Snorri Steinn í fótspor Ólafs 25. maí 2005 00:01 Handboltamaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur farið hamförum í þýsku deildinni að undanförnu og var valinn í lið vikunnar í deildinni af tímaritinu Handball Woche. Þetta er í fjórða sinn sem hann er valinn í lið vikunnar á tímabilinu. "Ég hef aldrei verið í betra formi en núna. Sjálfstraustið er í botni og ég er rosalega vel stemmdur, ég hef aldrei spilað betur en ég hef gert uppá síðkastið." sagði Snorri Steinn þegar Fréttablaðið hafði samband við hann til Þýskalands. Nú fer tímabilinu í Þýskalandi að ljúka en í lok janúar var honum tilkynnt af liði sínu, Grosswallstadt, að ekki væri á áætlun að framlengja samningi hans. ,,Það var að sjálfsögðu áfall því mér hefur liðið vel hjá liðinu, þjálfarinn er sá besti sem ég hef haft og á ég honum mjög mikið að þakka. Hann er samt að fara að hætta eftir tímabilið og sá sem tekur við af honum vildi mig ekki." Bakvið tjöldin hefur stjórn liðsins þó rætt um það að endurskoða þá ákvörðun sína að hleypa Snorra í burtu. ,,Málið er bara það að félagið er búið að kaupa marga leikmenn sem koma fyrir næsta tímabil og ég held að það hafi ekki efni á að halda mér líka." sagði Snorri sem hefur að sjálfsögðu fengið fyrirspurnir frá ýmsum liðum. ,,Það flókin staða í Þýskalandi og óvissa með marga leikmenn, þar á meðal mig. En ég hef fengið fyrirspurnir frá mörgum misgóðum liðum en ekkert tilboð enn sem komið er. Meðal þeirra liða sem hafa haft samband eru topplið bæði í Þýskalandi og á Spáni en of snemmt er að segja hvaða lið það eru." Snorri Steinn er fyrsti íslendingurinn sem fetar í fótspor Ólafs Stefánssonar með því að vera valinn í lið vikunnar fjórum sinnum. Stuðningsmenn Grosswallstadt eru ekki sáttir við það að Snorri sé á förum enda hefur hann verið besti maður liðsins síðustu leiki og skoraði tólf mörk og fiskaði fjögur vítaköst í 36-34 sigri á Wetzlar í síðasta leik. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til Moldóvu „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Handboltamaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur farið hamförum í þýsku deildinni að undanförnu og var valinn í lið vikunnar í deildinni af tímaritinu Handball Woche. Þetta er í fjórða sinn sem hann er valinn í lið vikunnar á tímabilinu. "Ég hef aldrei verið í betra formi en núna. Sjálfstraustið er í botni og ég er rosalega vel stemmdur, ég hef aldrei spilað betur en ég hef gert uppá síðkastið." sagði Snorri Steinn þegar Fréttablaðið hafði samband við hann til Þýskalands. Nú fer tímabilinu í Þýskalandi að ljúka en í lok janúar var honum tilkynnt af liði sínu, Grosswallstadt, að ekki væri á áætlun að framlengja samningi hans. ,,Það var að sjálfsögðu áfall því mér hefur liðið vel hjá liðinu, þjálfarinn er sá besti sem ég hef haft og á ég honum mjög mikið að þakka. Hann er samt að fara að hætta eftir tímabilið og sá sem tekur við af honum vildi mig ekki." Bakvið tjöldin hefur stjórn liðsins þó rætt um það að endurskoða þá ákvörðun sína að hleypa Snorra í burtu. ,,Málið er bara það að félagið er búið að kaupa marga leikmenn sem koma fyrir næsta tímabil og ég held að það hafi ekki efni á að halda mér líka." sagði Snorri sem hefur að sjálfsögðu fengið fyrirspurnir frá ýmsum liðum. ,,Það flókin staða í Þýskalandi og óvissa með marga leikmenn, þar á meðal mig. En ég hef fengið fyrirspurnir frá mörgum misgóðum liðum en ekkert tilboð enn sem komið er. Meðal þeirra liða sem hafa haft samband eru topplið bæði í Þýskalandi og á Spáni en of snemmt er að segja hvaða lið það eru." Snorri Steinn er fyrsti íslendingurinn sem fetar í fótspor Ólafs Stefánssonar með því að vera valinn í lið vikunnar fjórum sinnum. Stuðningsmenn Grosswallstadt eru ekki sáttir við það að Snorri sé á förum enda hefur hann verið besti maður liðsins síðustu leiki og skoraði tólf mörk og fiskaði fjögur vítaköst í 36-34 sigri á Wetzlar í síðasta leik.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til Moldóvu „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira