á Alþingi frumvarp um að einkasala Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, með annað en sterkt áfengi, verði aflögð. Sem sagt að bjór og léttvín verði selt í verslunum eins og önnur almenn neysluvara en ÁTVR haldi áfram einkaleyfi sínu á að höndla með sterk vín. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins var Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og komu meðflutningsmenn hans úr öllum flokkum nema þingflokki Vinstri-grænna, enda leitun að harðsnúnari hóp af íhalds- og forsjárhyggjufólki en á þeim bæ. Í greinargerð sem fylgdi frumvarpinu var bent á þá augljósu þversögn að á sama tíma og ríkið hefur dregið sig úr atvinnurekstri á mörgum sviðum á undanförnum árum og áratugum hefur ekkert verið haggað við einkasölu þess á áfengi og tóbaki. Samvarandi frumvörp hafa margsinnis verið lögð fram á fyrri þingum án þess að hljóta afgreiðslu eins og urðu reyndar líka örlög þessa nýjasta frumvarps Guðlaugs Þórs og félaga. Það er undarlegt þrekleysi hjá alþingismönnum okkar að hafa sig ekki í að klára þetta mál. Í skoðanakönnunum hefur ítrekað komið fram að meirihluti landsmanna vill geta sótt sér rauðvínsflösku í hillur stórmarkaðanna í sömu verslunarferð og steikin er valin úr kjötborðinu. Ef eitthvað er að marka þann vilja er staðan núna því í raun spurningin um hvenær einkaleyfinu verði aflétt en ekki hvort. Og þótt hávær minnihlutahópur muni eflaust mótmæla kröftuglega auknu frjálsræði í sölu á áfengi er ljóst að miklu fleiri munu fagna.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun