Liverpool mætir í Evrópugírnum 26. apríl 2005 00:01 Mikil eftirvænting ríkir á Englandi fyrir viðureign ensku liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Chelsea er af flestum talið mun sigurstranglegra liðið, ekki síst þegar horft er til þess að Lundúnaliðið hefur unnið alla þrjá leiki liðanna í vetur. Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir sína menn þó hvergi smeyka og segir þá munu mæta til leiks í Evrópugírnum, enda hefur liðið leikið mun betur í Meistaradeildinni en í deildakeppninni á Englandi. Nýtt mót Góðar fregnir hafa borist úr herbúðum Liverpool á síðustu dögum og nú er ljóst að liðið mætir til leiks með þá Milan Baros, Harry Kewell, Xabi Alonso og Luis Garcia í leikmannahópnum, en þeir voru allir taldir tæpir í leikinn vegna meiðsla. "Okkur hefur gengið illa í síðustu leikjum í deildinni en Meistaradeildin er nýtt mót og þar skipta fyrri leikir engu máli. Þess vegna erum við ekki að hengja haus yfir því að við höfum tapað fyrir Chelsea í vetur, því þegar leikið er með útsláttarfyrirkomulagi eins og í Meistaradeildinni getur allt gerst. Mínir menn eru fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur á Juventus og við ætlum okkur stóra hluti í keppninni," sagði Benitez. Virðir Benitez Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafði vonast til að lið sitt næði að tryggja sér enska meistaratitilinn áður en það mætti Liverpool í Meistaradeildinni, en honum varð ekki að ósk sinni. Hann sýndi hins vegar á sér nýja hlið þegar hann var spurður út í framhaldið í keppninni. "Ef svo færi að við dyttum út myndi það gleðja mig ef Benitez og hans menn sigruðu í keppninni. Ég virði Benitez og hef átt gott samband við hann," sagði Mourinho. John Terry, fyrirliði Chelsea, á von á erfiðum leik í kvöld. "Liverpool er gott lið með frábæra leikmenn innanborðs. Liverpool-menn hafa líka síðari leikinn á heimavelli, sem er gott fyrir þá því þar hafa þeir áhorfendur sína sem sinn tólfta mann. Vörn þeirra er líka sterk, en við höfum verið að skora mikið upp á síðkastið og því hef ég engar áhyggjur af þessum leik," sagði Terry, nýkjörinn leikmaður ársins á Englandi. baldur@frettabladid.is Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Mikil eftirvænting ríkir á Englandi fyrir viðureign ensku liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Chelsea er af flestum talið mun sigurstranglegra liðið, ekki síst þegar horft er til þess að Lundúnaliðið hefur unnið alla þrjá leiki liðanna í vetur. Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir sína menn þó hvergi smeyka og segir þá munu mæta til leiks í Evrópugírnum, enda hefur liðið leikið mun betur í Meistaradeildinni en í deildakeppninni á Englandi. Nýtt mót Góðar fregnir hafa borist úr herbúðum Liverpool á síðustu dögum og nú er ljóst að liðið mætir til leiks með þá Milan Baros, Harry Kewell, Xabi Alonso og Luis Garcia í leikmannahópnum, en þeir voru allir taldir tæpir í leikinn vegna meiðsla. "Okkur hefur gengið illa í síðustu leikjum í deildinni en Meistaradeildin er nýtt mót og þar skipta fyrri leikir engu máli. Þess vegna erum við ekki að hengja haus yfir því að við höfum tapað fyrir Chelsea í vetur, því þegar leikið er með útsláttarfyrirkomulagi eins og í Meistaradeildinni getur allt gerst. Mínir menn eru fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur á Juventus og við ætlum okkur stóra hluti í keppninni," sagði Benitez. Virðir Benitez Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafði vonast til að lið sitt næði að tryggja sér enska meistaratitilinn áður en það mætti Liverpool í Meistaradeildinni, en honum varð ekki að ósk sinni. Hann sýndi hins vegar á sér nýja hlið þegar hann var spurður út í framhaldið í keppninni. "Ef svo færi að við dyttum út myndi það gleðja mig ef Benitez og hans menn sigruðu í keppninni. Ég virði Benitez og hef átt gott samband við hann," sagði Mourinho. John Terry, fyrirliði Chelsea, á von á erfiðum leik í kvöld. "Liverpool er gott lið með frábæra leikmenn innanborðs. Liverpool-menn hafa líka síðari leikinn á heimavelli, sem er gott fyrir þá því þar hafa þeir áhorfendur sína sem sinn tólfta mann. Vörn þeirra er líka sterk, en við höfum verið að skora mikið upp á síðkastið og því hef ég engar áhyggjur af þessum leik," sagði Terry, nýkjörinn leikmaður ársins á Englandi. baldur@frettabladid.is
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira