Lífið, sannleikurinn og fréttirnar 5. júlí 2004 00:01 Þórarinn Þórarinsson hefur misst trúna á sannleikann og gefið sig skáldskapnum á vald. Það komst í heimsfréttirnar í síðustu viku að Shakespeare hafi verið kona og í kjölfar Hollywood-myndar um Trójustríðið hafa spekingar dustað rykið af þrasi um hvort Hómer hafi verið einn maður eða margir, hvort hann hafi bara þulið kviður sínar eða skrifað þær niður sjálfur og þá hvernig hann fór að því þar sem sagan segir að hann hafi verið blindur. Það er fánýt iðja að kyngreina Shakespeare enda verða verk hans jafn öflug og góð hvort sem hann pissaði sitjandi eða standandi. Áhrif Hómers á vestræna menningu verða heldur engu minni þó það sannist að Trjóustríðið hafi aldrei verið háð, Akkiles hugsanlega aldrei verið til og ekki verið neitt líkur Brad Pitt. Sannleikurinn er afstæður í þessum málum eins og öðrum og sama hvað öllum vangaveltum líður eru Hamlet, Bjartur í Sumarhúsum, Akkiles og Egill Skallagrímsson til í alvörunni þó þau hafi kannski aldrei verið til í raunveruleikanum. Sagan hefur hlaðið á þau holdi og blóði og gert þau ódauðleg um leið en eins og allir sæmilega vel lesnir Íslendingar vita lifir maður ekki af á jörðinni ef maður lifir ekki í skáldskap. Vísindalegar mælistikur fanga ekki sannleikann í lífinu. Önnur lögmál gilda um fréttir en því miður hefur þessi hugsanavilla fest sig í sessi í pólitísku dægurþrasi um atburði líðandi stundar og þegar leki trúnaðarupplýsinga verður að frétt í fjölmiðlum snýst framhaldið ekki um það sem máli skiptir í fréttinni heldur hvaðan lekinn kom og hvernig koma beri í veg fyrir að fólk kjafti frá. Kjarni málsins týnist í tilganglausu blaðri sem skiptir engu máli. Það er að vísu sauðmeinlaust að festa sig í pælingum um hvort Shakespeare hafi verið karl eða kerling en það er beinlínis hættulegt að leyfa þessum þankagangi að grassera í umræðum um atburði líðandi stundar. Það má að vísu hugga sig við það að sagan mun malbika yfir þetta allt saman og þegar fram líða stundir mun það skipta jafn miklu máli hver kom stóra bolludagsmálinu af stað og hvort Billy Shake samdi Macbeth í fyrirtíðarspennu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun
Þórarinn Þórarinsson hefur misst trúna á sannleikann og gefið sig skáldskapnum á vald. Það komst í heimsfréttirnar í síðustu viku að Shakespeare hafi verið kona og í kjölfar Hollywood-myndar um Trójustríðið hafa spekingar dustað rykið af þrasi um hvort Hómer hafi verið einn maður eða margir, hvort hann hafi bara þulið kviður sínar eða skrifað þær niður sjálfur og þá hvernig hann fór að því þar sem sagan segir að hann hafi verið blindur. Það er fánýt iðja að kyngreina Shakespeare enda verða verk hans jafn öflug og góð hvort sem hann pissaði sitjandi eða standandi. Áhrif Hómers á vestræna menningu verða heldur engu minni þó það sannist að Trjóustríðið hafi aldrei verið háð, Akkiles hugsanlega aldrei verið til og ekki verið neitt líkur Brad Pitt. Sannleikurinn er afstæður í þessum málum eins og öðrum og sama hvað öllum vangaveltum líður eru Hamlet, Bjartur í Sumarhúsum, Akkiles og Egill Skallagrímsson til í alvörunni þó þau hafi kannski aldrei verið til í raunveruleikanum. Sagan hefur hlaðið á þau holdi og blóði og gert þau ódauðleg um leið en eins og allir sæmilega vel lesnir Íslendingar vita lifir maður ekki af á jörðinni ef maður lifir ekki í skáldskap. Vísindalegar mælistikur fanga ekki sannleikann í lífinu. Önnur lögmál gilda um fréttir en því miður hefur þessi hugsanavilla fest sig í sessi í pólitísku dægurþrasi um atburði líðandi stundar og þegar leki trúnaðarupplýsinga verður að frétt í fjölmiðlum snýst framhaldið ekki um það sem máli skiptir í fréttinni heldur hvaðan lekinn kom og hvernig koma beri í veg fyrir að fólk kjafti frá. Kjarni málsins týnist í tilganglausu blaðri sem skiptir engu máli. Það er að vísu sauðmeinlaust að festa sig í pælingum um hvort Shakespeare hafi verið karl eða kerling en það er beinlínis hættulegt að leyfa þessum þankagangi að grassera í umræðum um atburði líðandi stundar. Það má að vísu hugga sig við það að sagan mun malbika yfir þetta allt saman og þegar fram líða stundir mun það skipta jafn miklu máli hver kom stóra bolludagsmálinu af stað og hvort Billy Shake samdi Macbeth í fyrirtíðarspennu.