150 alvarlega slasaðir 7. júlí 2005 00:01 Árás hefur verið gerð á London. Ekki færri en sex sprengingar urðu í röð í lestum og strætisvögnum á háannatíma í morgun. Nokkur fjöldi fólks fórst og hundruð slösuðust. Óþekktur hópur, sem kveðst tengjast al-Qaida, hefur lýst árásunum á hendur sér. Strætisvagn var sprengdur í loft upp framan við hótel þar sem Helgi Snær Gunnlaugsson var staddur og segir hann mikla geðshræringu ríkja. Hótelið hefur verið rýmt vegna sprengjuleitar. Ekki færri en sex sprengingar urðu í London á háannatíma, hugsanlega fleiri. Sú fyrsta varð skömmu fyrir klukkan níu á Aldgate-stöðinni og í kjölfarið fylgdu sprengingar á Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum auk þess sem tvær sprengingar urðu á Tavistock-torgi, eftir því sem virðist báðar í strætisvögnum þar. Þrjátíu farþegar voru í hvorum um sig. Myndir frá erlendum fréttamiðlum sem streymt hafa inn í morgun sýna glögglega hvernig ástandið er: illa leikið fólk, blóði drifið og slasað. Sjúkralið, slökkvilið og lögregla gripu þegar til aðgerða og en nokkur ringulreið var í fyrstu. Vitað er að yfir níutíu manns hafa hlotið aðhlynningu á Aldergate-stöðinni einni. Tveir fórust þar og greina sjónarvottar frá fleiri föllnum, en það hefur ekki fengist staðfest. Fréttastofan náði sambandi við nokkra Íslendinga sem voru nærri sprengingunum. Helgi Snær, sem staddur var á lestarstöðinni við Earls´s Court, segir að skyndilega hafi komið tilkynning um að allir ættu yfirgefa lestarstöðinni. Hann hélt fyrst að um væri að ræða venjulega töf og hlýddi skipuninni, bölvandi samgöngukerfinu eins og aðrir í kringum hann. Svo þegar út á götu var komið varð Helga smám saman ljóst hve alvarlegir atburðir höfðu gerst; lögregla og sjúkralið var úti um allt, götur lokaðar og mikil ringulreið. Anna Lísa Björnsdóttir, sem einnig er stödd í Lundúnum, segir að hún hafi heyrt sprengingu rétt áður en hún kom að Russel-torgi. Hún sneri þá við því hún vildi ekki sjá afleiðingarnar. Anna segir fólk fylgjast með framvindunni í sjónvarpi í búðargluggum, bönkum og börum og það sé mikil hræðsla á meðal þess. Fregnir voru ákaflega misvísandi í byrjun, jafnvel var borið við rafmagnstruflunum og árekstri tveggja lesta þegar ferðir neðanjarðarlesta stöðvuðust. Ferðir innan kerfisins hafa verið stöðvaðar og fólki er ráðlagt að vera ekki á ferð í borginni að óþörfu. Símasamband er lélegt þar sem að farsímafyrirtæki takmarka aðgang annarra en björgunarliðs að kerfum sínum. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Árás hefur verið gerð á London. Ekki færri en sex sprengingar urðu í röð í lestum og strætisvögnum á háannatíma í morgun. Nokkur fjöldi fólks fórst og hundruð slösuðust. Óþekktur hópur, sem kveðst tengjast al-Qaida, hefur lýst árásunum á hendur sér. Strætisvagn var sprengdur í loft upp framan við hótel þar sem Helgi Snær Gunnlaugsson var staddur og segir hann mikla geðshræringu ríkja. Hótelið hefur verið rýmt vegna sprengjuleitar. Ekki færri en sex sprengingar urðu í London á háannatíma, hugsanlega fleiri. Sú fyrsta varð skömmu fyrir klukkan níu á Aldgate-stöðinni og í kjölfarið fylgdu sprengingar á Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum auk þess sem tvær sprengingar urðu á Tavistock-torgi, eftir því sem virðist báðar í strætisvögnum þar. Þrjátíu farþegar voru í hvorum um sig. Myndir frá erlendum fréttamiðlum sem streymt hafa inn í morgun sýna glögglega hvernig ástandið er: illa leikið fólk, blóði drifið og slasað. Sjúkralið, slökkvilið og lögregla gripu þegar til aðgerða og en nokkur ringulreið var í fyrstu. Vitað er að yfir níutíu manns hafa hlotið aðhlynningu á Aldergate-stöðinni einni. Tveir fórust þar og greina sjónarvottar frá fleiri föllnum, en það hefur ekki fengist staðfest. Fréttastofan náði sambandi við nokkra Íslendinga sem voru nærri sprengingunum. Helgi Snær, sem staddur var á lestarstöðinni við Earls´s Court, segir að skyndilega hafi komið tilkynning um að allir ættu yfirgefa lestarstöðinni. Hann hélt fyrst að um væri að ræða venjulega töf og hlýddi skipuninni, bölvandi samgöngukerfinu eins og aðrir í kringum hann. Svo þegar út á götu var komið varð Helga smám saman ljóst hve alvarlegir atburðir höfðu gerst; lögregla og sjúkralið var úti um allt, götur lokaðar og mikil ringulreið. Anna Lísa Björnsdóttir, sem einnig er stödd í Lundúnum, segir að hún hafi heyrt sprengingu rétt áður en hún kom að Russel-torgi. Hún sneri þá við því hún vildi ekki sjá afleiðingarnar. Anna segir fólk fylgjast með framvindunni í sjónvarpi í búðargluggum, bönkum og börum og það sé mikil hræðsla á meðal þess. Fregnir voru ákaflega misvísandi í byrjun, jafnvel var borið við rafmagnstruflunum og árekstri tveggja lesta þegar ferðir neðanjarðarlesta stöðvuðust. Ferðir innan kerfisins hafa verið stöðvaðar og fólki er ráðlagt að vera ekki á ferð í borginni að óþörfu. Símasamband er lélegt þar sem að farsímafyrirtæki takmarka aðgang annarra en björgunarliðs að kerfum sínum.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira