Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Ráðherra samgöngumála í Bandaríkjunum, Sean Duffy, varar við því að frá og með morgundeginum gæti komið til þess að draga þurfi úr fjölda þeirra flugferða sem farnar eru frá fjörutíu stórum flugvöllum í Bandaríkjunum svo nemur tíu prósentum. Erlent 6.11.2025 07:36 Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Þjóðaröryggisráð Belgíu kemur saman til neyðarfundar í dag vegna drónaflugs við flugvelli í landinu sem röskuðu ferðaáætlunum farþega og hefur valdið áhyggjum af öryggismálum. Rússar eru sagðir „mjög líklega“ bera ábyrgð á sífjölgandi atvikum þar sem óvelkomnir drónar hafa verið á sveimi í evrópskri lofthelgi síðan um miðjan september. Erlent 6.11.2025 07:34 Tala látinna hækkar á Filippseyjum Tala látinna á Filippseyjum eftir að fellibylurinn Kalmaegi gekk yfir er nú komin í 114 og forseti landsins, Ferdinand Marcos yngri hefur lýst yfir neyðarástandi. Erlent 6.11.2025 07:29 Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Páfagarður hefur gefið frá sér yfirlýsingu, samþykkta af Leó páfa, þar sem segir að Jesús einn hafi frelsað mannkynið og bjargað því frá helvíti. María hafi ekki átt þar þátt. Erlent 6.11.2025 07:12 Tortryggnir í garð tolla Trumps Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna virðast hafa töluverðar efasemdir um það að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi farið að lögum við beitingu tolla sinna á undanförnum mánuðum. Það er ef marka má spurningar þeirra í dag þegar málsmeðferð um lögmæti tollanna fór fram en þá spurðu margir dómaranna lögmann ríkisstjórnar Trumps gagnrýnna spurninga. Erlent 5.11.2025 22:30 Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Rússneskar konur plata menn sem skrá sig í herinn ítrekað til að kvænast þeim, svo þær geti fengið fúlgur fjár frá ríkinu ef og þegar þeir falla í átökum. Dómsmál hafa verið höfðuð vegna fjölda kvenna sem sakaðar eru um að gabba hermenn í hjónabönd en miklir peningar eru í húfi. Erlent 5.11.2025 18:48 Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Zohran Mamdani var í gær kjörinn borgarstjóri New York í Bandaríkjunum. Þegar hann tekur við embætti í byrjun næsta árs verður hann yngsti borgarstjóri New York frá 1892 en hann verður einnig fyrsti borgarstjórinn sem fæddist í Afríku og fyrsti músliminn til að sinna embættinu. Erlent 5.11.2025 17:07 Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Þýsk yfirvöld bönnuðu starfsemi samtaka íslamista á þeim forsendum að hún stríddi gegn mannréttindum og lýðræðislegum gildum í dag. Þá var húsleit gerð hjá tveimur öðrum hópum múslima. Erlent 5.11.2025 13:27 Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Bráðabirgðasamkomulag sem umhverfisráðherrar Evrópusambandsríkja náðu í morgun um loftslagsmarkmið sambandsins til ársins 2040 útvatnar verulega tillögu framkvæmdastjórnar þess. Þá samþykktu ráðherrarnir uppfært markmið fyrir 2035. Erlent 5.11.2025 09:22 Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, hefur vakið athygli fyrir nokkuð óhefðbundna leið sem hann hefur ákveðið að fara til að mæta andstæðingum sínum. Þannig hefur Løkke stofnað sérstakan Facebook hóp sem hugsaður er sem vettvangur fyrir hatur gegn sjálfum sér. „Öll okkar sem hata Løkke“ er nafn hópsins sem er stjórnað af opinberum Facebook aðgangi ráðherrans. Erlent 5.11.2025 07:33 Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Að minnsta kosti sjö eru látnir eftir að póstflutningavél frá UPS fór út af flugbraut sinni í Kentucky í Bandaríkjunum í gær og brann til kaldra kola. Erlent 5.11.2025 06:45 Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Að minnsta kosti sextíu og sex eru látnir og hundruð þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín á Filippseyjum eftir að einn öflugasti fellibylur ársins gekk yfir miðhluta eyjanna. Erlent 5.11.2025 06:43 „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Demókratinn Zohran Mamdani var í nótt kjörinn nýr borgarstjóri New York-borgar og verður hann fyrsti músliminn til að taka við borgarstjórastólnum í þessari stærstu borg Bandaríkjanna. Hann hefur lýst sjálfum sér sem lýðræðislegum sósíalista sem og „verstu martröð Trumps“ Bandaríkjaforseta. Erlent 5.11.2025 06:23 Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fraktflugvél frá UPS brotlenti við flugtak í Louisville í Kentucky í kvöld. Myndbönd af vettvangi sýna að eldur kviknaði í flugvélinni við flugtak og að umfangsmikill eldur logar á jörðu niðri. Eldurinn virðist ná til þó nokkurra húsa. Erlent 4.11.2025 23:16 Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Portúgalskir sjóliðar og lögreglumenn stöðvuðu á dögunum eins konar kafbát sem notaður er til fíkniefnasmygls yfir Atlantshafið. Um borð fundust fjórir menn og 1,7 tonn af kókaíni en þetta er í annað sinn á árinu sem Portúgalar stöðva bát sem þennan. Erlent 4.11.2025 21:14 Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Vísindamönnum í Mexíkó hefur nokkrum sinnum tekist að taka upp hjörð háhyrninga ráðast á og drepa hvíthákarla. Háhyrningarnir éta svo orkuríka lifur hákarlanna og lítið sem ekkert annað. Erlent 4.11.2025 18:48 Fer fram og til baka með SNAP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að fjármagna velferðarkerfi sem kallast SNAP, fyrr en Demókratar greiði atkvæði með fjárlagafrumvarpi Repúblikana. Það ætlar hann að gera þrátt fyrir að tveir dómarar hafi skipað honum að fjármagna SNAP, með opinberum neyðarsjóðum. Erlent 4.11.2025 17:53 Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er látinn, 84 ára að aldri. Erlent 4.11.2025 11:28 Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Verkamaður sem varð innlyksa í rústum turns sem hrundi í Róm, höfuðborg Ítalíu, í gær er látinn. Hinn látni, Octay Stroici, var leystur undan rústunum um klukkan ellefu að staðartíma í gærkvöldi, næstum hálfum sólarhring eftir að hluti turnsins hrundi. Erlent 4.11.2025 07:45 Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa lagt fram frumvarp sem bannar klám sem sýnir kyrkingar og aðrar köfnunaraðferðir. Þá verður stjórnendum klámsíða gert að tryggja að klám af þessu tagi komi ekki fyrir augu breskra notenda síðanna. Erlent 4.11.2025 07:16 Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Íbúar New York ganga að kjörborðinu í dag til að velja sér nýjan borgarstjóra. Skoðanakannanir benda til þess að Demókratinn Zohran Mamdani muni bera sigur úr býtum, þrátt fyrir ítrekaðar hótanir Bandaríkjaforseta gegn honum. Erlent 4.11.2025 06:52 Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Fátt bendir til þess að rekstur ríkisstofnanna vestanhafs hefjist að nýju, áður en stöðvunin verður sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. Litlar viðræður eiga sér stað milli flokka á sama tíma og útlit er fyrir að milljónir Bandaríkjamanna missi aðgang að mataraðstoð og að sjúkratryggingar þeirra hækki. Erlent 3.11.2025 23:01 Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Saksóknarar við Alþjóðasakamáladómstólinn (ICC) segja ódæði vígamanna hóps sem kallast Rapid Support Forces eða (RSF) í borginni El Fasher í Súdan mögulega vera stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyni. Unnið sé að því að varðveita sönnunargögn, eins og myndbönd sem vígamennirnir birtu sjálfir, og ræða við vitni. Erlent 3.11.2025 21:14 Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Yifat Tomer-Yerushalmi, sem var þar til nýlega æðsti lögmaður ísraelska hersins, var í gær handtekin, ásamt fyrrverandi undirmanni sínum og saksóknara, Matan Solomosh. Þau voru handtekin vegna rannsóknar á leka myndbands sem rataði til fjölmiðla í fyrra og sýndi ísraelska hermenn misþyrma og brjóta kynferðislega á palestínskum fanga. Erlent 3.11.2025 18:14 Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Tékkneski milljarðamæringurinn Andrej Babis og ANO-flokkur hans hafa myndað nýja ríkisstjórn með tveimur fjarhægriflokkum sem hafa barist gegn frekari Evrópusamvinnu. Erlent 3.11.2025 14:30 Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Turn frá miðöldum, Torre dei Conti, hrundi að hluta í morgun í Róm við endurbætur á turninum. Turninn er staðsettur nærri Collosseum. Í frétt AP kemur fram að einn verkamaður hafi slasast lífshættulega þegar turninn hrundi og annar hafi verið fastur. Erlent 3.11.2025 13:41 Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Síðastliðinn áratug hefur fjölgað í hópi þeirra ungu manna í Danmörku sem velja að neyta ekki áfengis. Þá hefur þeim einnig fækkað sem reykja sígarettur og kannabis en notkun rafretta og nikótínpúða hefur aukist á móti. Þrátt fyrir vísbendingar um að æ fleiri velji að drekka ekki áfengi eru dönsk ungmenni þó enn „Evrópumeistarar í drykkju.“ Erlent 3.11.2025 11:35 Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Samningamenn frá Evrópusambandinu eru sagðir slegnir eftir að bandarískir kollegar þeirra hótuðu að refsa þeim og fjölskyldum þeirra persónulega ef þeir greiddu ekki atkvæði gegn loftslagsaðgerðum í skipasiglingum. Þeir segjast aldrei hafa upplifað annað eins í alþjóðlegum samningaviðræðum. Erlent 3.11.2025 09:19 Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Susan Ferguson, sérstakur fulltrúi UN Women í Afganistan, segir líf kvenna hafa orðið miklu erfiðara og miklu flóknara eftir að Talíbanar tóku aftur völd fyrir rúmum fjórum árum. Á þeim tíma hafi afganskar konur og stúlkur misst öll grundvallarmannréttindi sín, þar með talið réttinn til náms og vinnu. Erlent 3.11.2025 08:00 Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Yfir 735 þúsund íbúar New York hafa kosið utan kjörfundar í borgarstjórakosningunum sem fara fram á morgun, þar af 151 þúsund manns sem greiddu atkvæði í gær. Erlent 3.11.2025 07:07 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Ráðherra samgöngumála í Bandaríkjunum, Sean Duffy, varar við því að frá og með morgundeginum gæti komið til þess að draga þurfi úr fjölda þeirra flugferða sem farnar eru frá fjörutíu stórum flugvöllum í Bandaríkjunum svo nemur tíu prósentum. Erlent 6.11.2025 07:36
Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Þjóðaröryggisráð Belgíu kemur saman til neyðarfundar í dag vegna drónaflugs við flugvelli í landinu sem röskuðu ferðaáætlunum farþega og hefur valdið áhyggjum af öryggismálum. Rússar eru sagðir „mjög líklega“ bera ábyrgð á sífjölgandi atvikum þar sem óvelkomnir drónar hafa verið á sveimi í evrópskri lofthelgi síðan um miðjan september. Erlent 6.11.2025 07:34
Tala látinna hækkar á Filippseyjum Tala látinna á Filippseyjum eftir að fellibylurinn Kalmaegi gekk yfir er nú komin í 114 og forseti landsins, Ferdinand Marcos yngri hefur lýst yfir neyðarástandi. Erlent 6.11.2025 07:29
Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Páfagarður hefur gefið frá sér yfirlýsingu, samþykkta af Leó páfa, þar sem segir að Jesús einn hafi frelsað mannkynið og bjargað því frá helvíti. María hafi ekki átt þar þátt. Erlent 6.11.2025 07:12
Tortryggnir í garð tolla Trumps Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna virðast hafa töluverðar efasemdir um það að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi farið að lögum við beitingu tolla sinna á undanförnum mánuðum. Það er ef marka má spurningar þeirra í dag þegar málsmeðferð um lögmæti tollanna fór fram en þá spurðu margir dómaranna lögmann ríkisstjórnar Trumps gagnrýnna spurninga. Erlent 5.11.2025 22:30
Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Rússneskar konur plata menn sem skrá sig í herinn ítrekað til að kvænast þeim, svo þær geti fengið fúlgur fjár frá ríkinu ef og þegar þeir falla í átökum. Dómsmál hafa verið höfðuð vegna fjölda kvenna sem sakaðar eru um að gabba hermenn í hjónabönd en miklir peningar eru í húfi. Erlent 5.11.2025 18:48
Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Zohran Mamdani var í gær kjörinn borgarstjóri New York í Bandaríkjunum. Þegar hann tekur við embætti í byrjun næsta árs verður hann yngsti borgarstjóri New York frá 1892 en hann verður einnig fyrsti borgarstjórinn sem fæddist í Afríku og fyrsti músliminn til að sinna embættinu. Erlent 5.11.2025 17:07
Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Þýsk yfirvöld bönnuðu starfsemi samtaka íslamista á þeim forsendum að hún stríddi gegn mannréttindum og lýðræðislegum gildum í dag. Þá var húsleit gerð hjá tveimur öðrum hópum múslima. Erlent 5.11.2025 13:27
Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Bráðabirgðasamkomulag sem umhverfisráðherrar Evrópusambandsríkja náðu í morgun um loftslagsmarkmið sambandsins til ársins 2040 útvatnar verulega tillögu framkvæmdastjórnar þess. Þá samþykktu ráðherrarnir uppfært markmið fyrir 2035. Erlent 5.11.2025 09:22
Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, hefur vakið athygli fyrir nokkuð óhefðbundna leið sem hann hefur ákveðið að fara til að mæta andstæðingum sínum. Þannig hefur Løkke stofnað sérstakan Facebook hóp sem hugsaður er sem vettvangur fyrir hatur gegn sjálfum sér. „Öll okkar sem hata Løkke“ er nafn hópsins sem er stjórnað af opinberum Facebook aðgangi ráðherrans. Erlent 5.11.2025 07:33
Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Að minnsta kosti sjö eru látnir eftir að póstflutningavél frá UPS fór út af flugbraut sinni í Kentucky í Bandaríkjunum í gær og brann til kaldra kola. Erlent 5.11.2025 06:45
Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Að minnsta kosti sextíu og sex eru látnir og hundruð þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín á Filippseyjum eftir að einn öflugasti fellibylur ársins gekk yfir miðhluta eyjanna. Erlent 5.11.2025 06:43
„Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Demókratinn Zohran Mamdani var í nótt kjörinn nýr borgarstjóri New York-borgar og verður hann fyrsti músliminn til að taka við borgarstjórastólnum í þessari stærstu borg Bandaríkjanna. Hann hefur lýst sjálfum sér sem lýðræðislegum sósíalista sem og „verstu martröð Trumps“ Bandaríkjaforseta. Erlent 5.11.2025 06:23
Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fraktflugvél frá UPS brotlenti við flugtak í Louisville í Kentucky í kvöld. Myndbönd af vettvangi sýna að eldur kviknaði í flugvélinni við flugtak og að umfangsmikill eldur logar á jörðu niðri. Eldurinn virðist ná til þó nokkurra húsa. Erlent 4.11.2025 23:16
Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Portúgalskir sjóliðar og lögreglumenn stöðvuðu á dögunum eins konar kafbát sem notaður er til fíkniefnasmygls yfir Atlantshafið. Um borð fundust fjórir menn og 1,7 tonn af kókaíni en þetta er í annað sinn á árinu sem Portúgalar stöðva bát sem þennan. Erlent 4.11.2025 21:14
Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Vísindamönnum í Mexíkó hefur nokkrum sinnum tekist að taka upp hjörð háhyrninga ráðast á og drepa hvíthákarla. Háhyrningarnir éta svo orkuríka lifur hákarlanna og lítið sem ekkert annað. Erlent 4.11.2025 18:48
Fer fram og til baka með SNAP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að fjármagna velferðarkerfi sem kallast SNAP, fyrr en Demókratar greiði atkvæði með fjárlagafrumvarpi Repúblikana. Það ætlar hann að gera þrátt fyrir að tveir dómarar hafi skipað honum að fjármagna SNAP, með opinberum neyðarsjóðum. Erlent 4.11.2025 17:53
Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er látinn, 84 ára að aldri. Erlent 4.11.2025 11:28
Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Verkamaður sem varð innlyksa í rústum turns sem hrundi í Róm, höfuðborg Ítalíu, í gær er látinn. Hinn látni, Octay Stroici, var leystur undan rústunum um klukkan ellefu að staðartíma í gærkvöldi, næstum hálfum sólarhring eftir að hluti turnsins hrundi. Erlent 4.11.2025 07:45
Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa lagt fram frumvarp sem bannar klám sem sýnir kyrkingar og aðrar köfnunaraðferðir. Þá verður stjórnendum klámsíða gert að tryggja að klám af þessu tagi komi ekki fyrir augu breskra notenda síðanna. Erlent 4.11.2025 07:16
Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Íbúar New York ganga að kjörborðinu í dag til að velja sér nýjan borgarstjóra. Skoðanakannanir benda til þess að Demókratinn Zohran Mamdani muni bera sigur úr býtum, þrátt fyrir ítrekaðar hótanir Bandaríkjaforseta gegn honum. Erlent 4.11.2025 06:52
Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Fátt bendir til þess að rekstur ríkisstofnanna vestanhafs hefjist að nýju, áður en stöðvunin verður sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. Litlar viðræður eiga sér stað milli flokka á sama tíma og útlit er fyrir að milljónir Bandaríkjamanna missi aðgang að mataraðstoð og að sjúkratryggingar þeirra hækki. Erlent 3.11.2025 23:01
Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Saksóknarar við Alþjóðasakamáladómstólinn (ICC) segja ódæði vígamanna hóps sem kallast Rapid Support Forces eða (RSF) í borginni El Fasher í Súdan mögulega vera stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyni. Unnið sé að því að varðveita sönnunargögn, eins og myndbönd sem vígamennirnir birtu sjálfir, og ræða við vitni. Erlent 3.11.2025 21:14
Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Yifat Tomer-Yerushalmi, sem var þar til nýlega æðsti lögmaður ísraelska hersins, var í gær handtekin, ásamt fyrrverandi undirmanni sínum og saksóknara, Matan Solomosh. Þau voru handtekin vegna rannsóknar á leka myndbands sem rataði til fjölmiðla í fyrra og sýndi ísraelska hermenn misþyrma og brjóta kynferðislega á palestínskum fanga. Erlent 3.11.2025 18:14
Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Tékkneski milljarðamæringurinn Andrej Babis og ANO-flokkur hans hafa myndað nýja ríkisstjórn með tveimur fjarhægriflokkum sem hafa barist gegn frekari Evrópusamvinnu. Erlent 3.11.2025 14:30
Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Turn frá miðöldum, Torre dei Conti, hrundi að hluta í morgun í Róm við endurbætur á turninum. Turninn er staðsettur nærri Collosseum. Í frétt AP kemur fram að einn verkamaður hafi slasast lífshættulega þegar turninn hrundi og annar hafi verið fastur. Erlent 3.11.2025 13:41
Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Síðastliðinn áratug hefur fjölgað í hópi þeirra ungu manna í Danmörku sem velja að neyta ekki áfengis. Þá hefur þeim einnig fækkað sem reykja sígarettur og kannabis en notkun rafretta og nikótínpúða hefur aukist á móti. Þrátt fyrir vísbendingar um að æ fleiri velji að drekka ekki áfengi eru dönsk ungmenni þó enn „Evrópumeistarar í drykkju.“ Erlent 3.11.2025 11:35
Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Samningamenn frá Evrópusambandinu eru sagðir slegnir eftir að bandarískir kollegar þeirra hótuðu að refsa þeim og fjölskyldum þeirra persónulega ef þeir greiddu ekki atkvæði gegn loftslagsaðgerðum í skipasiglingum. Þeir segjast aldrei hafa upplifað annað eins í alþjóðlegum samningaviðræðum. Erlent 3.11.2025 09:19
Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Susan Ferguson, sérstakur fulltrúi UN Women í Afganistan, segir líf kvenna hafa orðið miklu erfiðara og miklu flóknara eftir að Talíbanar tóku aftur völd fyrir rúmum fjórum árum. Á þeim tíma hafi afganskar konur og stúlkur misst öll grundvallarmannréttindi sín, þar með talið réttinn til náms og vinnu. Erlent 3.11.2025 08:00
Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Yfir 735 þúsund íbúar New York hafa kosið utan kjörfundar í borgarstjórakosningunum sem fara fram á morgun, þar af 151 þúsund manns sem greiddu atkvæði í gær. Erlent 3.11.2025 07:07