Kapphlaup um orku fyrir álver 15. maí 2005 00:01 Kapphlaup virðist hafið milli Norðuráls og Alcan, sem á álverið í Straumsvík, um að tryggja sér orku til meiri álframleiðslu Suðvestanlands. Bæði fyrirtækin hafa þreifað fyrir sér um orkukaup hjá Landsvirkjun. Fréttir bárust af því í gær að Suðurnesjamenn hefðu náð samkomulagi við Norðurálsmenn um að undirbúa byggingu álvers í Helguvík. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir að mál Norðuráls hafi komið honum nokkuð á óvart en að forsvarsmenn fyrirtækisins séu þó ekki hræddir um að þetta skref hafi fært Alcan aftar í röðina. Enn standi til að byggja við álverið í Straumsvík og verið sé að skoða orkumálin í því tilliti. Hrannar segir enn fremur að án þess að hann vilji gera lítið úr samkomulaginu sem tilkynnt var um í gær sé aðeins um ræða viljayfirlýsingu um að vinna áfram að málinu. Það sé í sjálfu sér það sem Alcan hafi gert á sínum vettvangi undanfarin ár og það sé langt í land. Álver sé ekki hrist fram úr erminni. Hrannar segir orku ekki einungis frátekna fyrir Norðurál og hefur ekki áhyggjur yfir að Alcan hafi klúðrað sínu tækifæri um stækkun. Kannski þyki sumum Alcan hafa hangsað en félagið sé þeirrar skoðunar að góðir hlutir gerist hægt. Andrés Svanbjörnsson, yfirverkfræðingur hjá viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, segir að ekki kæmi á óvart að Alcan myndi hraða ferli sínu nú eftir yfirlýsingar Norðuráls. Það sé farið að þrengja um þá raforku sem sé fáanleg í grendinni með góðu móti. Alcan sé komið með umhverfismat og í raun ekkert annað eftir en að taka ákvörðun um fjárfestingu og bjóða verkefnið út. Það taki stuttan tíma. Alcan sé því í raun komið mun lengra en aðrir í ferlinu. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir bæði Norðurál og Alcan hafa verið í sambandi við Landsvirkjun vegna orkumála. Ekki séu þó neinar formlegar samningaviðræður í gangi. Ljóst þyrkir þó að samkeppni milli fyrirtækjanna sé fram undan. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Kapphlaup virðist hafið milli Norðuráls og Alcan, sem á álverið í Straumsvík, um að tryggja sér orku til meiri álframleiðslu Suðvestanlands. Bæði fyrirtækin hafa þreifað fyrir sér um orkukaup hjá Landsvirkjun. Fréttir bárust af því í gær að Suðurnesjamenn hefðu náð samkomulagi við Norðurálsmenn um að undirbúa byggingu álvers í Helguvík. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir að mál Norðuráls hafi komið honum nokkuð á óvart en að forsvarsmenn fyrirtækisins séu þó ekki hræddir um að þetta skref hafi fært Alcan aftar í röðina. Enn standi til að byggja við álverið í Straumsvík og verið sé að skoða orkumálin í því tilliti. Hrannar segir enn fremur að án þess að hann vilji gera lítið úr samkomulaginu sem tilkynnt var um í gær sé aðeins um ræða viljayfirlýsingu um að vinna áfram að málinu. Það sé í sjálfu sér það sem Alcan hafi gert á sínum vettvangi undanfarin ár og það sé langt í land. Álver sé ekki hrist fram úr erminni. Hrannar segir orku ekki einungis frátekna fyrir Norðurál og hefur ekki áhyggjur yfir að Alcan hafi klúðrað sínu tækifæri um stækkun. Kannski þyki sumum Alcan hafa hangsað en félagið sé þeirrar skoðunar að góðir hlutir gerist hægt. Andrés Svanbjörnsson, yfirverkfræðingur hjá viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, segir að ekki kæmi á óvart að Alcan myndi hraða ferli sínu nú eftir yfirlýsingar Norðuráls. Það sé farið að þrengja um þá raforku sem sé fáanleg í grendinni með góðu móti. Alcan sé komið með umhverfismat og í raun ekkert annað eftir en að taka ákvörðun um fjárfestingu og bjóða verkefnið út. Það taki stuttan tíma. Alcan sé því í raun komið mun lengra en aðrir í ferlinu. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir bæði Norðurál og Alcan hafa verið í sambandi við Landsvirkjun vegna orkumála. Ekki séu þó neinar formlegar samningaviðræður í gangi. Ljóst þyrkir þó að samkeppni milli fyrirtækjanna sé fram undan.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent