Methagnaður og kaup á banka 29. apríl 2005 00:01 KB banki hefur gert bindandi tilboð í breska bankann Singer & Friedlander. Stjórn breska bankans hefur ákveðið að mæla með tilboðinu. Þar með er nánast ekkert sem komið getur í veg fyrir að KB banki kaupi breska bankann. KB banki birti einnig uppgjör sitt í gær og nam hagnaður bankans rúmum ellefu milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er í samræmi við spár. Hagnaður bankans hefur aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi, en inni í hagnaðartölunum er söluhagnaður af Lýsingu og gengishagnaður af breytanlegu skuldabréfi í Bakkavör. Heildareignir bankans eru 1.675 milljarðar króna og með sameiningu við S&F verða eignir bankans um 2.000 milljarðar króna. Arðsemi eigin fjár á tímablinu var 33 prósent. Kaupgengið í viðskiptunum er 316 pens á hlut, en auk þess fá núverandi eigendur arðgreiðslu upp á um 4,25 prósent á hlut. Samkvæmt þessu er verð breska bankans tæpir 65 milljarðar króna, en KB banki á sjálfur 19,5 prósent eða rúma tólf milljarða af því. Með kaupunum verður Bretland, ásamt Danmörku og Íslandi, helsta markaðssvæði bankans. Þar munu eftir kaupin starfa á sjöunda hundrað manns. Í kynningu bankans á uppgjörinu í Stokkhólmi í gær fór Hreiðar Már Sigurðsson yfir uppgjör bankans. Hann sagði afkomuna sýna að bankinn sé á réttri leið. "Bætt afkoma skýrist fyrst og fremst af auknum tekjum, þótt það sé vissulega ánægjulegt að sjá heildarkostnað minnka á milli ársfjórðunga. Tekjur aukast á öllum markaðssvæðum. Um 62% af tekjum bankans myndast nú utan Íslands og hefur það hlutfall aldrei verið hærra." Sigurður Einarsson kynnti hins vegar kaup bankans á Singer & Friedlander í London. Hann sagði kaupin í samræmi við stefnu bankans um að efla starfsemi í Bretlandi. "Saman munu Singer & Friedlander mynda sterkari heild með spennandi vaxtarmöguleikum." Tony Shearer, forstjóri S&F, tók í sama streng. Hann sagði bankann hafa góða stöðu á kjarnamörkuðum. "Með sölunni til Kaupþings banka getur Singer & Friedlander haldið áfram þróun þessarar stefnu innan stærri fjármálasamstæðu." KB banki þarf ekki að gefa út nýtt hlutafé vegna kaupanna og hefur borð fyrir báru til frekari kaupa á fyrirtækjum. Hreiðar Már sagði á fundinum að fram til þessa hefðu kaup bankans einkennst af því sem hann kallaði kaup Davíðs á Golíat. Hann sagði bankann hafa áhuga á að styrkja stöðu sína á starfssvæðum sínum í Noregi og Finnlandi. Reiknað er með að KB banki taki breska bankann yfir eftir fjóra til fimm mánuði. Viðskipti Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
KB banki hefur gert bindandi tilboð í breska bankann Singer & Friedlander. Stjórn breska bankans hefur ákveðið að mæla með tilboðinu. Þar með er nánast ekkert sem komið getur í veg fyrir að KB banki kaupi breska bankann. KB banki birti einnig uppgjör sitt í gær og nam hagnaður bankans rúmum ellefu milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er í samræmi við spár. Hagnaður bankans hefur aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi, en inni í hagnaðartölunum er söluhagnaður af Lýsingu og gengishagnaður af breytanlegu skuldabréfi í Bakkavör. Heildareignir bankans eru 1.675 milljarðar króna og með sameiningu við S&F verða eignir bankans um 2.000 milljarðar króna. Arðsemi eigin fjár á tímablinu var 33 prósent. Kaupgengið í viðskiptunum er 316 pens á hlut, en auk þess fá núverandi eigendur arðgreiðslu upp á um 4,25 prósent á hlut. Samkvæmt þessu er verð breska bankans tæpir 65 milljarðar króna, en KB banki á sjálfur 19,5 prósent eða rúma tólf milljarða af því. Með kaupunum verður Bretland, ásamt Danmörku og Íslandi, helsta markaðssvæði bankans. Þar munu eftir kaupin starfa á sjöunda hundrað manns. Í kynningu bankans á uppgjörinu í Stokkhólmi í gær fór Hreiðar Már Sigurðsson yfir uppgjör bankans. Hann sagði afkomuna sýna að bankinn sé á réttri leið. "Bætt afkoma skýrist fyrst og fremst af auknum tekjum, þótt það sé vissulega ánægjulegt að sjá heildarkostnað minnka á milli ársfjórðunga. Tekjur aukast á öllum markaðssvæðum. Um 62% af tekjum bankans myndast nú utan Íslands og hefur það hlutfall aldrei verið hærra." Sigurður Einarsson kynnti hins vegar kaup bankans á Singer & Friedlander í London. Hann sagði kaupin í samræmi við stefnu bankans um að efla starfsemi í Bretlandi. "Saman munu Singer & Friedlander mynda sterkari heild með spennandi vaxtarmöguleikum." Tony Shearer, forstjóri S&F, tók í sama streng. Hann sagði bankann hafa góða stöðu á kjarnamörkuðum. "Með sölunni til Kaupþings banka getur Singer & Friedlander haldið áfram þróun þessarar stefnu innan stærri fjármálasamstæðu." KB banki þarf ekki að gefa út nýtt hlutafé vegna kaupanna og hefur borð fyrir báru til frekari kaupa á fyrirtækjum. Hreiðar Már sagði á fundinum að fram til þessa hefðu kaup bankans einkennst af því sem hann kallaði kaup Davíðs á Golíat. Hann sagði bankann hafa áhuga á að styrkja stöðu sína á starfssvæðum sínum í Noregi og Finnlandi. Reiknað er með að KB banki taki breska bankann yfir eftir fjóra til fimm mánuði.
Viðskipti Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira