Bóklestur á undanhaldi 6. apríl 2005 00:01 "Hefðbundinn bóklestur og hefðbundinn blaðalestur er á mjög hröðu undanhaldi hjá börnum og unglingum," segir Þorbjörn. Þrátt fyrir þær niðurstöður telur hann margt benda til að íslensk ungmenni lesi mjög mikið og skrifi meira en nokkru sinni fyrr. Þá er hann að vísa í netið. "Þau lesa á netinu og skrifa á netið og þau eru sífellt að afla sér upplýsinga með auðveldari og öflugri hætti en áður," segir prófessorinn. Þorbjörn hóf rannsókn sína árið 1968 en síðustu tölur úr henni eru frá árinu 2003. Í kringum 800 börn á aldrinum 10-15 ára, til heimilis í Reykjavík, á Akureyri og í Vestmannaeyjum voru spurð spurninga um notkun sína á hinum ýmsu miðlum. Könnunin var gerð á skólatíma, eða frá mars fram í maí og námsbækur töldust ekki með. Spurningunni "Hefurðu lesið bók síðustu 30 daga?" svöruðu 41% drengja neitandi og 24% stúlkna. Samtals 33% íslenskra barna höfðu enga bók lesið sér til skemmtunar á vormánuðum 2003. Árið 1968 var niðurstaðan sú að 11% barna höfðu ekkert lesið. Spurningunni "Hefurðu lesið 1-9 bækur síðustu 30 daga," svöruðu 56% drengja játandi í síðustu könnun og 72% stúlkna eða samtals 64%. Aðeins 3% drengja og 4% stúlkna lásu meira en 9 bækur. Þorbjörn kannaði líka daglega internetnotkun barnanna og þar kom fram að um helmingur þeirra notaði internetið daglega, 60% stráka og um 40% stelpna. Sjónvarpið er líka miðill sem unga fólkið notar mikið. 40% þeirra barna sem spurð voru höfðu sjónvarp í eigin herbergi og horfðu því oftast ein. Ríkissjónvarpið var í 4. sæti af þeim stöðvum sem þau nota mest með aðeins 15% áhorf en Skjár 1 var vinsælastur hjá þeim árið 2003 með 52% áhorf. Gefum Þorbirni að síðustu orðið: "Sjónvarpsnotkun hefur aukist en heldur ekki áfram að aukast í sama mæli og á tímabili." Tilveran Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
"Hefðbundinn bóklestur og hefðbundinn blaðalestur er á mjög hröðu undanhaldi hjá börnum og unglingum," segir Þorbjörn. Þrátt fyrir þær niðurstöður telur hann margt benda til að íslensk ungmenni lesi mjög mikið og skrifi meira en nokkru sinni fyrr. Þá er hann að vísa í netið. "Þau lesa á netinu og skrifa á netið og þau eru sífellt að afla sér upplýsinga með auðveldari og öflugri hætti en áður," segir prófessorinn. Þorbjörn hóf rannsókn sína árið 1968 en síðustu tölur úr henni eru frá árinu 2003. Í kringum 800 börn á aldrinum 10-15 ára, til heimilis í Reykjavík, á Akureyri og í Vestmannaeyjum voru spurð spurninga um notkun sína á hinum ýmsu miðlum. Könnunin var gerð á skólatíma, eða frá mars fram í maí og námsbækur töldust ekki með. Spurningunni "Hefurðu lesið bók síðustu 30 daga?" svöruðu 41% drengja neitandi og 24% stúlkna. Samtals 33% íslenskra barna höfðu enga bók lesið sér til skemmtunar á vormánuðum 2003. Árið 1968 var niðurstaðan sú að 11% barna höfðu ekkert lesið. Spurningunni "Hefurðu lesið 1-9 bækur síðustu 30 daga," svöruðu 56% drengja játandi í síðustu könnun og 72% stúlkna eða samtals 64%. Aðeins 3% drengja og 4% stúlkna lásu meira en 9 bækur. Þorbjörn kannaði líka daglega internetnotkun barnanna og þar kom fram að um helmingur þeirra notaði internetið daglega, 60% stráka og um 40% stelpna. Sjónvarpið er líka miðill sem unga fólkið notar mikið. 40% þeirra barna sem spurð voru höfðu sjónvarp í eigin herbergi og horfðu því oftast ein. Ríkissjónvarpið var í 4. sæti af þeim stöðvum sem þau nota mest með aðeins 15% áhorf en Skjár 1 var vinsælastur hjá þeim árið 2003 með 52% áhorf. Gefum Þorbirni að síðustu orðið: "Sjónvarpsnotkun hefur aukist en heldur ekki áfram að aukast í sama mæli og á tímabili."
Tilveran Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira