Viðskipti erlent

Tapaði 1.600 milljörðum á að reyna að veikja gengi frankans

Seðlabanki Sviss (SNB) greindi frá því í morgun að hann hefði tapað sem samsvarar 10,4 milljörðum evra eða rúmlega 1.600 milljörðum kr. á fyrrihluta þessa árs. Tapið stafar af árangurslausum tilraunum bankans til þess að koma í veg fyrir frekari styrkingu svissneska frankans með því að kaupa aðra gjaldmiðla í miklum mæli.

Viðskipti erlent

Ryanair hækkar fargjöld vegna eldgossins

Breska flugfélagið Ryanair ætlar að hækka flugfargjöld í sumar. Ástæðan er rakin til þess að félagið hafi orðið fyrir svo miklu tapi þegar að truflun varð á flugsamgöngum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Breska blaðið Daily Star segir að fargjöld muni hækka um 10-15% á næstu þremur mánuðum svo félagið geti haldið tekjuáætlunum sínum.

Viðskipti erlent

Rifist um eignarhaldið á Facebook

Lítt þekktur amerískur maður fullyrðir að hann eigi 84% í Facebook samskiptavefnum. Dómstóll í New York þar því að úrskurða um hvort Mark Zuckerberg, sem hingað til hefur verið sagður vera stofnandi og eigandi síðunnar, sé raunverulegur eigandi eða ekki.

Viðskipti erlent

Aðeins dregur úr atvinnuleysi innan OECD

Aðeins dró úr atvinnuleysi innan OECD landanna milli mánaðanna apríl og maí. Atvinnuleysið innan OECD mældist 8,6% að meðaltali í maí á móti 8,7% mánuðinn áður. Atvinnuleysi á Íslandi er nokkuð undir meðaltalinu en það mældist 8,3% í maí.

Viðskipti erlent