Örn á öðrum forsendum 18. ágúst 2004 00:01 Fremsti sundmaður okkar Íslendinga síðustu ár, Örn Arnarson, fer með nokkrum öðrum forsendum á ÓL en hann ætlaði að gera í upphafi. Eftir að hafa náð fjórða sæti í Sydney var stefnan sett á verðlaun hér í Aþenu. Eftir að hafa æft eins og brjálæðingur í þrjú og hálft ár lenti Örn í leiðinlegum meiðslum sem gerðu það að verkum að draumur hans um verðlaun á ÓL fuku út um gluggann. Fyrir vikið keppir hann ekki í baksundi sem er hans sterkasta grein. Þess í stað mun hann taka þátt í 50 metra skriðsundi. Örn gaf sér tíma eftir æfingu um daginn til þess að spjalla við blaðamann um leikana og vonbrigðin við að geta ekki keppt af fullum krafti. "Þetta er allt talsvert betra en ég átti von á. Maður bjóst við öllu hálfkláruðu eins og mátti búast við miðað við umfjöllunina um mótið. En þeir hafa náð að spasla í holurnar í lokin," sagði Örn. Hann er ekki sammála félaga sínum, Jakobi Jóhanni, um að aðstæðurnar í Aþenu séu betri en í Syndney. "Húsnæðislega er Aþena betri enda eru rúmin skárri en þau voru þar. Hvað varðar sundlaugina þá fannst mér laugin í Sydney betri. Ég held að það hafi verið einhver besta laug sem hafi verið gerð. Þrátt fyrir það er allt til fyrirmyndar hérna." Eins og áður segir þá er Örn ekki kominn á sömu forsendum og hann hafi helst kosið sjálfur. Hvernig er það fyrir hann að vera loksins kominn en geta ekki keppt um verðlaunin sem hann hafði dreymt um svo lengi? "Þetta er náttúrulega helvíti súrt en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Það varð að finna leið til þess að gera gott úr þessu eins og staðan var orðin og þetta var besta leiðin til þess. Það hefði verið enn verra fyrir hausinn á mér ef ég hefði ekki mætt. Ef ég hefði verið heima að horfa á þetta í sjónvarpinu þá hefði það bara verið of mikið," sagði Örn sem þrátt fyrir jákvætt viðhorf leið greinilega ekki nógu vel. Hann bítur þrátt fyrir það á jaxlinn og reynir að láta gott af sér leiða og hjálpa til eins og hann getur. "Það er líka gott að vera hérna til staðar fyrir hina í hópnum. Ég vil hjálpa til. Þar að auki er ég búinn að vera hluti af þessum hóp lengi og búinn að taka þátt í öllum undirbúningi og síðan kemur síðasta hálfa árið bara í meiðsli sem er mjög svekkjandi. Maður er búinn að leggja mikið á sig frá síðustu leikum. Ég hef eiginlega æft í átta ár með þennan tímapunkt í huga. Eins og ég segi samt þýðir ekkert að væla heldur bara að koma aftur sterkur inn," sagði Örn jákvæður en hann er langt frá því að vera hættur. "Ég tek mér smá frí eftir leikana en svo byrjar lífið bara aftur. Ég fer til Danmerkur í september og verð að æfa þar. Ég er fjarri því að vera hættur. Ég verð nú bara 23 ára síðar í mánuðinum og ég hætti ekki meðan ég hef enn gaman af þessu," sagði Örn Arnarson sem mun væntanlega aðeins keppa í svona 23 sekúndur á leikunum í Aþenu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sjá meira
Fremsti sundmaður okkar Íslendinga síðustu ár, Örn Arnarson, fer með nokkrum öðrum forsendum á ÓL en hann ætlaði að gera í upphafi. Eftir að hafa náð fjórða sæti í Sydney var stefnan sett á verðlaun hér í Aþenu. Eftir að hafa æft eins og brjálæðingur í þrjú og hálft ár lenti Örn í leiðinlegum meiðslum sem gerðu það að verkum að draumur hans um verðlaun á ÓL fuku út um gluggann. Fyrir vikið keppir hann ekki í baksundi sem er hans sterkasta grein. Þess í stað mun hann taka þátt í 50 metra skriðsundi. Örn gaf sér tíma eftir æfingu um daginn til þess að spjalla við blaðamann um leikana og vonbrigðin við að geta ekki keppt af fullum krafti. "Þetta er allt talsvert betra en ég átti von á. Maður bjóst við öllu hálfkláruðu eins og mátti búast við miðað við umfjöllunina um mótið. En þeir hafa náð að spasla í holurnar í lokin," sagði Örn. Hann er ekki sammála félaga sínum, Jakobi Jóhanni, um að aðstæðurnar í Aþenu séu betri en í Syndney. "Húsnæðislega er Aþena betri enda eru rúmin skárri en þau voru þar. Hvað varðar sundlaugina þá fannst mér laugin í Sydney betri. Ég held að það hafi verið einhver besta laug sem hafi verið gerð. Þrátt fyrir það er allt til fyrirmyndar hérna." Eins og áður segir þá er Örn ekki kominn á sömu forsendum og hann hafi helst kosið sjálfur. Hvernig er það fyrir hann að vera loksins kominn en geta ekki keppt um verðlaunin sem hann hafði dreymt um svo lengi? "Þetta er náttúrulega helvíti súrt en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Það varð að finna leið til þess að gera gott úr þessu eins og staðan var orðin og þetta var besta leiðin til þess. Það hefði verið enn verra fyrir hausinn á mér ef ég hefði ekki mætt. Ef ég hefði verið heima að horfa á þetta í sjónvarpinu þá hefði það bara verið of mikið," sagði Örn sem þrátt fyrir jákvætt viðhorf leið greinilega ekki nógu vel. Hann bítur þrátt fyrir það á jaxlinn og reynir að láta gott af sér leiða og hjálpa til eins og hann getur. "Það er líka gott að vera hérna til staðar fyrir hina í hópnum. Ég vil hjálpa til. Þar að auki er ég búinn að vera hluti af þessum hóp lengi og búinn að taka þátt í öllum undirbúningi og síðan kemur síðasta hálfa árið bara í meiðsli sem er mjög svekkjandi. Maður er búinn að leggja mikið á sig frá síðustu leikum. Ég hef eiginlega æft í átta ár með þennan tímapunkt í huga. Eins og ég segi samt þýðir ekkert að væla heldur bara að koma aftur sterkur inn," sagði Örn jákvæður en hann er langt frá því að vera hættur. "Ég tek mér smá frí eftir leikana en svo byrjar lífið bara aftur. Ég fer til Danmerkur í september og verð að æfa þar. Ég er fjarri því að vera hættur. Ég verð nú bara 23 ára síðar í mánuðinum og ég hætti ekki meðan ég hef enn gaman af þessu," sagði Örn Arnarson sem mun væntanlega aðeins keppa í svona 23 sekúndur á leikunum í Aþenu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sjá meira