Segir samkeppni hafa minnkað 13. október 2005 19:15 Flugfargjöld hafa hækkað um fimmtung frá því fyrra. Það staðhæfir Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri Sumarferða. Hann segir að allt útlit sé fyrir að samkeppnin hafi minnkað og flugfélögin geri lítið til að bjóða neytendum betri kjör. Helgi Jóhannsson segir að innkoma Iceland Express hafi breytt mjög miklu í upphafi en núna virðist hafa dregið saman með félögunum. Ef flugfargjöld milli ára séu borin saman geti enginn þrætt fyrir það að þau hafi hækkað. Sumferðir kaupi ferðir bæði aðra leiðina og báðar og ef menn beri saman reikningana þá hafi sannarlega orðið hækkun. Helgi segir að almenn fargjöld hafi hækkað mun meira en önnur og fólk finni fyrir því. Þá sé ekki greinileg samkeppni. Honum finnist það ótrúlega skemmitleg tilviljun hvað verðið hafi hækkað hjá Iceland Express og Icelandair í svipuðum takti. Það geti vel verið að það sé tilviljunin ein sem ráði því en þetta veki að minnsta kosti athygli. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir að flugmiðar hafi almennt hækkað vegna hærra olíuverðs. Þá sé dýrara að panta með skömmum fyrirvara. Aðspuður hvort úti sé um samkeppnina segir Birgir að því fari fjarri. Hann hvetji alla sem hafi áhuga á málinu að kíkja á heimasíðu félagsins og skoða vetrarfargjöldin. Þá séu ekki nema þrír mánuðir síðan starfsmenn Flugleiða hafi klippt út auglýsingar félagsins í erlendum miðlum og það sýni berlega að samkeppnin sé enn fyrir hendi. Aðspurður hvort fargjöld hafi hækkað um fimmtung, eins og framkvæmdastjóri Sumarferða haldi fram, segir Birgir að fargjöldin hafi ekki hækkað um það ein og sér. Á sama tíma á þessu ári hafi olíuverð hækkað um 35 prósent. Þá hafi Íslendingar ferðast talsvert meira en áður og þar af leiðandi hafi eftirspurnin verið meiri en framboðið sé stöðugt. Fólk sem kaupi með stuttum fyrirvara greiði hlutfallslega hærri fargjöld en það gerði á sama tíma í fyrra. Innlent Viðskipti Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Flugfargjöld hafa hækkað um fimmtung frá því fyrra. Það staðhæfir Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri Sumarferða. Hann segir að allt útlit sé fyrir að samkeppnin hafi minnkað og flugfélögin geri lítið til að bjóða neytendum betri kjör. Helgi Jóhannsson segir að innkoma Iceland Express hafi breytt mjög miklu í upphafi en núna virðist hafa dregið saman með félögunum. Ef flugfargjöld milli ára séu borin saman geti enginn þrætt fyrir það að þau hafi hækkað. Sumferðir kaupi ferðir bæði aðra leiðina og báðar og ef menn beri saman reikningana þá hafi sannarlega orðið hækkun. Helgi segir að almenn fargjöld hafi hækkað mun meira en önnur og fólk finni fyrir því. Þá sé ekki greinileg samkeppni. Honum finnist það ótrúlega skemmitleg tilviljun hvað verðið hafi hækkað hjá Iceland Express og Icelandair í svipuðum takti. Það geti vel verið að það sé tilviljunin ein sem ráði því en þetta veki að minnsta kosti athygli. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir að flugmiðar hafi almennt hækkað vegna hærra olíuverðs. Þá sé dýrara að panta með skömmum fyrirvara. Aðspuður hvort úti sé um samkeppnina segir Birgir að því fari fjarri. Hann hvetji alla sem hafi áhuga á málinu að kíkja á heimasíðu félagsins og skoða vetrarfargjöldin. Þá séu ekki nema þrír mánuðir síðan starfsmenn Flugleiða hafi klippt út auglýsingar félagsins í erlendum miðlum og það sýni berlega að samkeppnin sé enn fyrir hendi. Aðspurður hvort fargjöld hafi hækkað um fimmtung, eins og framkvæmdastjóri Sumarferða haldi fram, segir Birgir að fargjöldin hafi ekki hækkað um það ein og sér. Á sama tíma á þessu ári hafi olíuverð hækkað um 35 prósent. Þá hafi Íslendingar ferðast talsvert meira en áður og þar af leiðandi hafi eftirspurnin verið meiri en framboðið sé stöðugt. Fólk sem kaupi með stuttum fyrirvara greiði hlutfallslega hærri fargjöld en það gerði á sama tíma í fyrra.
Innlent Viðskipti Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira