Róbert ræðir við Gummersbach 3. janúar 2005 00:01 Landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson mun að öllum líkindum spila með þýska félaginu Gummersbach næstu árin. Róbert hefur undanfarin ár leikið með danska félaginu Århus með frábærum árangri. Mörg þýsk félög hafa borið víurnar í Róbert síðustu ár en hann hefur staðist gylliboð þeirra til þessa. Samningur hans við Århus rennur aftur á móti út í sumar og Róbert hefur ákveðið að stíga skrefið til fulls og fara til Þýskalands næsta vetur. "Ég hef verið í sambandi við Gummersbach síðustu tvo mánuði og skaust svo út á milli jóla og nýárs, leit á aðstæður, sá leikinn gegn Essen og ræddi síðan við þá," sagði Róbert í samtali við Fréttablaðið í gær frá Svíþjóð þar sem hann kom til móts við félaga sína í íslenska landsliðinu, en þeir munu mæta Svíum í landsleik í dag og 6. janúar. Róbert sagðist vera ánægður með það sem hann sá hjá félaginu og gerir frekar ráð fyrir því að ganga í raðir félagsins áður en HM hefst í Túnis. "Ég vil endilega klára þessi mál áður en við förum til Túnis. Ég vil ekki hafa þetta hangandi yfir mér þegar við byrjum að spila. Málið klárast samt ekki alveg strax þar sem umboðsmaður minn er erlendis og getur ekki gengið frá málinu fyrr en eftir svona viku í fyrsta lagi. Aftur á móti ef allt stendur þá mun ég ganga í raðir félagsins en það er ekkert pottþétt fyrr en búið er að skrifa undir," sagði Róbert en ef hann skrifar undir við félagið verður hann annar Íslendingurinn sem gerir það á skömmum tíma því Guðjón Valur Sigurðsson skrifaði undir samning við félagið á dögunum. Íslenski handboltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson mun að öllum líkindum spila með þýska félaginu Gummersbach næstu árin. Róbert hefur undanfarin ár leikið með danska félaginu Århus með frábærum árangri. Mörg þýsk félög hafa borið víurnar í Róbert síðustu ár en hann hefur staðist gylliboð þeirra til þessa. Samningur hans við Århus rennur aftur á móti út í sumar og Róbert hefur ákveðið að stíga skrefið til fulls og fara til Þýskalands næsta vetur. "Ég hef verið í sambandi við Gummersbach síðustu tvo mánuði og skaust svo út á milli jóla og nýárs, leit á aðstæður, sá leikinn gegn Essen og ræddi síðan við þá," sagði Róbert í samtali við Fréttablaðið í gær frá Svíþjóð þar sem hann kom til móts við félaga sína í íslenska landsliðinu, en þeir munu mæta Svíum í landsleik í dag og 6. janúar. Róbert sagðist vera ánægður með það sem hann sá hjá félaginu og gerir frekar ráð fyrir því að ganga í raðir félagsins áður en HM hefst í Túnis. "Ég vil endilega klára þessi mál áður en við förum til Túnis. Ég vil ekki hafa þetta hangandi yfir mér þegar við byrjum að spila. Málið klárast samt ekki alveg strax þar sem umboðsmaður minn er erlendis og getur ekki gengið frá málinu fyrr en eftir svona viku í fyrsta lagi. Aftur á móti ef allt stendur þá mun ég ganga í raðir félagsins en það er ekkert pottþétt fyrr en búið er að skrifa undir," sagði Róbert en ef hann skrifar undir við félagið verður hann annar Íslendingurinn sem gerir það á skömmum tíma því Guðjón Valur Sigurðsson skrifaði undir samning við félagið á dögunum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira