Samsæriskenningar um 11/9 í Silfri 4. mars 2005 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn eru Jóhanna Sigurðardóttir, Pétur H. Blöndal, Jón Magnússon, Kristófer Már Kristinsson, Sigurður I. Jónsson, Magnús Þór Hafsteinsson, Guðrún Þórhallsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir og Elías Davíðsson. Elías Davíðsson mun fara yfir helstu samsæriskenninguna varðandi atburðina 11. september 2001 - spurt er hvort allur sannleikurinn um árásirnar hafi fengið að koma fram? Mál Elíasar er stutt ýmsum gögnum, myndefni og blaðaúrklippum. Þorgerður Einarsdóttir, dósent í kynjafræði, mun ræða hlut kvenna í stjórnmálum - ekki síst í ljósi samþykkta á flokksþingi Framsóknarflokksins um síðustu helgi um kynjakvóta á framboðslistum. Þorgerði má kalla einn helsta hugmyndafræðing femínista á Íslandi. Guðrún Þórhallsdóttir, dósent í málfræði, kemur í þáttinn til að ræða mál sem er afskaplega forvitnilegt, notkun kynja - karlkyns, kvenkyns og hvorugkyns - í textum Biblíunnar og hvort sé við hæfi að breyta textum ritningarinnar með tilliti til nýlegra viðhorfa um jafnrétti kynjanna. Af öðrum málum sem verða til umræðu má nefna verðlag á matvöru og lyfjum, ný lög um samkeppnisstofnun, umræður um ESB aðild, skoðanakannanir um fylgi flokkanna, húsnæðisverð, verðtryggingu og flokksþing Frjálslynda flokksins. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi á sunnudag. Hann er svo endursýndur seint um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn eru Jóhanna Sigurðardóttir, Pétur H. Blöndal, Jón Magnússon, Kristófer Már Kristinsson, Sigurður I. Jónsson, Magnús Þór Hafsteinsson, Guðrún Þórhallsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir og Elías Davíðsson. Elías Davíðsson mun fara yfir helstu samsæriskenninguna varðandi atburðina 11. september 2001 - spurt er hvort allur sannleikurinn um árásirnar hafi fengið að koma fram? Mál Elíasar er stutt ýmsum gögnum, myndefni og blaðaúrklippum. Þorgerður Einarsdóttir, dósent í kynjafræði, mun ræða hlut kvenna í stjórnmálum - ekki síst í ljósi samþykkta á flokksþingi Framsóknarflokksins um síðustu helgi um kynjakvóta á framboðslistum. Þorgerði má kalla einn helsta hugmyndafræðing femínista á Íslandi. Guðrún Þórhallsdóttir, dósent í málfræði, kemur í þáttinn til að ræða mál sem er afskaplega forvitnilegt, notkun kynja - karlkyns, kvenkyns og hvorugkyns - í textum Biblíunnar og hvort sé við hæfi að breyta textum ritningarinnar með tilliti til nýlegra viðhorfa um jafnrétti kynjanna. Af öðrum málum sem verða til umræðu má nefna verðlag á matvöru og lyfjum, ný lög um samkeppnisstofnun, umræður um ESB aðild, skoðanakannanir um fylgi flokkanna, húsnæðisverð, verðtryggingu og flokksþing Frjálslynda flokksins. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi á sunnudag. Hann er svo endursýndur seint um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu.