Nýr framkvæmdastjóri Iceland Express 13. október 2005 19:12 Í kvöld var tilkynnt að Birgir Jónsson, 31 árs rekstrarhagfræðingur hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express. Birgir, sem undanfarna mánuði hefur gegnt starfi sölu og markaðsstjóra félagsins, tekur við af Almari Erni Hilmarssyni sem nýlega hóf störf sem forstjóri norræna flugfélagsins Sterling, systurfélags Iceland Express. Á fundi með starfsfólki sagði Birgir að ekki væri að vænta umfangsmikilla breytinga á starfsemi Iceland Express á næstunni. Framtíðin myndi hins vegar mótast af því að félagið væri nú komið í eigu sterkra fjárfesta með alþjóðlegan metnað og væri hluti af vaxandi flugsamsteypu sem þegar flytur fleiri farþega á ári en Icelandair. "Það hefur gengið vel undanfarna mánuði að hagræða í rekstrinum og það sem bíður okkar núna er fyrst og fremst að bæta þjónustu okkar við farþega, efla markaðsstarf okkar í útlöndum, þróa samstarfið við Sterling og halda áfram að skoða nýja áfangastaði," sagði Birgir, en Iceland Express hefur beint flug til Frankfurt Hahn laugardaginn 21. maí. Birgir starfaði áður hjá Össuri hf sem svæðistjóri með aðsetur í Hong Kong. Þar leiddi Birgir ört vaxandi starfsemi Össurar í Austur Evrópu, Rússlandi, Asíu, Ástralíu, Mið- Austurlöndum og Afríku. Áður starfaði Birgir sem forstöðumaður netþróunar hjá Íslandsbanka og framleiðslustjóri hjá RR Donnelley Financial í London. Birgir er með BA próf frá University of the Arts í London, MBA rekstrarhagfræðigráðu frá University of Westminster í London og hefur verið að vinna að doktorsverkefni í rekstrarhagfræði við University of Newcastle í Ástralíu. Hann er tveggja barna faðir, kvæntur Helenu Lind Svansdóttur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Í kvöld var tilkynnt að Birgir Jónsson, 31 árs rekstrarhagfræðingur hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express. Birgir, sem undanfarna mánuði hefur gegnt starfi sölu og markaðsstjóra félagsins, tekur við af Almari Erni Hilmarssyni sem nýlega hóf störf sem forstjóri norræna flugfélagsins Sterling, systurfélags Iceland Express. Á fundi með starfsfólki sagði Birgir að ekki væri að vænta umfangsmikilla breytinga á starfsemi Iceland Express á næstunni. Framtíðin myndi hins vegar mótast af því að félagið væri nú komið í eigu sterkra fjárfesta með alþjóðlegan metnað og væri hluti af vaxandi flugsamsteypu sem þegar flytur fleiri farþega á ári en Icelandair. "Það hefur gengið vel undanfarna mánuði að hagræða í rekstrinum og það sem bíður okkar núna er fyrst og fremst að bæta þjónustu okkar við farþega, efla markaðsstarf okkar í útlöndum, þróa samstarfið við Sterling og halda áfram að skoða nýja áfangastaði," sagði Birgir, en Iceland Express hefur beint flug til Frankfurt Hahn laugardaginn 21. maí. Birgir starfaði áður hjá Össuri hf sem svæðistjóri með aðsetur í Hong Kong. Þar leiddi Birgir ört vaxandi starfsemi Össurar í Austur Evrópu, Rússlandi, Asíu, Ástralíu, Mið- Austurlöndum og Afríku. Áður starfaði Birgir sem forstöðumaður netþróunar hjá Íslandsbanka og framleiðslustjóri hjá RR Donnelley Financial í London. Birgir er með BA próf frá University of the Arts í London, MBA rekstrarhagfræðigráðu frá University of Westminster í London og hefur verið að vinna að doktorsverkefni í rekstrarhagfræði við University of Newcastle í Ástralíu. Hann er tveggja barna faðir, kvæntur Helenu Lind Svansdóttur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira