Steinunn Valdís á hrós skilið 22. desember 2005 00:01 Tvær ákvarðanir um launamál, sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur nýlega tekið, eru henni til álitsauka. Hér er átt við ákvörðun hennar að afsala sér launauppbót og forystu hennar um verulega hækkun launa ófaglærðra starfsmanna Reykjavíkurborgar. Í fyrradag tilkynnti Steinunn Valdís að hún hefði ákveðið að afsala sér rausnarlegri launahækkun sem Kjaradómur úrskurðaði um. Laun borgarstjóra nema nú um 915 þúsund krónum á mánuði. Hækkun hefði fært henni 75 þúsund krónur til viðbótar á mánuði, en það er ríflega helmingur fastra mánaðarlauna ófaglærðra starfsmanna borgarinnar. Ljóst er að úrskurður Kjaradóms veldur uppnámi í þjóðfélaginu þar sem hækkanir til alþingismanna, ráðherra og embættismanna eru mun meiri en samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði að undanförnu. Borgarstjóri tekur þátt í að lægja þær öldur með ákvörðun sinni. Forvitnilegt verður að sjá hvort aðrir fylgja á eftir. Hvað segja til dæmis alþingismennirnir sem gagnrýna Kjaradóm? Ætla þeir að þiggja þennan jólabónus? Fyrir aðeins nokkrum dögum hafði Steinunn Valdís forystu um að laun lágtekjufólks hjá borginni, einkum svokallaðra kvennastétta, yrðu hækkuð umfram aðra. Þetta fékk misjafnar undirtektir. Mikla athygli vakti hörð ádrepa Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns, varaformanns fjárlaganefndar Alþingis, en hann fullyrti að hækkunin myndi hafa keðjuverkandi áhrif í þjóðfélaginu. Ekki væri hægt að hækka laun lágtekjufólks án þess að aðrir hópar launþegar fylgdu í kjölfarið. Hækkunin væri óábyrg og ávísun á aukna verðbólgu. Í sama streng hafa talsmenn Samtaka atvinnulífsins tekið. Ekki er ástæða til að gera lítið úr sjónarmiðum Einars Odds og atvinnurekenda. Því miður sýnir reynslan á vinnumarkaði að í kjölfar hækkunar lægstu launa fylgja gjarnan kröfur frá launahærri stéttum. Þetta er raunar þegar komið fram með mótmælum leikskólakennara. En hér var úr vöndu að ráða fyrir borgarstjóra. Lægstu launin hjá borginni voru svo óviðunandi að flótti var brostinn á starfsfólk með tilheyrandi vandræðum á mörgum vinnustöðum. Starfsemi sumra leikskóla var til dæmis hætt að ganga fyrir sig með eðlilegum hætti. Athyglisvert er að þverpólitísk samstaða skapaðist um málið í borgarstjórn. Sjálfstæðismenn þar höfðu ekki uppi sama málflutning og flokksbróðir þeirra á Alþingi, Einar Oddur Kristjánsson. Þeir sýndu ábyrgð og horfðust í augu við að borgin varð að grípa til ráðstafana þótt þær skapi ákveðinn vanda á öðrum vettvangi á vinnumarkaðnum. Ákvörðun Steinunnar Valdísar að afsala sér launauppbótinni frá Kjaradómi auðveldar aðilum vinnumarkaðarins að glíma við áhrifin af láglaunahækkun borgarinnar á aðrar launastéttir. Borgarstjóri á hrós skilið fyrir skjót og skynsamleg viðbrögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Tvær ákvarðanir um launamál, sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur nýlega tekið, eru henni til álitsauka. Hér er átt við ákvörðun hennar að afsala sér launauppbót og forystu hennar um verulega hækkun launa ófaglærðra starfsmanna Reykjavíkurborgar. Í fyrradag tilkynnti Steinunn Valdís að hún hefði ákveðið að afsala sér rausnarlegri launahækkun sem Kjaradómur úrskurðaði um. Laun borgarstjóra nema nú um 915 þúsund krónum á mánuði. Hækkun hefði fært henni 75 þúsund krónur til viðbótar á mánuði, en það er ríflega helmingur fastra mánaðarlauna ófaglærðra starfsmanna borgarinnar. Ljóst er að úrskurður Kjaradóms veldur uppnámi í þjóðfélaginu þar sem hækkanir til alþingismanna, ráðherra og embættismanna eru mun meiri en samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði að undanförnu. Borgarstjóri tekur þátt í að lægja þær öldur með ákvörðun sinni. Forvitnilegt verður að sjá hvort aðrir fylgja á eftir. Hvað segja til dæmis alþingismennirnir sem gagnrýna Kjaradóm? Ætla þeir að þiggja þennan jólabónus? Fyrir aðeins nokkrum dögum hafði Steinunn Valdís forystu um að laun lágtekjufólks hjá borginni, einkum svokallaðra kvennastétta, yrðu hækkuð umfram aðra. Þetta fékk misjafnar undirtektir. Mikla athygli vakti hörð ádrepa Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns, varaformanns fjárlaganefndar Alþingis, en hann fullyrti að hækkunin myndi hafa keðjuverkandi áhrif í þjóðfélaginu. Ekki væri hægt að hækka laun lágtekjufólks án þess að aðrir hópar launþegar fylgdu í kjölfarið. Hækkunin væri óábyrg og ávísun á aukna verðbólgu. Í sama streng hafa talsmenn Samtaka atvinnulífsins tekið. Ekki er ástæða til að gera lítið úr sjónarmiðum Einars Odds og atvinnurekenda. Því miður sýnir reynslan á vinnumarkaði að í kjölfar hækkunar lægstu launa fylgja gjarnan kröfur frá launahærri stéttum. Þetta er raunar þegar komið fram með mótmælum leikskólakennara. En hér var úr vöndu að ráða fyrir borgarstjóra. Lægstu launin hjá borginni voru svo óviðunandi að flótti var brostinn á starfsfólk með tilheyrandi vandræðum á mörgum vinnustöðum. Starfsemi sumra leikskóla var til dæmis hætt að ganga fyrir sig með eðlilegum hætti. Athyglisvert er að þverpólitísk samstaða skapaðist um málið í borgarstjórn. Sjálfstæðismenn þar höfðu ekki uppi sama málflutning og flokksbróðir þeirra á Alþingi, Einar Oddur Kristjánsson. Þeir sýndu ábyrgð og horfðust í augu við að borgin varð að grípa til ráðstafana þótt þær skapi ákveðinn vanda á öðrum vettvangi á vinnumarkaðnum. Ákvörðun Steinunnar Valdísar að afsala sér launauppbótinni frá Kjaradómi auðveldar aðilum vinnumarkaðarins að glíma við áhrifin af láglaunahækkun borgarinnar á aðrar launastéttir. Borgarstjóri á hrós skilið fyrir skjót og skynsamleg viðbrögð.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun