Þórey Edda komst í úrslit 21. ágúst 2004 00:01 Þórey Edda Elísdóttir þurfti aðeins að stökkva 4,40 metra í Aþenu í gær til þess að komast í úrslit í stangarstökki kvenna. Það gerði hún með glæsibrag í fyrstu tilraun en það tók hana samt smá tíma að komast í gang í dramatískri keppni. Þórey felldi 4,15 metra illa í fyrstu tilraun og komst síðan yfir 4,30 metra í þriðju og síðustu tilraun. Óvæntustu tíðindin í stangarstökkinu í gær voru þau að Ólympíumeistarinn, Stacy Dragila, féll mjög óvænt úr leik en hún felldi 4,40 metra í þrígang. Það var sælubros á Þóreyju Eddu þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hana á Ólympíuleikvanginum aðeins nokkrum mínútum eftir að hún komst í úrslit. Kom ekkert annað til greina „Mér líður alveg ótrúlega vel og það er ekki hægt að lýsa þessu. Stemningin og allt í kringum þetta og svo spennufallið sem kemur þegar ég fæ það staðfest að ég sé komin í úrslitin. Þetta er það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum,“ sagði Þórey Edda, sem var mjög nálægt því að falla úr keppni í 4,30 metra en taugarnar héldu og hún vippaði sér yfir þá hæð í lokatilraun. Það kveikti greinilega í henni því hún fór skömmu síðar laglega yfir 4,40 metra í fyrstu tilraun. „Það kom ekki annað til greina en að fara yfir. Það tók smá tíma að komast í gang því brautin er mjög hröð og stokkurinn er dýpri en vanalega. Þar af leiðandi virka stangirnar öðruvísi eins og sást í keppninni í dag því það var mikið um klúður. Ég fann síðan réttu formúluna í þriðju tilraun í 4,30 og þá small þetta hjá mér,“ sagði Þórey Edda en það var mikið vesen á stangarstökkssvæðinu í gær og þessi vandræði leiddu til þess að Þórey fékk aðeins eitt upphitunarstökk. Til að toppa klúðrið enduðu of margar stelpur í úrslitunum, fjórtán en áttu bara að vera tólf, og var mistökum skipuleggjenda um að kenna. Þóreyju Eddu var nokk sama um það. „Það var eins og þeir hefðu ekki unnið við stangarstökk áður. Ég var bara fegin að þurfa ekki að stökkva aftur og það breytir litlu þó við verðum fjórtán. En vonandi verður skipulagið betra í úrslitunum. Þeir hljóta að hafa lært af þessu.“ Allt mjög opið Þórey Edda sagði við undirritaðan daginn fyrir keppni að upphaflegt takmark hennar væri að komast í úrslit og ef það tækist ætlaði hún að setja sér ný markmið. „Við sjáum það bara núna að þetta er mjög opið. Það verður mikil barátta um sæti og hver sem er gæti tekið þriðja sætið þar sem Stacy er dottin út en efstu tvö sætin eru frátekin. Ég held að það sé klárt. Ég yrði mjög ánægð að stökkva 4,50 metra og held að það myndi duga mér í topp átta. Allt fyrir ofan það yrði bónus,“ sagði Þórey Edda hamingjusöm og hver veit nema hún verji bronsið hennar Völu í úrslitunum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Þórey Edda Elísdóttir þurfti aðeins að stökkva 4,40 metra í Aþenu í gær til þess að komast í úrslit í stangarstökki kvenna. Það gerði hún með glæsibrag í fyrstu tilraun en það tók hana samt smá tíma að komast í gang í dramatískri keppni. Þórey felldi 4,15 metra illa í fyrstu tilraun og komst síðan yfir 4,30 metra í þriðju og síðustu tilraun. Óvæntustu tíðindin í stangarstökkinu í gær voru þau að Ólympíumeistarinn, Stacy Dragila, féll mjög óvænt úr leik en hún felldi 4,40 metra í þrígang. Það var sælubros á Þóreyju Eddu þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hana á Ólympíuleikvanginum aðeins nokkrum mínútum eftir að hún komst í úrslit. Kom ekkert annað til greina „Mér líður alveg ótrúlega vel og það er ekki hægt að lýsa þessu. Stemningin og allt í kringum þetta og svo spennufallið sem kemur þegar ég fæ það staðfest að ég sé komin í úrslitin. Þetta er það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum,“ sagði Þórey Edda, sem var mjög nálægt því að falla úr keppni í 4,30 metra en taugarnar héldu og hún vippaði sér yfir þá hæð í lokatilraun. Það kveikti greinilega í henni því hún fór skömmu síðar laglega yfir 4,40 metra í fyrstu tilraun. „Það kom ekki annað til greina en að fara yfir. Það tók smá tíma að komast í gang því brautin er mjög hröð og stokkurinn er dýpri en vanalega. Þar af leiðandi virka stangirnar öðruvísi eins og sást í keppninni í dag því það var mikið um klúður. Ég fann síðan réttu formúluna í þriðju tilraun í 4,30 og þá small þetta hjá mér,“ sagði Þórey Edda en það var mikið vesen á stangarstökkssvæðinu í gær og þessi vandræði leiddu til þess að Þórey fékk aðeins eitt upphitunarstökk. Til að toppa klúðrið enduðu of margar stelpur í úrslitunum, fjórtán en áttu bara að vera tólf, og var mistökum skipuleggjenda um að kenna. Þóreyju Eddu var nokk sama um það. „Það var eins og þeir hefðu ekki unnið við stangarstökk áður. Ég var bara fegin að þurfa ekki að stökkva aftur og það breytir litlu þó við verðum fjórtán. En vonandi verður skipulagið betra í úrslitunum. Þeir hljóta að hafa lært af þessu.“ Allt mjög opið Þórey Edda sagði við undirritaðan daginn fyrir keppni að upphaflegt takmark hennar væri að komast í úrslit og ef það tækist ætlaði hún að setja sér ný markmið. „Við sjáum það bara núna að þetta er mjög opið. Það verður mikil barátta um sæti og hver sem er gæti tekið þriðja sætið þar sem Stacy er dottin út en efstu tvö sætin eru frátekin. Ég held að það sé klárt. Ég yrði mjög ánægð að stökkva 4,50 metra og held að það myndi duga mér í topp átta. Allt fyrir ofan það yrði bónus,“ sagði Þórey Edda hamingjusöm og hver veit nema hún verji bronsið hennar Völu í úrslitunum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira