Boðar lægra vöruverð 30. desember 2004 00:01 Árið 2004 var að mörgu leyti gjöfult fyrir Baug Group. Á árinu höfum við leitast við að færa áherslu okkar frá Íslandi til Bretlands, sérstaklega vegna þeirra tækifæra sem við sjáum þar til að ávaxta fé okkar. Þrátt fyrir þó nokkra eignasölu hérlendis þá voru sumar af eignum okkar umdeildar, sérstaklega þær sem snerta fjölmiðla. Það væri hins vegar að æra óstöðugan að fara ítarlega í þá umræðu. Ég tel þó að betra sé að fjölmiðlar séu í eigu sterkra sýnilegra eigenda en veikra sem selja sálu sína fyrir næstu heilsíðu. Þá þótti mér merkilegt þegar ríkisfyrirtækið Síminn keypti Skjá 1og fór þar með í samkeppni við RÚV. Skemmtilegt til þess að hugsa að 60 dögum áður höfðu sömu menn og tóku þá ákvörðun farið hamförum um að markaðsráðandi fyrirtæki mætti ekki eiga meira en 10% í fjölmiðli. Eins og fyrr greinir lögðum við áherslu á Bretlandsmarkað. Mosaic keypti Karen Millen og Wisthles, og Baugur keypti ráðandi hlut í Goldsmiths og Mk-One. Við seldum einnig nokkrar af eignum okkar á árinu. Þar ber hæst Flugleiðir, Lyfja, Vörður, Skífan og BT. Í Bretlandi seldum við eignarhlut okkar í House of Fraser . Kaupin á Magasín voru eftirminnileg, ekki bara vegna þess að það voru góð kaup, heldur vegna þess hvað það fór í taugarnar á sumum Dönum að örverpið Ísland hefði keypt þjóðardjásnið af Dönum. Ekki nóg með það, þá höfðu Íslendingarinir áttað sig á hversu verðmætar eignir félagsins voru. Líklegast var ég sárastur á árinu, en samgladdist um leið, félaga Philip Green þegar hann greiddi sér 65 milljarða í arð út úr Arcadia, félaginu sem ég færði honum á silfurfati. Hlutur Baugs hefði verið 50% af þeirri upphæð ef ekki hefði komið til lögregluinnrásar sem spilllti því fyrir Baugi. Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði. Við höfum nú gert óafturkallanlegt tilboð í Big Food Group, sem er gott fyrir land og þjóð. Við ættum að geta lækkað verð á innflutum vörum um 1-3% á næstu 12 mánuðum ásamt því að innlendir hluthafar munu hagnast vel gangi áætlanir eftir. Svíþjóð á IKEA og H&M. Við íslendingar eigum í dag fræg vörumerki eins og Hamleys, Oasis, Karen Millen, Booker og Magasin du Nord. Mér fannst stórgaman að því þegar starfsstúlka í Magasín kom til mín og sagði "hvernig segi ég God Jul á íslensku", ég spurði hvers vegna hún spyrði að því: "Nú það koma Íslendingar í hrönnum og segjast eiga búðina..." Að undanförnu hefur orðið til á Íslandi ótrúlega kraftmikill hópur manna sem ætla sér stóra hluti á erlendum mörkuðum. Í dag er þetta um það bil 12 til 14 manna hópur: Bakkavör, Björgólfsfeðgar, KB banki með Hreiðar Má og Sigurð Einarsson, Ólafur Ólafsson í Samskipum, Þorsteinn Már í Samherja, Össur, Kári Stefánsson, Hannes Smárason og Flugleiðir, Baltasar Kormákur og Magnús Scheving. Ef okkur ber gæfa til að stækka þennan hóp er Ísland í góðum málum og þarf engan þorsk. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira
Árið 2004 var að mörgu leyti gjöfult fyrir Baug Group. Á árinu höfum við leitast við að færa áherslu okkar frá Íslandi til Bretlands, sérstaklega vegna þeirra tækifæra sem við sjáum þar til að ávaxta fé okkar. Þrátt fyrir þó nokkra eignasölu hérlendis þá voru sumar af eignum okkar umdeildar, sérstaklega þær sem snerta fjölmiðla. Það væri hins vegar að æra óstöðugan að fara ítarlega í þá umræðu. Ég tel þó að betra sé að fjölmiðlar séu í eigu sterkra sýnilegra eigenda en veikra sem selja sálu sína fyrir næstu heilsíðu. Þá þótti mér merkilegt þegar ríkisfyrirtækið Síminn keypti Skjá 1og fór þar með í samkeppni við RÚV. Skemmtilegt til þess að hugsa að 60 dögum áður höfðu sömu menn og tóku þá ákvörðun farið hamförum um að markaðsráðandi fyrirtæki mætti ekki eiga meira en 10% í fjölmiðli. Eins og fyrr greinir lögðum við áherslu á Bretlandsmarkað. Mosaic keypti Karen Millen og Wisthles, og Baugur keypti ráðandi hlut í Goldsmiths og Mk-One. Við seldum einnig nokkrar af eignum okkar á árinu. Þar ber hæst Flugleiðir, Lyfja, Vörður, Skífan og BT. Í Bretlandi seldum við eignarhlut okkar í House of Fraser . Kaupin á Magasín voru eftirminnileg, ekki bara vegna þess að það voru góð kaup, heldur vegna þess hvað það fór í taugarnar á sumum Dönum að örverpið Ísland hefði keypt þjóðardjásnið af Dönum. Ekki nóg með það, þá höfðu Íslendingarinir áttað sig á hversu verðmætar eignir félagsins voru. Líklegast var ég sárastur á árinu, en samgladdist um leið, félaga Philip Green þegar hann greiddi sér 65 milljarða í arð út úr Arcadia, félaginu sem ég færði honum á silfurfati. Hlutur Baugs hefði verið 50% af þeirri upphæð ef ekki hefði komið til lögregluinnrásar sem spilllti því fyrir Baugi. Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði. Við höfum nú gert óafturkallanlegt tilboð í Big Food Group, sem er gott fyrir land og þjóð. Við ættum að geta lækkað verð á innflutum vörum um 1-3% á næstu 12 mánuðum ásamt því að innlendir hluthafar munu hagnast vel gangi áætlanir eftir. Svíþjóð á IKEA og H&M. Við íslendingar eigum í dag fræg vörumerki eins og Hamleys, Oasis, Karen Millen, Booker og Magasin du Nord. Mér fannst stórgaman að því þegar starfsstúlka í Magasín kom til mín og sagði "hvernig segi ég God Jul á íslensku", ég spurði hvers vegna hún spyrði að því: "Nú það koma Íslendingar í hrönnum og segjast eiga búðina..." Að undanförnu hefur orðið til á Íslandi ótrúlega kraftmikill hópur manna sem ætla sér stóra hluti á erlendum mörkuðum. Í dag er þetta um það bil 12 til 14 manna hópur: Bakkavör, Björgólfsfeðgar, KB banki með Hreiðar Má og Sigurð Einarsson, Ólafur Ólafsson í Samskipum, Þorsteinn Már í Samherja, Össur, Kári Stefánsson, Hannes Smárason og Flugleiðir, Baltasar Kormákur og Magnús Scheving. Ef okkur ber gæfa til að stækka þennan hóp er Ísland í góðum málum og þarf engan þorsk.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira