Algjörlega óviðunandi 15. október 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ólíklegt verður að telja að í nokkru öðru landi en okkar mundi það líðast að allir grunnskólar þjóðarinnar lokuðust í fjórar vikur vegna verkfalls kennara. Sennilegt er að í öðrum löndum væru farnar að heyrast raddir um að ríkisstjórnin færi frá þegar svo væri komið. Breytir engu í því sambandi að rekstur grunnskólans hér á landi og þar með samningar við kennara er eins og víðast hvar annars staðar á verksviði sveitarfélaga. Skóla- og menntamál eru á endanum á ábyrgð ríkisstjórna og þjóðþinga. Sveitarfélögin hér á landi hafa ekkert miðstjórnarvald sem getur gripið inn í þegar jafn alvarleg kreppa og nú er skellur á. Þegar hefur skapast ófremdarástand í þjóðfélaginu vegna verkfallsins. Ástandið mun versna ef vinnudeilan leysist ekki á allra næstu dögum. Foreldrar skólabarna hafa sýnt einkennilegt tómlæti í verkfallinu. Aðeins örfáir hafa tekið þátt í viðleitni foreldrasamtaka og sjálfsprottinna hópa til að hafa uppi þrýsting á deiluaðila með mótmælaaðgerðum. Enginn vafi er þó á því að foreldrar eru óánægðir og skólabörn ringluð. Aukinn sýnilegur þrýstingur frá foreldrum gæti átt þátt í að koma deilunni úr þeirri sjálfheldu sem hún er í. Það yrði vissulega álitshnekkir fyrir sveitarfélögin ef ríkið neyddist til að grípa inn í deiluna. En það er aukaatriði. Ef ekki verða þáttaskil í byrjun næstu viku stendur ríkisstjórnin frammi fyrir tveimur kostum, að binda enda á verkfallið með lagasetningu eða útvega sveitarfélögunum aukið fé til að þau geti samið við kennara. Báðar leiðirnar eru slæmar. Það er ranglátt að lögbjóða ákveðna samninga. Kjarasamningar eiga að vera frjálsir og á ábyrgð samningsaðila. En ríkisstjórn núverandi stjórnarflokka hefur áður gripið inn í vinnudeilur þegar hún hefur talið þjóðarhag bjóða svo róttæka ráðstöfun. Í því sambandi má minna á hvernig sjómenn hafa ítrekað verið sviptir verkfallsrétti í nafni almannahags. Og undan því verður ekki litið að með því að kosta launahækkun kennara úr ríkissjóði er verið að skapa fordæmi sem getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á vinnumarkaði og stefnt stöðugleika efnahagslífsins í hættu. Fái kennarar launahækkanir sem eru meiri en þær sem samið hefur verið um á almennum markaði munu önnur stéttarfélög krefjast hins sama. Það segir reynslan okkur og því nauðsynlegt að horfast í augu við þá staðreynd. Hitt er síður umdeilt að kennarar búa við kjör sem eru ekki nægilega góð miðað við menntun þeirra og krefjandi ábyrgðarstörf. Kjarni málsins er sá að staðan í kennaradeilunni er orðin algjörlega óviðunandi. Lausn verður að finnast. Þjóðfélag með sjálfsvirðingu getur ekki horft upp á það ástand að fjörutíu og fimm þúsund börn séu í hálfgerðu reiðileysi dag eftir dag. Nú þurfa stjórnmálaforingjarnir að sýna hvað í þeim býr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ólíklegt verður að telja að í nokkru öðru landi en okkar mundi það líðast að allir grunnskólar þjóðarinnar lokuðust í fjórar vikur vegna verkfalls kennara. Sennilegt er að í öðrum löndum væru farnar að heyrast raddir um að ríkisstjórnin færi frá þegar svo væri komið. Breytir engu í því sambandi að rekstur grunnskólans hér á landi og þar með samningar við kennara er eins og víðast hvar annars staðar á verksviði sveitarfélaga. Skóla- og menntamál eru á endanum á ábyrgð ríkisstjórna og þjóðþinga. Sveitarfélögin hér á landi hafa ekkert miðstjórnarvald sem getur gripið inn í þegar jafn alvarleg kreppa og nú er skellur á. Þegar hefur skapast ófremdarástand í þjóðfélaginu vegna verkfallsins. Ástandið mun versna ef vinnudeilan leysist ekki á allra næstu dögum. Foreldrar skólabarna hafa sýnt einkennilegt tómlæti í verkfallinu. Aðeins örfáir hafa tekið þátt í viðleitni foreldrasamtaka og sjálfsprottinna hópa til að hafa uppi þrýsting á deiluaðila með mótmælaaðgerðum. Enginn vafi er þó á því að foreldrar eru óánægðir og skólabörn ringluð. Aukinn sýnilegur þrýstingur frá foreldrum gæti átt þátt í að koma deilunni úr þeirri sjálfheldu sem hún er í. Það yrði vissulega álitshnekkir fyrir sveitarfélögin ef ríkið neyddist til að grípa inn í deiluna. En það er aukaatriði. Ef ekki verða þáttaskil í byrjun næstu viku stendur ríkisstjórnin frammi fyrir tveimur kostum, að binda enda á verkfallið með lagasetningu eða útvega sveitarfélögunum aukið fé til að þau geti samið við kennara. Báðar leiðirnar eru slæmar. Það er ranglátt að lögbjóða ákveðna samninga. Kjarasamningar eiga að vera frjálsir og á ábyrgð samningsaðila. En ríkisstjórn núverandi stjórnarflokka hefur áður gripið inn í vinnudeilur þegar hún hefur talið þjóðarhag bjóða svo róttæka ráðstöfun. Í því sambandi má minna á hvernig sjómenn hafa ítrekað verið sviptir verkfallsrétti í nafni almannahags. Og undan því verður ekki litið að með því að kosta launahækkun kennara úr ríkissjóði er verið að skapa fordæmi sem getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á vinnumarkaði og stefnt stöðugleika efnahagslífsins í hættu. Fái kennarar launahækkanir sem eru meiri en þær sem samið hefur verið um á almennum markaði munu önnur stéttarfélög krefjast hins sama. Það segir reynslan okkur og því nauðsynlegt að horfast í augu við þá staðreynd. Hitt er síður umdeilt að kennarar búa við kjör sem eru ekki nægilega góð miðað við menntun þeirra og krefjandi ábyrgðarstörf. Kjarni málsins er sá að staðan í kennaradeilunni er orðin algjörlega óviðunandi. Lausn verður að finnast. Þjóðfélag með sjálfsvirðingu getur ekki horft upp á það ástand að fjörutíu og fimm þúsund börn séu í hálfgerðu reiðileysi dag eftir dag. Nú þurfa stjórnmálaforingjarnir að sýna hvað í þeim býr.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun