Ævintýrahús í garðinum 19. júlí 2004 00:01 Litlar stúlkur dreymir gjarnan um dúkkuhús í garðinum en fæstar sjá drauminn rætast á sama hátt og Rakel Stefánsdóttir, 6 ára Hafnarfjarðarmær, sem á sitt eigið litla einbýlishús með öllu í garðinum við Herjólfsgötu 10 í Hafnarfirði. Húsið smíðaði pabbi hennar, Stefán Hákonarson, og mamma hennar, Elín Árnadóttir, saumaði gardínur og málaði á skilti við húsið. Þar að auki hefur Rakel sinn eigin póstkassa, falleg blóm í blómakassa fyrir utan gluggann og litla verönd. Inni eru hillur, borð og stólar og aðstaða til að bjóða gestum og gangandi upp á "kaffi og kökur" sem blaðamaður þiggur með þökkum. Rakel notar húsið sitt mikið og segist oft leika sér þar með vinum sínum og frændsystkinum. Stefán, sem er smiður að mennt, gekk lengi með hugmyndina að húsinu í maganum. "Hér á lóðinni býður öll aðstaða upp á þetta. Ég vildi hafa húsið vandað heilsárshús," segir Stefán og hlær, "ekki hús sem fýkur í fyrsta roki." Stefán og Elín teiknuðu húsið í sameiningu og hófust svo handa. "Draumurinn var að hafa það ævintýralegt og fallegt, það urðu til dæmis að vera hjörtu í gluggahlerunum," segir Elín hlæjandi. "Við vorum smá tíma að ákveða þakskeggið og upphaflega áttu að vera girðingarstaurar í girðingunni en svo fannst okkur fallegra að hafa "claustra" eða fléttugirðingu. "Við erum öll jafn ánægð með útkomuna," segir Stefán og Rakel litla kinkar kolli til samþykkis. Þau hjón eiga samanlagt tíu börn og sjö barnabörn, en Rakel er sú fyrsta sem eignast svona flott dúkkuhús. "Barnabörnin kunna vel að meta þetta," segir Stefán sem hyggur á smíði fleiri húsa fyrir fjölskyldumeðlimina og svo tekur hann að sér að smíða svona hús fyrir þá sem óska. Stefán smíðar líka palla og hvað eina sem fólk vanhagar um í garðinn sinn. Hús og heimili Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Litlar stúlkur dreymir gjarnan um dúkkuhús í garðinum en fæstar sjá drauminn rætast á sama hátt og Rakel Stefánsdóttir, 6 ára Hafnarfjarðarmær, sem á sitt eigið litla einbýlishús með öllu í garðinum við Herjólfsgötu 10 í Hafnarfirði. Húsið smíðaði pabbi hennar, Stefán Hákonarson, og mamma hennar, Elín Árnadóttir, saumaði gardínur og málaði á skilti við húsið. Þar að auki hefur Rakel sinn eigin póstkassa, falleg blóm í blómakassa fyrir utan gluggann og litla verönd. Inni eru hillur, borð og stólar og aðstaða til að bjóða gestum og gangandi upp á "kaffi og kökur" sem blaðamaður þiggur með þökkum. Rakel notar húsið sitt mikið og segist oft leika sér þar með vinum sínum og frændsystkinum. Stefán, sem er smiður að mennt, gekk lengi með hugmyndina að húsinu í maganum. "Hér á lóðinni býður öll aðstaða upp á þetta. Ég vildi hafa húsið vandað heilsárshús," segir Stefán og hlær, "ekki hús sem fýkur í fyrsta roki." Stefán og Elín teiknuðu húsið í sameiningu og hófust svo handa. "Draumurinn var að hafa það ævintýralegt og fallegt, það urðu til dæmis að vera hjörtu í gluggahlerunum," segir Elín hlæjandi. "Við vorum smá tíma að ákveða þakskeggið og upphaflega áttu að vera girðingarstaurar í girðingunni en svo fannst okkur fallegra að hafa "claustra" eða fléttugirðingu. "Við erum öll jafn ánægð með útkomuna," segir Stefán og Rakel litla kinkar kolli til samþykkis. Þau hjón eiga samanlagt tíu börn og sjö barnabörn, en Rakel er sú fyrsta sem eignast svona flott dúkkuhús. "Barnabörnin kunna vel að meta þetta," segir Stefán sem hyggur á smíði fleiri húsa fyrir fjölskyldumeðlimina og svo tekur hann að sér að smíða svona hús fyrir þá sem óska. Stefán smíðar líka palla og hvað eina sem fólk vanhagar um í garðinn sinn.
Hús og heimili Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira