Valin besti málflutningsmaðurinn 15. júní 2004 00:01 "Þetta er alveg frábær tilfinning," segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir laganemi. Hrafnhildur bar sigur út bítum í Norrænu málflutningskeppninni ásamt félögum sínum úr Háskóla Íslands nú um helgina. Hún var einnig valin besti málflutningsmaður síns riðils sem verður að teljast góður árangur. Keppnin fór fram á sænsku, norsku og dönsku og talaði Hrafnhildur norsku í keppninni. Hún segist þó ekki vera altalandi á því tungumáli enda bjó hún þar aðeins um tveggja ár skeið í æsku."Ég á auðvelt með að lesa norsku en langar lögfræðilegar setningar geta vafist svolítið fyrir mér." Mikil vinna fór í undirbúning hjá íslenska liðinu en hann hófst strax í mars þegar liðið þurfti að skila ítarlegri greinagerð um málið. "Við heltum okkur síðan aftur í vinnu eftir próflesturinn og 21. maí byrjuðum við að vinna í ræðunum. Ég var fyrsti ræðumaður míns liðs og reyndi að setja málið skýrt fram," segir Hrafnhildur og bætir því við flutningurinn hafi gengið mjög vel. Þrátt fyrir að hafa verið valin besti málflutningsmaður riðilsins segist Hrafnhildur ekki hafa verið betri en aðrir í íslenska liðinu. Úrslitin komu íslenska liðinu mikið á óvart enda í fyrsta skipti sem Ísland kemst í úrslit. "Við vorum ánægð að hafa náð í úrslit og höfðum ákveðið að fagna vel sama hvernig þau færu. Síðan fóru þau svona ótrúlega skemmtilega þannig að við erum auðvitað í skýjunum." Hrafnhildur vinnur þessa dagana að lokaritgerð sinni við lagadeildina ásamt því að starfa sem flugfreyja. Hún segir framhaldið þó óráðið. "Mér þykir lögmennska spennandi en eins hef ég mikinn áhuga á refsirétti og að vinna fyrir ákæruvaldið." Þau Ari Karlsson, Hervör Pálsdóttir, Heiða Björg Pálmadóttir, Sesselja Sigurðardóttir og Þórunn Pálína Jónsdóttir skipuðu íslenska liðið ásamt Hrafnhildi. Tilveran Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
"Þetta er alveg frábær tilfinning," segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir laganemi. Hrafnhildur bar sigur út bítum í Norrænu málflutningskeppninni ásamt félögum sínum úr Háskóla Íslands nú um helgina. Hún var einnig valin besti málflutningsmaður síns riðils sem verður að teljast góður árangur. Keppnin fór fram á sænsku, norsku og dönsku og talaði Hrafnhildur norsku í keppninni. Hún segist þó ekki vera altalandi á því tungumáli enda bjó hún þar aðeins um tveggja ár skeið í æsku."Ég á auðvelt með að lesa norsku en langar lögfræðilegar setningar geta vafist svolítið fyrir mér." Mikil vinna fór í undirbúning hjá íslenska liðinu en hann hófst strax í mars þegar liðið þurfti að skila ítarlegri greinagerð um málið. "Við heltum okkur síðan aftur í vinnu eftir próflesturinn og 21. maí byrjuðum við að vinna í ræðunum. Ég var fyrsti ræðumaður míns liðs og reyndi að setja málið skýrt fram," segir Hrafnhildur og bætir því við flutningurinn hafi gengið mjög vel. Þrátt fyrir að hafa verið valin besti málflutningsmaður riðilsins segist Hrafnhildur ekki hafa verið betri en aðrir í íslenska liðinu. Úrslitin komu íslenska liðinu mikið á óvart enda í fyrsta skipti sem Ísland kemst í úrslit. "Við vorum ánægð að hafa náð í úrslit og höfðum ákveðið að fagna vel sama hvernig þau færu. Síðan fóru þau svona ótrúlega skemmtilega þannig að við erum auðvitað í skýjunum." Hrafnhildur vinnur þessa dagana að lokaritgerð sinni við lagadeildina ásamt því að starfa sem flugfreyja. Hún segir framhaldið þó óráðið. "Mér þykir lögmennska spennandi en eins hef ég mikinn áhuga á refsirétti og að vinna fyrir ákæruvaldið." Þau Ari Karlsson, Hervör Pálsdóttir, Heiða Björg Pálmadóttir, Sesselja Sigurðardóttir og Þórunn Pálína Jónsdóttir skipuðu íslenska liðið ásamt Hrafnhildi.
Tilveran Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira