Hringlar í skartgripunum 11. desember 2005 06:00 Daginn sem heimurinn minntist þess að liðinn er aldarfjórðungur frá ótímabæru andláti bítilsins Johns Lennon kom hin nýja yfirstétt á Íslandi með Ólaf Ragnar Grímsson forseta í broddi fylkingar saman á lokuðum sinfóníutónleikum í Háskólabíói til að halda upp á hve það getur verið notalegt að vera ríkur og frægur – og fá að njóta velgengninnar í friði fyrir alþýðunni. Forsetinn, nýkominn af krýningarhátíð Alberts fursta í stórveldinu Mónakó, bauð enskri barónessu á tónleikana og í veisluna sem í kjölfarið fylgdi og lét að auki fljúga hingað með óperusöngvarann Bryn Terfel sem Morgunblaðið, fullt aðdáunar, sagði að hefði sungið "guðdómlega" fyrir hina útvöldu. Því miður fékk almenningur ekki að hlusta nema heima í stofu og gat því ekki klappað söngvaranum lof í lófa á staðnum. En vonandi hefur yfirstéttin "látið hringla í skartgripunum" svo vitnað sé til fleygra ummæla Lennons af svipuðu tilefni. Ólafur Ragnar Grímsson forseti er fyrirmannlegur á velli, með ríka sjálfsvitund og metnað. Hann prýða margir kostir sem geta gert hann að góðum forseta. Hermt er að hann – og ekki síður forsetafrúin Dorrit Moussaieff skartgripahönnuður – veki athygli hvar sem þau fara utan landsteinanna. Þau eru áberandi í samkvæmislífi frægðarfólks eins og blaðalesendur hafa í Séð og heyrt. Ýmsum þótti þó sem forsetinn væri kominn á hálan ís þegar hann fyrir nokkru sendi Margréti Danadrottningu ljósmynd af föður sínum að gjöf. Slíkar gjafir tíðkast að jafnaði einungis meðal aðalsfólks. En á það var að vísu bent að drottningin átti enga slíka mynd svo að gjöfin var áreiðanlega með þökkum þegin. Það heyrast sums staðar efasemdaraddir um framgöngu forsetahjónanna en þær eru ekki háværar. Engu að síður er það eðlileg og réttmæt spurning hvort hjónin á Bessastöðum séu að stíga eða hafi nú þegar stigið skrefi of langt og hugsanlega skaðað forsetaembættið með áberandi þátttöku sinni og forystu um samkvæmislíf innanlands og utan sem í margra augum einkennist af hreinum hégóma, snobbi og tildri. Ein hlið þess máls er óhóflegur og ört vaxandi kostnaður forsetaembættisins við ferðalög og veislustand, en sú hlið er þó hreint aukaatriði miðað við það tjón sem fylgja mun minnkandi virðingu fyrir embættinu. Í nýútkominni bók Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um stjórnarmyndanir á áttunda áratugnum er dregin upp athyglisverð mynd af hugsunarhætti og framgöngu Kristjáns Eldjárn þáverandi forseta Íslands. Hógværð, einlægni og siðferðileg alvara einkenndi allt starf hans í embætti. Samanburður við nútímann með skrumi sínu, skarti og innantómu lofti er íhugunarverður. Ólafi Ragnari Grímssyni verður að vísu ekki einum kennt um hina nýju ásýnd forsetaembættisins. Þjóðin, sem á sínum tíma hafði í hávegum skáld, hugsuði og menntafrömuði, hefur líka breyst. Íslendingar, sem fyrir örfáum áratugum voru bókhneigðir sveitamenn, eru orðnir heimsborgarar. Fylgikvilli þeirra skjótu umskipta er hins vegar rótleysi sem birtist stundum í heldur leiðinlegri og sjálfhverfri yfirborðsmennsku. Þjóðin hefði þurft að hlusta betur á Halldór Laxness sem var sannur heimsborgari. Hann kvað: "Ég ætla að tala við kónginn í Kína / og kannski við páfann í Róm. / Og hvort sem það verður til falls eða frægðar / þá fer ég á íslenskum skóm." Sárt yrði að glata forsetaembættinu í hít hégómleikans en sárara er þó ef þjóðin hefur í þokkabót misst tilfinninguna fyrir muninum á því sem er ekta og hinu sem er hjóm eitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Daginn sem heimurinn minntist þess að liðinn er aldarfjórðungur frá ótímabæru andláti bítilsins Johns Lennon kom hin nýja yfirstétt á Íslandi með Ólaf Ragnar Grímsson forseta í broddi fylkingar saman á lokuðum sinfóníutónleikum í Háskólabíói til að halda upp á hve það getur verið notalegt að vera ríkur og frægur – og fá að njóta velgengninnar í friði fyrir alþýðunni. Forsetinn, nýkominn af krýningarhátíð Alberts fursta í stórveldinu Mónakó, bauð enskri barónessu á tónleikana og í veisluna sem í kjölfarið fylgdi og lét að auki fljúga hingað með óperusöngvarann Bryn Terfel sem Morgunblaðið, fullt aðdáunar, sagði að hefði sungið "guðdómlega" fyrir hina útvöldu. Því miður fékk almenningur ekki að hlusta nema heima í stofu og gat því ekki klappað söngvaranum lof í lófa á staðnum. En vonandi hefur yfirstéttin "látið hringla í skartgripunum" svo vitnað sé til fleygra ummæla Lennons af svipuðu tilefni. Ólafur Ragnar Grímsson forseti er fyrirmannlegur á velli, með ríka sjálfsvitund og metnað. Hann prýða margir kostir sem geta gert hann að góðum forseta. Hermt er að hann – og ekki síður forsetafrúin Dorrit Moussaieff skartgripahönnuður – veki athygli hvar sem þau fara utan landsteinanna. Þau eru áberandi í samkvæmislífi frægðarfólks eins og blaðalesendur hafa í Séð og heyrt. Ýmsum þótti þó sem forsetinn væri kominn á hálan ís þegar hann fyrir nokkru sendi Margréti Danadrottningu ljósmynd af föður sínum að gjöf. Slíkar gjafir tíðkast að jafnaði einungis meðal aðalsfólks. En á það var að vísu bent að drottningin átti enga slíka mynd svo að gjöfin var áreiðanlega með þökkum þegin. Það heyrast sums staðar efasemdaraddir um framgöngu forsetahjónanna en þær eru ekki háværar. Engu að síður er það eðlileg og réttmæt spurning hvort hjónin á Bessastöðum séu að stíga eða hafi nú þegar stigið skrefi of langt og hugsanlega skaðað forsetaembættið með áberandi þátttöku sinni og forystu um samkvæmislíf innanlands og utan sem í margra augum einkennist af hreinum hégóma, snobbi og tildri. Ein hlið þess máls er óhóflegur og ört vaxandi kostnaður forsetaembættisins við ferðalög og veislustand, en sú hlið er þó hreint aukaatriði miðað við það tjón sem fylgja mun minnkandi virðingu fyrir embættinu. Í nýútkominni bók Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um stjórnarmyndanir á áttunda áratugnum er dregin upp athyglisverð mynd af hugsunarhætti og framgöngu Kristjáns Eldjárn þáverandi forseta Íslands. Hógværð, einlægni og siðferðileg alvara einkenndi allt starf hans í embætti. Samanburður við nútímann með skrumi sínu, skarti og innantómu lofti er íhugunarverður. Ólafi Ragnari Grímssyni verður að vísu ekki einum kennt um hina nýju ásýnd forsetaembættisins. Þjóðin, sem á sínum tíma hafði í hávegum skáld, hugsuði og menntafrömuði, hefur líka breyst. Íslendingar, sem fyrir örfáum áratugum voru bókhneigðir sveitamenn, eru orðnir heimsborgarar. Fylgikvilli þeirra skjótu umskipta er hins vegar rótleysi sem birtist stundum í heldur leiðinlegri og sjálfhverfri yfirborðsmennsku. Þjóðin hefði þurft að hlusta betur á Halldór Laxness sem var sannur heimsborgari. Hann kvað: "Ég ætla að tala við kónginn í Kína / og kannski við páfann í Róm. / Og hvort sem það verður til falls eða frægðar / þá fer ég á íslenskum skóm." Sárt yrði að glata forsetaembættinu í hít hégómleikans en sárara er þó ef þjóðin hefur í þokkabót misst tilfinninguna fyrir muninum á því sem er ekta og hinu sem er hjóm eitt.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun