Geist kemur loksins út á GameCube 18. júlí 2005 00:01 Draugaleikurinn Geist átti upprunalega að koma út haustið 2004, en líkt og Half Life 2, hefur hann þurft að þola sífelldar frestanir, og margir leikmenn hafa ekki verið sáttir. Núna hefur þróandi leiksins, n-Space, loksins gefið út fastan útgáfudag, og núna segjast þeir vera búnir að klára leikinn og honum verði ekki frestað lengur. Leikurinn fjallar um hermann sem er sendur til að grennslast fyrir um athafnir brjálaðs milljarðamærings sem hefur verið að stunda grunsamlegar rannsóknir. Það endar hinsvegar þannig að hann er handsamaður af milljarðamæringnum og sálin hans er rifin úr líkama hans. Þar sem hann er fastur í lausu formi, verður hann að taka sér bólfestu í furðulegustu hlutum, allt frá rottum til annarra hermanna, til að stöðva þær hræðilegu tilraunir sem eru í gangi á þessari stofnun. Geist lendir í hillunum 16 ágúst í Bandaríkjunum, og það verður því ekki löng bið þar til hann kemur í íslenskar verslanir. Árni Pétur Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið
Draugaleikurinn Geist átti upprunalega að koma út haustið 2004, en líkt og Half Life 2, hefur hann þurft að þola sífelldar frestanir, og margir leikmenn hafa ekki verið sáttir. Núna hefur þróandi leiksins, n-Space, loksins gefið út fastan útgáfudag, og núna segjast þeir vera búnir að klára leikinn og honum verði ekki frestað lengur. Leikurinn fjallar um hermann sem er sendur til að grennslast fyrir um athafnir brjálaðs milljarðamærings sem hefur verið að stunda grunsamlegar rannsóknir. Það endar hinsvegar þannig að hann er handsamaður af milljarðamæringnum og sálin hans er rifin úr líkama hans. Þar sem hann er fastur í lausu formi, verður hann að taka sér bólfestu í furðulegustu hlutum, allt frá rottum til annarra hermanna, til að stöðva þær hræðilegu tilraunir sem eru í gangi á þessari stofnun. Geist lendir í hillunum 16 ágúst í Bandaríkjunum, og það verður því ekki löng bið þar til hann kemur í íslenskar verslanir.
Árni Pétur Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið