Verðum ekki meðal sex efstu 17. janúar 2005 00:01 "Ég er ekki ýkja bjartsýnn fyrir hönd landsliðsins fyrir mótið í Túnis og finnst ólíklegt að við komumst langt á því móti," segir Geir Sveinsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, um möguleika Íslendinga á Heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst um helgina. Geir hefur marga fjöruna sopið í handboltanum og eru þeir fáir sem þekkja íslenskan handbolta eða handboltamenn betur en hann. Segir Geir að ýmislegt ætti að hjálpa landsliðinu í Túnis en kalt mat á stöðunni sé að á brattann verði að sækja fyrir landann. "Það jákvæða er að þarna erum við að mæta til leiks með nýjan hóp og nýjan þjálfara og það er að mínu viti lítil sem engin pressa á liðinu. Það munar miklu fyrir marga af þessum nýju strákum að geta spilað án þess að hafa áhyggjur af miklum væntingum. Þannig er nokk sama hvernig fer að landsliðsþjálfarinn getur alltaf gripið til þeirra skýringa að liðið sé nýtt og tíma taki að þjappa slíkum hóp saman." Þrátt fyrir þessa annmarka hefur Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari látið hafa eftir sér að takmark íslenska liðsins sé að ná einu af efstu sex sætunum á mótinu. Geir telur líkurnar á því litlar sem engar. "Mín tilfinning er sú að við komumst ekki í hóp sex efstu miðað við þá andstæðinga sem við erum að takast á við.Til að ná sjötta sætinu þurfum við að vera í einu af þremur efstu sætunum í milliriðli og það aftur þýðir að við þurfum helst að sigra okkar eigin riðil og það er aðeins meira en að segja það." Í B riðli eru auk Íslands, Slóvenía, Rússland, Alsír, Tékkland og Kúveit en takist Íslendingum að klára riðilinn í fyrsta eða öðru sæti taka ekki við auðveldari lið í milliriðlum eða Frakkar og Danir. "Sé miðað við hversu sterkar þessar þjóðir eru þá held ég að óhætt sé að slá því föstu að við náum ekki sjötta sæti, hvað þá að vera ofar en það." Íslenski handboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Sjá meira
"Ég er ekki ýkja bjartsýnn fyrir hönd landsliðsins fyrir mótið í Túnis og finnst ólíklegt að við komumst langt á því móti," segir Geir Sveinsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, um möguleika Íslendinga á Heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst um helgina. Geir hefur marga fjöruna sopið í handboltanum og eru þeir fáir sem þekkja íslenskan handbolta eða handboltamenn betur en hann. Segir Geir að ýmislegt ætti að hjálpa landsliðinu í Túnis en kalt mat á stöðunni sé að á brattann verði að sækja fyrir landann. "Það jákvæða er að þarna erum við að mæta til leiks með nýjan hóp og nýjan þjálfara og það er að mínu viti lítil sem engin pressa á liðinu. Það munar miklu fyrir marga af þessum nýju strákum að geta spilað án þess að hafa áhyggjur af miklum væntingum. Þannig er nokk sama hvernig fer að landsliðsþjálfarinn getur alltaf gripið til þeirra skýringa að liðið sé nýtt og tíma taki að þjappa slíkum hóp saman." Þrátt fyrir þessa annmarka hefur Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari látið hafa eftir sér að takmark íslenska liðsins sé að ná einu af efstu sex sætunum á mótinu. Geir telur líkurnar á því litlar sem engar. "Mín tilfinning er sú að við komumst ekki í hóp sex efstu miðað við þá andstæðinga sem við erum að takast á við.Til að ná sjötta sætinu þurfum við að vera í einu af þremur efstu sætunum í milliriðli og það aftur þýðir að við þurfum helst að sigra okkar eigin riðil og það er aðeins meira en að segja það." Í B riðli eru auk Íslands, Slóvenía, Rússland, Alsír, Tékkland og Kúveit en takist Íslendingum að klára riðilinn í fyrsta eða öðru sæti taka ekki við auðveldari lið í milliriðlum eða Frakkar og Danir. "Sé miðað við hversu sterkar þessar þjóðir eru þá held ég að óhætt sé að slá því föstu að við náum ekki sjötta sæti, hvað þá að vera ofar en það."
Íslenski handboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Sjá meira