Mynd sem leynir á sér Egill Helgason skrifar 15. febrúar 2005 00:01 Regnboginn: Sideways Skásta orðið til að lýsa kvikmyndinni Sideways er að hún sé lúmsk. Hún leynir á sér. Í fyrstu er þetta dálítið eins og leiðinlegur sjónvarpsþáttur, líkt og enn einn skammturinn af forty something, en svo fer myndin smátt og smátt að vaxa og í lokin fattar maður að hún er býsna umhugsunarverð. Sideways fjallar um frekar hversdagsleg ævintýri tveggja vina sem eru að verða miðaldra við vegarkantinn í vínræktarhéruðum Kaliforníu - fegurð þessa svæðis er góður bakgrunnur fyrir myndina. Þeir kynnast kvenfólki, drekka sig fulla, rífast. Annar er kvennabósi og hálfgerður drullusokkur, án þess þó að vera beinlínis vondur, hinn er taugahrúga og kann ekki að umgangast konur. Það er mikið talað í þessari mynd - mest um vín. Manni verður hugsað til enska hugtaksins "vintage bore" - sem er notað um snobbara sem eru sífellt að tala um árgangsvín. Mikið af talinu er fremur til að fela tilfinningar en að láta þær uppi. Merkingin er undir yfirborðinu - þetta er nefnilega mynd fyrir fullorðið fólk ólíkt flestum amerískum myndum sem koma hingað í kvikmyndahús. Þetta er býsna ísmeygileg kvikmynd. Hún er í raunsæisstíl, stundum minna persónurnar dálítið á hamstra sem hlaupa í búri. Því þótt þetta sé mestanpart kómedía fjallar hún um persónur sem eru svolítið brjóstumkennanlegar, komast ekki undan þráhyggjum sínum. Líkt og vínsullið sem er sífellt verið að ræða, þá gerjast myndin og batnar þangað til allt rennur saman í góða heild í endann. Farið og sjáið hana. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Fleiri fréttir Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Regnboginn: Sideways Skásta orðið til að lýsa kvikmyndinni Sideways er að hún sé lúmsk. Hún leynir á sér. Í fyrstu er þetta dálítið eins og leiðinlegur sjónvarpsþáttur, líkt og enn einn skammturinn af forty something, en svo fer myndin smátt og smátt að vaxa og í lokin fattar maður að hún er býsna umhugsunarverð. Sideways fjallar um frekar hversdagsleg ævintýri tveggja vina sem eru að verða miðaldra við vegarkantinn í vínræktarhéruðum Kaliforníu - fegurð þessa svæðis er góður bakgrunnur fyrir myndina. Þeir kynnast kvenfólki, drekka sig fulla, rífast. Annar er kvennabósi og hálfgerður drullusokkur, án þess þó að vera beinlínis vondur, hinn er taugahrúga og kann ekki að umgangast konur. Það er mikið talað í þessari mynd - mest um vín. Manni verður hugsað til enska hugtaksins "vintage bore" - sem er notað um snobbara sem eru sífellt að tala um árgangsvín. Mikið af talinu er fremur til að fela tilfinningar en að láta þær uppi. Merkingin er undir yfirborðinu - þetta er nefnilega mynd fyrir fullorðið fólk ólíkt flestum amerískum myndum sem koma hingað í kvikmyndahús. Þetta er býsna ísmeygileg kvikmynd. Hún er í raunsæisstíl, stundum minna persónurnar dálítið á hamstra sem hlaupa í búri. Því þótt þetta sé mestanpart kómedía fjallar hún um persónur sem eru svolítið brjóstumkennanlegar, komast ekki undan þráhyggjum sínum. Líkt og vínsullið sem er sífellt verið að ræða, þá gerjast myndin og batnar þangað til allt rennur saman í góða heild í endann. Farið og sjáið hana.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Fleiri fréttir Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið