Stofnfé í SPRON verður stóraukið 7. mars 2005 00:01 Stofnfé Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) verður sjöfaldað ef heimild sem samþykkt var á aðalfundi í gær verður nýtt að fullu. Núverandi stofnfjáreigendur hafa forkaupsrétt á nýjum hlutum en samkvæmt lögum má ekki selja þá á yfirverði. Í viðskiptum með stofnfé í SPRON á markaði á síðustu mánuðum hefur stofnfé verið selt á allt að sjöföldu nafnverði. Með fjölgun stofnfjárhluta mun verð á stofnfé að líkindum lækka í samræmi við aukninguna. Verðið sem stofnfjáreigendur þurfa að greiða fyrir nýtt stofnfé verður samt sem áður langt undir markaðsvirði bréfanna. Stjórnin hefur heimild til að auka stofnfé allt að sjöfalt en ekki hefur verið ákveðið hvort eða hvenær heimildin verður nýtt til fulls. Sú heimild er hins vegar ekki háð tímamörkum og fellur því ekki úr gildi fyrr en hún er nýtt að fullu eða stofnfjáreigendafundur ákveður að breyta henni. SPRON hefur því ekki sömu möguleika og hlutafélagavædd fjármálafyrirtæki til að nýta sér til fullnustu áhuga fjárfesta á fyrirtækinu með því að gefa út nýtt hlutabréf á hærra gengi en nafnverði. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, segir að markmiðið með stofnfjáraukningunni sé að styrkja eiginfjárstöðu Sparisjóðsins. "Við erum einfaldlega að renna sterkari stoðum undir reksturinn," segir hann. Með því að styrkja eiginfjárstöðu SPRON getur fyrirtækið aukið útlán. Aðalfundur SPRON samþykkti einnig tillögu um 25,5 prósent arðgreiðslu og hækkun stofnfjár um fimm prósent. Þá var kynnt nýtt skipurit fyrirtækisins sem Guðmundur segir lið í framkvæmd hugmynda um aukin umsvif SPRON. Hann segir ekki tímabært að láta uppi hvert stefnan sé tekin. "Við erum að blása til sóknar," segir hann. Hagnaður SPRON hefur aldrei verið meiri en í fyrra en þá skilaði félagið tæplega 1,5 milljarða króna hagnaði. Útlán jukust um þriðjung og þarf SPRON að styrkja eiginfjárstöðu til að halda áfram vexti. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Stofnfé Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) verður sjöfaldað ef heimild sem samþykkt var á aðalfundi í gær verður nýtt að fullu. Núverandi stofnfjáreigendur hafa forkaupsrétt á nýjum hlutum en samkvæmt lögum má ekki selja þá á yfirverði. Í viðskiptum með stofnfé í SPRON á markaði á síðustu mánuðum hefur stofnfé verið selt á allt að sjöföldu nafnverði. Með fjölgun stofnfjárhluta mun verð á stofnfé að líkindum lækka í samræmi við aukninguna. Verðið sem stofnfjáreigendur þurfa að greiða fyrir nýtt stofnfé verður samt sem áður langt undir markaðsvirði bréfanna. Stjórnin hefur heimild til að auka stofnfé allt að sjöfalt en ekki hefur verið ákveðið hvort eða hvenær heimildin verður nýtt til fulls. Sú heimild er hins vegar ekki háð tímamörkum og fellur því ekki úr gildi fyrr en hún er nýtt að fullu eða stofnfjáreigendafundur ákveður að breyta henni. SPRON hefur því ekki sömu möguleika og hlutafélagavædd fjármálafyrirtæki til að nýta sér til fullnustu áhuga fjárfesta á fyrirtækinu með því að gefa út nýtt hlutabréf á hærra gengi en nafnverði. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, segir að markmiðið með stofnfjáraukningunni sé að styrkja eiginfjárstöðu Sparisjóðsins. "Við erum einfaldlega að renna sterkari stoðum undir reksturinn," segir hann. Með því að styrkja eiginfjárstöðu SPRON getur fyrirtækið aukið útlán. Aðalfundur SPRON samþykkti einnig tillögu um 25,5 prósent arðgreiðslu og hækkun stofnfjár um fimm prósent. Þá var kynnt nýtt skipurit fyrirtækisins sem Guðmundur segir lið í framkvæmd hugmynda um aukin umsvif SPRON. Hann segir ekki tímabært að láta uppi hvert stefnan sé tekin. "Við erum að blása til sóknar," segir hann. Hagnaður SPRON hefur aldrei verið meiri en í fyrra en þá skilaði félagið tæplega 1,5 milljarða króna hagnaði. Útlán jukust um þriðjung og þarf SPRON að styrkja eiginfjárstöðu til að halda áfram vexti.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira