„Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Fundarstjóri pallborðs með forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Ástralíu og Íslands ruglaðist aðeins á landafræðinni þegar hún kynnti inn Kristrúnu Frostadóttur fyrr í dag. Lífið 26.9.2025 11:00
Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér „Þegar ég veiktist hefði ég getað gefist upp, en í staðinn lærði ég að halda áfram, treysta á eigin styrk og finna gleði í hverjum degi. Að geta staðið sterk á eigin fótum eftir slíka reynslu tel ég mikla gæfu,“ segir Sólveig Bech, nemi, þjónn og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. Lífið 26.9.2025 09:59
Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hlaut í gær gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins í London. Víkingi var afhent medalían á athöfn í London í gær á opnunartónleikum Fílharmóníunnar en Víkingur er sérstakur gestalistamaður hljómsveitarinnar á 80 ára afmælisári hennar. Lífið 26.9.2025 08:40
Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Íslendingar virðast elska góð æði. Allavega er hægt að nefna fjölmörg æði sem hafa gripið landann í gegnum tíðina. Lífið 25.9.2025 15:01
Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, og eiginkona hans, Jovana Schally, hafa sett íbúð sína á Grandavegi 1 á sölu. Þau elski íbúðina en eigi of mörg börn til að búa í henni áfram. Ásett verð er 97,9 milljónir. Lífið 25.9.2025 14:49
Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Berta Sigríðardóttir lýsir raunum sínum af því að vera 27 ára einhleyp kona í Reykjavík í pistli í Morgunblaðinu í dag. Hún segir tilhugalífið minna á lélegt bókunarkerfi og að miðbærinn breytist í útsölumarkað fyrir lokun. Lífið 25.9.2025 13:31
Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Bækurnar Palli var einn í heiminum, Bróðir minn Ljónshjarta og Blómin á þakinu eru í miklu uppáhaldi hjá ráðherrum landsins. Þeir völdu sínar uppáhaldsbækur í tilefni Svakalegu lestrarkeppninnar sem stendur yfir í grunnskólum landsins. Lífið 25.9.2025 10:48
Ástfangin á ný Þorsteinn Einarsson, söngvari og gítarleikari í Hjálmum, og tónlistarkonan Sigríður Eyþórsdóttir eru byrjuð aftur saman. Þau kynntust fyrst árið 2004, eignuðust tvö börn saman og giftu sig en leiðir skildu fyrir mörgum árum síðan. Lífið 25.9.2025 10:40
Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Outer Banks-stjarnan Madelyn Cline sást úti á lífinu með Constantine-Alexios, grískum prins og telja erlendir miðlar að þau séu að slá sér upp saman. Lífið 25.9.2025 10:27
„Er ekki hér til að keppast um fegurð“ „Ég er stolt af því að hafa stigið út fyrir minn eigin þægindaramma og tekið þátt í keppni eins og þessari, því það er stórt skref í átt að því að treysta á sjálfa mig,“ segir Birna Dís Baldursdóttir, nemi og keppendi í Ungfrú Ísland Teen. Lífið 25.9.2025 10:02
Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Stjörnuparið heimskunna söngkonan Rihanna og rapparinn A$AP Rocky eru búin að eignast sitt þriðja barn. Um er að ræða stelpu sem er þegar komin með nafn. Lífið 24.9.2025 21:31
Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Í viðtali fyrr á árinu kastaði eitt par fram spurningu sem mér fannst ansi góð:„Er ekki eðlilegt að pör stundi kynlíf á afmælisdögum? Er það ekki hefð hjá öllum?“ Lífið 24.9.2025 21:24
Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Knattspyrnukappinn Albert Guðmundsson hefur fjárfest í fasteignum í gegnum félag sitt Albert ehf. fyrir 1,152 milljarð íslenskra króna undanfarna mánuði, bæði á Íslandi og erlendis. Það má líkja fasteignaviðskiptum Alberts við vel útfært Monopolí þar sem hann hefur keypt íbúðir í mörgum af nýjustu fjölbýlishúsum miðborgarinnar. Lífið 24.9.2025 20:00
Minntist bróður síns fyrir fullum sal Gylfa Ægissonar var minnst á tónleikum á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag. Hátíðarsalur heimilisins var troðfullur þegar bróðir Gylfa söng bestu perlur hans ásamt hljómsveit. Lífið 24.9.2025 19:46
Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Fjölmiðlamaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er kallaður, og Jóhanna Katrín Guðnadóttir hárgreiðslukona eru farin í sundur eftir tuttugu og fjögurra ár samband. Mbl.is greindi fyrst frá. Lífið 24.9.2025 13:51
Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Listræni stjórnandinn, framleiðandinn og danshöfundurinn Stella Rósenkranz og Davíð Örn Hákonarson, stjörnukokkur og meðeigandi veitingastaðarins Skreið, eru sjóðheitt nýtt par og ástfangin upp fyrir haus. Lífið 24.9.2025 13:30
Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Elín Hall mun hita upp fyrir Laufeyju á tvennum tónleikum hennar í Kórnum í Kópavogi 14. og 15. mars. Uppselt er á fyrri tónleikana en enn mögulegt að fá miða í dýrari plássum á síðari tónleikana. Lífið 24.9.2025 13:06
Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans „Ég dýrka þegar fólk er heiðarlegt við mig. Þá líður mér eins og þeim líði vel í kringum mig og treysti mér,“ segir Linda Amina Shamsudin, hárgreiðslunemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. Lífið 24.9.2025 12:00
Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Leikkonan Ásthildur Úa Sigurðardóttir hefur tekið við af Elínu Sif Halldórsdóttur sem átti að leika aðalhlutverkið í Óresteiu, jólasýningu Þjóðleikhússins í ár. Lífið 24.9.2025 11:24
Unnur Birna verður Elma Leikkonan og rísandi stjarnan Unnur Birna Bachman fer með hlutverk Elmu í samnefndri þáttaröð sem er væntanleg næsta vetur. Serían er byggð á glæpasögunni Marrið í stiganum eftir Evu Björg Ægisdóttur. Lífið 24.9.2025 10:56
„Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Leigubílstjórinn Friðrik Einarsson, betur þekktur sem Taxý hönter, segir það oft á tíðum hafa verið ömurlegt hlutskipti að birta opinberlega myndbönd af því sem er að gerast á leigubílamarkaðnum á Íslandi. Lífið 24.9.2025 10:05
Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Það er fátt jafn notalegt og bragðgóðar haustsúpur þegar dimmir og kuldinn færist yfir. Hér er á ferðinni uppskrift að ljúffengri graskers- og púrrlaukssúpu úr smiðju Jönu Steingríms, heilsukokks og jógagyðju, sem kann listina að búa til næringaríkan og bragðgóðan mat. Lífið 24.9.2025 09:03
Claudia Cardinale er látin Ítalska stórleikkonan Claudia Cardinale, sem birtist meðal annars í kvikmyndunum um Bleika pardusinn og Once Upon A Time In The West, er látin, 87 ára að aldri. Lífið 24.9.2025 07:59
O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama O (Hringur), með Ingvar E. Sigurðsson í aðalhlutverki, var að hljóta aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama. Í úrskurði dómnefndar segir að myndin hafi heillað strax frá upphafi og að myndin afhjúpi flókinn veruleika fíknar. Rúnar Rúnarssonar er leikstjóri myndarinnar og framleiðandi er Heather Millard. Lífið 23.9.2025 22:38