Innlent Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Innlent 10.11.2025 20:27 Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Umboðsmaður barna telur rétt að endurskoða starfsemi meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp síðustu misseri. Mun meiri harka einkenni vímuefnaneyslu ungs fólks í dag en áður og mögulega þurfi að gera breytingar í takt við það. Starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar segjast stoltir af meðferðarstarfinu þar. Innlent 10.11.2025 20:15 Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málflutning dómsmálaráðherra í tengslum við brotthvarf ríkislögreglustjóra hafa verið mjög villandi og það sé áhyggjuefni að vísað hafi verið til almenningsálits í umræðu stjórnarliða um málið. Skýringar dómsmálaráðherra standist ekki og skoða þurfi málið frekar. Innlent 10.11.2025 19:15 Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík, samþykkti tillögu stjórnar um að fara í leiðtogaprófkjör en uppstillingarnefnd sér um hin sætin á framboðslista þeirra til sveitarstjórnarkosninga. Óvæntir gestir voru á fundi ráðsins, þar á meðal formaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 10.11.2025 19:01 Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Ísland mælist með 86 stig á mælikvarða sem kortleggur viðhorf til kvenna og karla í leiðtogastöðum og lækkar um eitt stig milli ára. Ísland er áfram efst á lista en viðhorf til kvenleiðtoga virðist hafa versnað í mörgum stærstu ríkjum heims á síðustu árum, sérstaklega meðal yngra fólks. Innlent 10.11.2025 18:35 Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Dómsmálaráðherra telur að ákvörðun ríkislögreglustjóra um að segja af sér sé bæði farsæl og rétt. Hún hafi skipað hana í stöðu sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu á fullum launum lögum samkvæmt. Settur ríkislögreglustjóri var ekki lengi að ákveða sig þegar kallið kom í gær. Innlent 10.11.2025 18:12 Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Frumvarp um breytingu á húsleigulögum voru samþykkt til laga á Alþingi í dag. Meðal breytinganna er afnám undanþágu leigusala frá upplýsingarétti almennings. Innlent 10.11.2025 18:00 Arndís Soffía tekur við af Grími Arndís Soffía Sigurðardóttir, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, hleypur í skarðið fyrir Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, á meðan hann gegnir embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. Innlent 10.11.2025 16:18 Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Strætisvagni var ekið á starfsmann leikskólans Ævintýraborgar við Nauthólsveg í Reykjavík og barn starfsmannsins í morgun. Bæði sluppu við alvarleg meiðsli. Innlent 10.11.2025 14:35 Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. Innlent 10.11.2025 14:11 Skyggnst inn í Hegningarhúsið Veitingaskáli rís í garði Hegningarhússins við Skólavörðustíg. Húsið hefur ekki verið í notkun í tæpan áratug en það styttist í að almenningur fái að ganga þar frjáls um. Innlent 10.11.2025 14:01 Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Í dag eru tvö ár liðin frá því að rýma þurfti heilt bæjarfélag með hraði vegna kraftmikilla jarðskjálfta en í hönd fór atburðarás sem hafði í för með sér 9 eldgos og gríðarlega óvissu fyrir samfélagið í Grindavík. Bæjarstjórinn segir þetta tilfinningaríkan dag í huga bæjarbúa. Innlent 10.11.2025 12:55 Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. Innlent 10.11.2025 12:09 Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Í hádegisfréttum fjöllum við um mál ríkislögreglustjóra sem í morgun sagði af sér embætti og verður sett í sérverkefni innan dómsmálaráðuneytisins. Innlent 10.11.2025 11:40 Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Flestum þykir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hafa staðið sig vel á kjörtímabilinu meðal formanna stjórnmálaflokkanna en fæstir telja Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknar hafa staðið sig vel. Meirihluti telur svo Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins hafa staðið sig illa á kjörtímabilinu. Innlent 10.11.2025 11:08 Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. Innlent 10.11.2025 11:00 Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Tomasz Bereza er ósáttur við það að Sjúkratryggingar Íslands taki ekki þátt í að greiða aðgerð sem hann ætlar að fara í vegna rofs á hljóðhilmu og heilahimnubólgu fyrir um þremur árum. Háls-, nef- og eyrnalæknir á Íslandi er ekki sannfærður um að aðgerðin geri gagn og vill ekki framkvæma aðgerðina. Tomasz ætlar því til Póllands og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur. Innlent 10.11.2025 09:13 Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Fyrri dagur Heimsþings kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum, fer fram í Hörpu í dag. Heimsþingið er vettvangur þar sem yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá öllum heimshornum ræða stöðu heimsmála, lýðræði, jafnrétti og leiðtogahlutverk kvenna á tímum mikilla breytinga. Innlent 10.11.2025 08:32 Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Áður en fyrsta sprengjan féll á Úkraínu höfðu rússnesk stjórnvöld þegar háð langt upplýsingastríð. Í aðdraganda innrásarinnar byggðu þau upp kerfisbundna frásögn þar sem nágrannalandið var sagt vera peð vestrænna afla, jafnvel „nasistaríki“ sem þyrfti að „hreinsa“, á sama tíma og sjálfstæði þess var hafnað sem tilbúningi – að Úkraína væri í raun hvorki þjóð né ríki. Innlent 10.11.2025 07:00 Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Tuttugu og tveggja ára karlmaður sem nýlega hóf lyfjameðferð vegna áralangrar misnotkunar á ópíóíðum segir þjónustu Reyks hafa bjargað lífi sínu og óttast að ef henni verði lokað muni fjölmargir deyja. Hann hefur nýtt sér þjónustuna vikulega á þessu ári og er edrú í dag. Innlent 10.11.2025 06:47 Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Björgunarsveitin Þorbjörn var kölluð út um miðjan dag í dag ásamt fleirum vegna göngumanns sem hafði hrasað og slasað sig illa á hné sunnan við Kistufell, skammt frá Litla-Hrút. Innlent 9.11.2025 23:19 Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd hyggst innleiða nýtt endurkröfuferli sem felur meðal annars í sér að gögn sem send eru fyrirtæknu vegna endurkrafna verði að vera á ensku eða með enskri þýðingu. Innlent 9.11.2025 22:53 Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Steypuvinnu við nýja Breiðholtsbraut er lokið og gekk vel að sögn Vegagerðarinnar. Opnað verður fyrir umferð í fyrramálið. Alls fóru 1650 rúmmetrar af steypu í brúna sem nemur 205 steypubílum. Innlent 9.11.2025 18:44 Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Íslandsbanki reið fyrstur á vaðið í dag og kynnti nýtt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána í kjölfar nýrra vaxtaviðmiða seðlabankans. Fasteignasali segist vongóður um að stífla á fasteignamarkaðnum muni brátt bresta. Innlent 9.11.2025 18:10 „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann eftir að henni hafði borist tilkynning um mann „að gramsa í munum“ fyrir utan ótilgreinda stofnun í Reykjavík. Maðurinn ók á brott á bíl sem reyndist svo stolinn. Ekki nóg með það heldur hafði hann líka ekið stolna bílnum undir áhrifum. Innlent 9.11.2025 17:43 Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Unnar Stefán Sigurðsson, skólastjóri í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Hann greinir frá þessu í samfélagsmiðlafærslu. Innlent 9.11.2025 16:04 „Dagur, enga frasapólitík hér“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir hagsmunaöfl leggja „þagnarhönd“ yfir umræðu um evruna og ESB. Hann vill að Ísland gangi í ESB og taki upp evruna því að hann telur það tryggja lægri vexti. Varaformaður Framsóknarflokksins telur skynsamlegra að ráðast í kerfisbreytingar hér heima til að bregðast við háu vaxtastigi. Innlent 9.11.2025 14:09 Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Þingflokksformaður Miðflokksins segir mörg dæmi um að opinberar stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé. Hún kallar eftir því að dómsmálaráðherra leiði mál ríkislögreglustjóra til lykta út frá lögum en ekki almenningsáliti. Innlent 9.11.2025 13:15 Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki Varaformaður Ungra Framsóknarmanna segir húsnæðismál og efnahagsmál vera efst á baugi hjá ungu fólki í flokknum um þessar mundir. Ungt fólk vilji ekki búa heima hjá mömmu og pabba til þrítugsaldurs og að það sé ótrúlega dýrt að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur í dag. Innlent 9.11.2025 13:04 „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni klemmu á milli vinstri og hægri í kjölfar fundar í gær þar sem engar markvissar breytingar á stefnu voru kynntar. Stórsigur í komandi borgarstjórnarkosningum sé nauðsynlegur fyrir flokkinn. Innlent 9.11.2025 12:29 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Innlent 10.11.2025 20:27
Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Umboðsmaður barna telur rétt að endurskoða starfsemi meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp síðustu misseri. Mun meiri harka einkenni vímuefnaneyslu ungs fólks í dag en áður og mögulega þurfi að gera breytingar í takt við það. Starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar segjast stoltir af meðferðarstarfinu þar. Innlent 10.11.2025 20:15
Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málflutning dómsmálaráðherra í tengslum við brotthvarf ríkislögreglustjóra hafa verið mjög villandi og það sé áhyggjuefni að vísað hafi verið til almenningsálits í umræðu stjórnarliða um málið. Skýringar dómsmálaráðherra standist ekki og skoða þurfi málið frekar. Innlent 10.11.2025 19:15
Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík, samþykkti tillögu stjórnar um að fara í leiðtogaprófkjör en uppstillingarnefnd sér um hin sætin á framboðslista þeirra til sveitarstjórnarkosninga. Óvæntir gestir voru á fundi ráðsins, þar á meðal formaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 10.11.2025 19:01
Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Ísland mælist með 86 stig á mælikvarða sem kortleggur viðhorf til kvenna og karla í leiðtogastöðum og lækkar um eitt stig milli ára. Ísland er áfram efst á lista en viðhorf til kvenleiðtoga virðist hafa versnað í mörgum stærstu ríkjum heims á síðustu árum, sérstaklega meðal yngra fólks. Innlent 10.11.2025 18:35
Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Dómsmálaráðherra telur að ákvörðun ríkislögreglustjóra um að segja af sér sé bæði farsæl og rétt. Hún hafi skipað hana í stöðu sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu á fullum launum lögum samkvæmt. Settur ríkislögreglustjóri var ekki lengi að ákveða sig þegar kallið kom í gær. Innlent 10.11.2025 18:12
Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Frumvarp um breytingu á húsleigulögum voru samþykkt til laga á Alþingi í dag. Meðal breytinganna er afnám undanþágu leigusala frá upplýsingarétti almennings. Innlent 10.11.2025 18:00
Arndís Soffía tekur við af Grími Arndís Soffía Sigurðardóttir, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, hleypur í skarðið fyrir Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, á meðan hann gegnir embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. Innlent 10.11.2025 16:18
Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Strætisvagni var ekið á starfsmann leikskólans Ævintýraborgar við Nauthólsveg í Reykjavík og barn starfsmannsins í morgun. Bæði sluppu við alvarleg meiðsli. Innlent 10.11.2025 14:35
Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. Innlent 10.11.2025 14:11
Skyggnst inn í Hegningarhúsið Veitingaskáli rís í garði Hegningarhússins við Skólavörðustíg. Húsið hefur ekki verið í notkun í tæpan áratug en það styttist í að almenningur fái að ganga þar frjáls um. Innlent 10.11.2025 14:01
Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Í dag eru tvö ár liðin frá því að rýma þurfti heilt bæjarfélag með hraði vegna kraftmikilla jarðskjálfta en í hönd fór atburðarás sem hafði í för með sér 9 eldgos og gríðarlega óvissu fyrir samfélagið í Grindavík. Bæjarstjórinn segir þetta tilfinningaríkan dag í huga bæjarbúa. Innlent 10.11.2025 12:55
Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. Innlent 10.11.2025 12:09
Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Í hádegisfréttum fjöllum við um mál ríkislögreglustjóra sem í morgun sagði af sér embætti og verður sett í sérverkefni innan dómsmálaráðuneytisins. Innlent 10.11.2025 11:40
Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Flestum þykir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hafa staðið sig vel á kjörtímabilinu meðal formanna stjórnmálaflokkanna en fæstir telja Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknar hafa staðið sig vel. Meirihluti telur svo Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins hafa staðið sig illa á kjörtímabilinu. Innlent 10.11.2025 11:08
Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. Innlent 10.11.2025 11:00
Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Tomasz Bereza er ósáttur við það að Sjúkratryggingar Íslands taki ekki þátt í að greiða aðgerð sem hann ætlar að fara í vegna rofs á hljóðhilmu og heilahimnubólgu fyrir um þremur árum. Háls-, nef- og eyrnalæknir á Íslandi er ekki sannfærður um að aðgerðin geri gagn og vill ekki framkvæma aðgerðina. Tomasz ætlar því til Póllands og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur. Innlent 10.11.2025 09:13
Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Fyrri dagur Heimsþings kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum, fer fram í Hörpu í dag. Heimsþingið er vettvangur þar sem yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá öllum heimshornum ræða stöðu heimsmála, lýðræði, jafnrétti og leiðtogahlutverk kvenna á tímum mikilla breytinga. Innlent 10.11.2025 08:32
Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Áður en fyrsta sprengjan féll á Úkraínu höfðu rússnesk stjórnvöld þegar háð langt upplýsingastríð. Í aðdraganda innrásarinnar byggðu þau upp kerfisbundna frásögn þar sem nágrannalandið var sagt vera peð vestrænna afla, jafnvel „nasistaríki“ sem þyrfti að „hreinsa“, á sama tíma og sjálfstæði þess var hafnað sem tilbúningi – að Úkraína væri í raun hvorki þjóð né ríki. Innlent 10.11.2025 07:00
Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Tuttugu og tveggja ára karlmaður sem nýlega hóf lyfjameðferð vegna áralangrar misnotkunar á ópíóíðum segir þjónustu Reyks hafa bjargað lífi sínu og óttast að ef henni verði lokað muni fjölmargir deyja. Hann hefur nýtt sér þjónustuna vikulega á þessu ári og er edrú í dag. Innlent 10.11.2025 06:47
Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Björgunarsveitin Þorbjörn var kölluð út um miðjan dag í dag ásamt fleirum vegna göngumanns sem hafði hrasað og slasað sig illa á hné sunnan við Kistufell, skammt frá Litla-Hrút. Innlent 9.11.2025 23:19
Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd hyggst innleiða nýtt endurkröfuferli sem felur meðal annars í sér að gögn sem send eru fyrirtæknu vegna endurkrafna verði að vera á ensku eða með enskri þýðingu. Innlent 9.11.2025 22:53
Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Steypuvinnu við nýja Breiðholtsbraut er lokið og gekk vel að sögn Vegagerðarinnar. Opnað verður fyrir umferð í fyrramálið. Alls fóru 1650 rúmmetrar af steypu í brúna sem nemur 205 steypubílum. Innlent 9.11.2025 18:44
Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Íslandsbanki reið fyrstur á vaðið í dag og kynnti nýtt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána í kjölfar nýrra vaxtaviðmiða seðlabankans. Fasteignasali segist vongóður um að stífla á fasteignamarkaðnum muni brátt bresta. Innlent 9.11.2025 18:10
„Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann eftir að henni hafði borist tilkynning um mann „að gramsa í munum“ fyrir utan ótilgreinda stofnun í Reykjavík. Maðurinn ók á brott á bíl sem reyndist svo stolinn. Ekki nóg með það heldur hafði hann líka ekið stolna bílnum undir áhrifum. Innlent 9.11.2025 17:43
Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Unnar Stefán Sigurðsson, skólastjóri í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Hann greinir frá þessu í samfélagsmiðlafærslu. Innlent 9.11.2025 16:04
„Dagur, enga frasapólitík hér“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir hagsmunaöfl leggja „þagnarhönd“ yfir umræðu um evruna og ESB. Hann vill að Ísland gangi í ESB og taki upp evruna því að hann telur það tryggja lægri vexti. Varaformaður Framsóknarflokksins telur skynsamlegra að ráðast í kerfisbreytingar hér heima til að bregðast við háu vaxtastigi. Innlent 9.11.2025 14:09
Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Þingflokksformaður Miðflokksins segir mörg dæmi um að opinberar stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé. Hún kallar eftir því að dómsmálaráðherra leiði mál ríkislögreglustjóra til lykta út frá lögum en ekki almenningsáliti. Innlent 9.11.2025 13:15
Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki Varaformaður Ungra Framsóknarmanna segir húsnæðismál og efnahagsmál vera efst á baugi hjá ungu fólki í flokknum um þessar mundir. Ungt fólk vilji ekki búa heima hjá mömmu og pabba til þrítugsaldurs og að það sé ótrúlega dýrt að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur í dag. Innlent 9.11.2025 13:04
„Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni klemmu á milli vinstri og hægri í kjölfar fundar í gær þar sem engar markvissar breytingar á stefnu voru kynntar. Stórsigur í komandi borgarstjórnarkosningum sé nauðsynlegur fyrir flokkinn. Innlent 9.11.2025 12:29