London í dag 10. júlí 2005 00:01 Snemma í morgun voru þrír karlmenn handteknir á Heathrow-flugvelli vegna gruns um tengsl við hryðjuverk. Brian Paddick, aðstoðaryfirlögreluþjónn segir að fólkið sé enn í haldi. Hann segir einnig að það sé beinlínis óviðeigandi og hreinar getgátur að tengja handtökurnar við árásirnar á London síðasliðinn miðvikudag. Hann er ekki tilbúinn til að gefa meiri upplýsingar á þessu stigi málsins. Enn hefur björgunarmönnum ekki tekist að bjarga öllum líkunum úr neðanjarðarlestargöngunum, og er í það minnsta þrjátíu saknað. Kenningunum um hverjir voru að verki í London fjölgar. Marokkómaður sem leitað var í gær liggur ekki lengur undir grun, en annarra er þó leitað, meðal annars Mustafa Setmariam Nasar, Sýrlending undir fimmtugt, sem sagður er hafa komið á fót hryðjuverkahópum á Bretlandi. Hann mun einnig hafa verið í sambandi við þá sem gerðu árásirnar í Madríd og er sagður samstarfsmaður Abu Musabs al-Zarqawis. Önnur kenning gengur út á að hvítir múslímar frá Balkanskaga hafi verið ráðnir til verksins og að þeir hafi jafnframt verið málaliðar á vegum al-Qaeda. Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúna bendir á í blaðagrein að um þrjúþúsund breskra borgara hafi sótt þjálfunarbúðir al-Qaeda og segir þá hafa verið að verki. Engin kenning hefur verið staðfest. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína á lestarstöðvarnar þar sem hryðjuverkin voru framin og lagt þar blóm. Í gærkvöldi varð uppi fótur og fit þegar trúverðug hótun barst yfirvöldum í Birmingham. Í kjölfarið var miðborgin rýmd og á milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns var skipað að yfirgefa svæðið. Böggull í strætisvagni var sprengdur í loft upp en ekki reyndist um sprengju að ræða. Lundúnabúar eru eftir sem áður staðráðnir í að láta ekki skelfa sig og ógna: þeir mættu tugþúsundum saman á götur borgarinnar í dag til að hylla þá sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni, og kannski til að sýna að harkan sem bjó í Lundúnabúum þá er ennþá til staðar. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Snemma í morgun voru þrír karlmenn handteknir á Heathrow-flugvelli vegna gruns um tengsl við hryðjuverk. Brian Paddick, aðstoðaryfirlögreluþjónn segir að fólkið sé enn í haldi. Hann segir einnig að það sé beinlínis óviðeigandi og hreinar getgátur að tengja handtökurnar við árásirnar á London síðasliðinn miðvikudag. Hann er ekki tilbúinn til að gefa meiri upplýsingar á þessu stigi málsins. Enn hefur björgunarmönnum ekki tekist að bjarga öllum líkunum úr neðanjarðarlestargöngunum, og er í það minnsta þrjátíu saknað. Kenningunum um hverjir voru að verki í London fjölgar. Marokkómaður sem leitað var í gær liggur ekki lengur undir grun, en annarra er þó leitað, meðal annars Mustafa Setmariam Nasar, Sýrlending undir fimmtugt, sem sagður er hafa komið á fót hryðjuverkahópum á Bretlandi. Hann mun einnig hafa verið í sambandi við þá sem gerðu árásirnar í Madríd og er sagður samstarfsmaður Abu Musabs al-Zarqawis. Önnur kenning gengur út á að hvítir múslímar frá Balkanskaga hafi verið ráðnir til verksins og að þeir hafi jafnframt verið málaliðar á vegum al-Qaeda. Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúna bendir á í blaðagrein að um þrjúþúsund breskra borgara hafi sótt þjálfunarbúðir al-Qaeda og segir þá hafa verið að verki. Engin kenning hefur verið staðfest. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína á lestarstöðvarnar þar sem hryðjuverkin voru framin og lagt þar blóm. Í gærkvöldi varð uppi fótur og fit þegar trúverðug hótun barst yfirvöldum í Birmingham. Í kjölfarið var miðborgin rýmd og á milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns var skipað að yfirgefa svæðið. Böggull í strætisvagni var sprengdur í loft upp en ekki reyndist um sprengju að ræða. Lundúnabúar eru eftir sem áður staðráðnir í að láta ekki skelfa sig og ógna: þeir mættu tugþúsundum saman á götur borgarinnar í dag til að hylla þá sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni, og kannski til að sýna að harkan sem bjó í Lundúnabúum þá er ennþá til staðar.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira