Hringurinn þrengist óðum 15. júlí 2005 00:01 Hringurinn þrengist óðum um höfuðpaura árásanna í London en lögreglan handtók í dag efnafræðinginn svokallaða sem hefur verið eftirlýstur um allan heim. Þá voru fjórir menn handteknir í Pakistan í dag, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum. Enn er þó að minnsta kosti einn höfuðpauranna ófundinn. Maður, sem talinn er hafa búið til sprengjurnar sem sprengdar voru í Lundúnum í síðustu viku, hefur verið handtekinn í Kaíró í Egyptalandi þaðan sem talið er að maðurinn sé frá. Hann hefur verið eftirlýstur um allan heim og er talinn tengjast Al-Qaida hryðjuverkasamtökunum. Um er að ræða 33 ára gamlan egypskan efnafræðinema sem bjó í Leeds. Lögreglan gerði nýlega húsleit í íbúð mannsins ásamt fleiri íbúðum í Leeds en sprengiefni fundust, ekki ósvipuð þeim sem Al-Qaida notar. Höfuðpaurinn hefur þó enn ekki fundist en hann er sagður löngu flúinn land. Þúsundir manna komu saman við Trafalgar-torg í London í gærkvöld til að minnast þeirra sem létu lífið í sprengingunum. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúnaborgar, sagði í ræðu sem hann hélt að markmið hryðjuverkamannanna væri að fá fólk upp á móti hvert öðru, þeim skyldi þó mistakast ætlunarverk sitt og hamraði hann á umburðarlyndi og að allir, jafnt kristnir sem múslimar, stæðu saman gegn hryðjuverkaógninni. Fjörutíu og fjórir eru enn á sjúkrahúsum eftir hryðjuverkin og níu þeirra eru enn á gjörgæsludeildum en tala látinna í hryðjuverkaárásunum er nú komin í fimmtíu og fjóra. Samtök múslima í Bandaríkjunum hafa hafið eins konar markaðsherferð undir nafninu "Ekki í nafni íslam". Markmið herferðarinnar er að bæta ímynd múslima í landinu en þeir hafa þar í landi, líkt og í Bretlandi, verið áreittir eftir sprengjuárásirnar í London. Formaður samtakanna sagði í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér að það væri kristaltært að samtökin fordæmdu allar hryðjuverkaárásir sem gerðar væru. Hann sagði íslam ekki snúast um hatur eða ofbeldi heldur frið og réttlæti. Lögreglan, bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum, segir miklar líkur á að annað hryðjuverk verði framið á næstunni og hafa ríkisstjórnir Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna aukið viðbúnaðarstig. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
Hringurinn þrengist óðum um höfuðpaura árásanna í London en lögreglan handtók í dag efnafræðinginn svokallaða sem hefur verið eftirlýstur um allan heim. Þá voru fjórir menn handteknir í Pakistan í dag, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum. Enn er þó að minnsta kosti einn höfuðpauranna ófundinn. Maður, sem talinn er hafa búið til sprengjurnar sem sprengdar voru í Lundúnum í síðustu viku, hefur verið handtekinn í Kaíró í Egyptalandi þaðan sem talið er að maðurinn sé frá. Hann hefur verið eftirlýstur um allan heim og er talinn tengjast Al-Qaida hryðjuverkasamtökunum. Um er að ræða 33 ára gamlan egypskan efnafræðinema sem bjó í Leeds. Lögreglan gerði nýlega húsleit í íbúð mannsins ásamt fleiri íbúðum í Leeds en sprengiefni fundust, ekki ósvipuð þeim sem Al-Qaida notar. Höfuðpaurinn hefur þó enn ekki fundist en hann er sagður löngu flúinn land. Þúsundir manna komu saman við Trafalgar-torg í London í gærkvöld til að minnast þeirra sem létu lífið í sprengingunum. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúnaborgar, sagði í ræðu sem hann hélt að markmið hryðjuverkamannanna væri að fá fólk upp á móti hvert öðru, þeim skyldi þó mistakast ætlunarverk sitt og hamraði hann á umburðarlyndi og að allir, jafnt kristnir sem múslimar, stæðu saman gegn hryðjuverkaógninni. Fjörutíu og fjórir eru enn á sjúkrahúsum eftir hryðjuverkin og níu þeirra eru enn á gjörgæsludeildum en tala látinna í hryðjuverkaárásunum er nú komin í fimmtíu og fjóra. Samtök múslima í Bandaríkjunum hafa hafið eins konar markaðsherferð undir nafninu "Ekki í nafni íslam". Markmið herferðarinnar er að bæta ímynd múslima í landinu en þeir hafa þar í landi, líkt og í Bretlandi, verið áreittir eftir sprengjuárásirnar í London. Formaður samtakanna sagði í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér að það væri kristaltært að samtökin fordæmdu allar hryðjuverkaárásir sem gerðar væru. Hann sagði íslam ekki snúast um hatur eða ofbeldi heldur frið og réttlæti. Lögreglan, bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum, segir miklar líkur á að annað hryðjuverk verði framið á næstunni og hafa ríkisstjórnir Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna aukið viðbúnaðarstig.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira