Burnout Revenge staðfestur 6. apríl 2005 00:01 Hefur þú einhverntíma setið fastur í umferðarteppu og fundið reiðina byggjast upp í takt við fjölda þeirra bíla sem eru í kringum þig? Electronic Arts mun gefa þér tækifæri í september til að fá útrás fyrir þessa reiði í Burnout Revenge. Burnout Revenge gerir leikmönnum kleift að tapa sér í umferðaröngþveiti og þeyta burt öllum sunnudagsbílstjórunum í einhverjum rosalegustu árekstrarsenum sem sést hafa síðan í fyrri leiknum, Burnout 3: Takedown, sem slóg í gegn á leikjatölvurnar í fyrra. Leikurinn er gerður af Criterion Games og verður gefinn út fyrir PlayStation2 og Xbox. Burnout 3: Takedown sló í gegn um allan heim og fékk haug af verðlaunum sem besti bílaleikurinn 2004. Í leiknum verða betrum bætt Crash Mode og Road Rage, ásamt fjölda nýrra og spennandi spilunarmöguleika. Í Revenge Mode nýtir Burnout Revenge hina gríðarlegu hraðatilfinningu og ótrúlega árekstra til hins ýtrasta, þegar leikmenn, í kappi við klukkuna, þurfa að ryðjast með látum í gegnum umferðaröngþveiti. Burnout Revenge verður frumsýndur á E3 sýningunni í Los Angelese í maí næstkomandi. Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Hefur þú einhverntíma setið fastur í umferðarteppu og fundið reiðina byggjast upp í takt við fjölda þeirra bíla sem eru í kringum þig? Electronic Arts mun gefa þér tækifæri í september til að fá útrás fyrir þessa reiði í Burnout Revenge. Burnout Revenge gerir leikmönnum kleift að tapa sér í umferðaröngþveiti og þeyta burt öllum sunnudagsbílstjórunum í einhverjum rosalegustu árekstrarsenum sem sést hafa síðan í fyrri leiknum, Burnout 3: Takedown, sem slóg í gegn á leikjatölvurnar í fyrra. Leikurinn er gerður af Criterion Games og verður gefinn út fyrir PlayStation2 og Xbox. Burnout 3: Takedown sló í gegn um allan heim og fékk haug af verðlaunum sem besti bílaleikurinn 2004. Í leiknum verða betrum bætt Crash Mode og Road Rage, ásamt fjölda nýrra og spennandi spilunarmöguleika. Í Revenge Mode nýtir Burnout Revenge hina gríðarlegu hraðatilfinningu og ótrúlega árekstra til hins ýtrasta, þegar leikmenn, í kappi við klukkuna, þurfa að ryðjast með látum í gegnum umferðaröngþveiti. Burnout Revenge verður frumsýndur á E3 sýningunni í Los Angelese í maí næstkomandi.
Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira