Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Alþingi hefur lögfest samning frumvarp félags- og húsnæðismála um lögfestingu um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með samningnum sé komið í veg fyrir mismunun á grundvelli fötlunar. Innlent 12.11.2025 16:53
Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Hæstiréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóma þeirra Ásbjörns Þórarins Sigurðssonar og Bessa Karlssonar fyrir hópnauðgun. Þeir kröfðust þess að dómur Landsréttar yrði ógiltur þar sem konan sem þeir nauðguðu hefði gefið skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Innlent 12.11.2025 16:52
Íbúar kvarta undan myrkri Íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa kvartað sáran yfir miklu myrkri í hverfinu og ljósastaurum sem slökkt er á í nokkrum götum eða gefa af sér daufa birtu. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg stendur yfir LED-væðing ljósastaura, tafir á henni útskýri myrkrið og eru íbúar hvattir til að senda borginni ábendingar. Innlent 12.11.2025 16:13
Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Dularfullar skemmdir sem urðu á fjölbýlishúsi á Klapparstíg reyndust vera eftir seinheppinn bílstjóra vinnuvélar sem rakst utan í húsið. Eigandi vinnuvélarinnar tilkynnti tryggingarfélagi strax um óhappið og taldi að málið væri komið í ferli gagnvart grunlausum íbúum sem furðuðu sig á dularfullum skemmdunum svo ofarlega á húsinu. Innlent 12.11.2025 14:09
Móta stefnu um notkun gervigreindar Háskólinn á Akureyri hefur mótað stefnu um ábyrga notkun gervigreindar við skólann. Með stefnunni er viðurkennt að gervigreindin komi til með að vera stór hluti af starfsemi háskólasamfélagsins og vilja þau að hún muni efla starfsemina. Innlent 12.11.2025 13:51
Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Ákæra á hendur starfsmanni leikskólans Múlaborgar, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum á leikskólanum, var þingfest í morgun. Afstaða hans til sakargiftanna liggur ekki fyrir. Þá liggur efni ákærunnar ekki fyrir að svo stöddu. Innlent 12.11.2025 13:39
Þorleifur Kamban er látinn Þorleifur Kamban Þrastarson, hönnuður og listamaður, er látinn, 43 ára að aldri. Innlent 12.11.2025 13:37
Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Stærðfræðingur hefur stofnað undirskriftalista til verndar síðdegisbirtunni í tilefni af umræðum um mögulegar breytingar á klukkunni hér á landi. Hann segir að skoða þurfi málið til hlítar og taka mið af öllum rökum í málinu, ekki einungis svefnrökum. Það hafi verið grandskoðað af sérfræðingum fyrir nokkrum árum og niðurstaðan sú að halda klukkunni óbreyttri. Innlent 12.11.2025 13:31
Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Allar líkur eru á því að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur á Alþingi í dag. Aðstoðarmaður barnamálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar lagði málið fyrst fram árið 2019 en hann segir að dagurinn sé stór í mannréttindasögu Íslands. Innlent 12.11.2025 13:29
Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Dómsmálaráðherra hefur skipað Drífu Kristínu Sigurðardóttur til að gegna embætti skrifstofustjóra á skrifstofu löggæslumála í dómsmálaráðuneytinu. Innlent 12.11.2025 12:57
Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Rithöfundasamband Íslands krefst þess að mennta- og barnamálaráðuneytið slíti samtarfi sínu við gervigreindarfyrirtækið Anthropic. Fyrirtækið hefur notað milljónir bóka til að þjálfa gervigreindina án leyfi höfundanna. Innlent 12.11.2025 12:45
Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir gatnamót við Laugarnesskóla standast ítrustu hönnunarviðmið með tilliti til umferðaröryggis en í gær var ekið á barn í annað sinn á skömmum tíma á gatnamótum Kirkjuteigs og Reyjavegar. Hann segir ýmsar úrbætur hafa verið framkvæmdar á síðustu árum. Innlent 12.11.2025 11:51
Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Í hádegisfréttum verður rætt við sérfræðing hjá Neyðarlínunni sem segir vísbendingar um að ofbeldi gegn eldri borgurum hér á landi sé orðið meira og alvarlegra en áður. Innlent 12.11.2025 11:35
Óskar eftir fundi með Apple Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur óskað eftir fundi með tæknirisanum Apple til að ræða stöðu íslenskunnar. Hann vill að unnið sé að fleiri leiðum til að koma íslenskri tungu að hjá tæknirisunum. Innlent 12.11.2025 11:27
Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Viðbragðsáætlun Sjóminjasafnsins var virkjuð þegar hrjótandi heimilislaus maður fannst í hengirúmi á safninu í gær á opnunartíma safnsins. Safnstjóri segir manninn hafa verið kurteisan og hegðað sér vel, um verkferla hafi verið að ræða. Innlent 12.11.2025 11:19
Dóra Björt hætt við formannsframboðið Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavíkurborg, hefur dregið framboð sitt sem formaður Pírata til baka. Hennar hugmyndir um breytingar á stefnu flokksins stuðli að óeiningu innan flokksins og dregur hún framboðið til baka til að stuðla að samstöðu. Innlent 12.11.2025 10:36
Á leið í frí en hvergi nærri hættur „Þetta er bara algert kjaftæði,“ segir Róbert Marshall, aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra Reykjavíkur, um það sem kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Komið gott þar sem ýjað er að því að hann sé hættur sem aðstoðarmaður borgarstjóra. Innlent 12.11.2025 10:28
Fundur fólksins veglegur í ár Fundur fólksins, sem er ráðstefna á vegum Almannaheilla, fer fram á morgun. Um er að ræða stærsta viðburð samtakanna á árinu. Innlent 12.11.2025 09:30
Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku að vísa tillögu fulltrúa Framsóknarflokksins vegna tilmæla borgarinnar um barnaafmæli til umsagnar mannréttindaskrifstofu. Innlent 12.11.2025 08:20
Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Íslensk stjórnvöld virðast hafa misskilið eigin skuldbindingar vegna Parísarsamningsins um árabil. Misskilningurinn er meðal annars sagður hafa orðið til þess að Alþingi fékk misvísandi upplýsingar um markmið Íslands. Innlent 12.11.2025 07:01
Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna einstaklings sem svaf í hengirúmi á safni í miðborginni. Innlent 12.11.2025 06:25
Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Fjórum frumvörpum til laga var vísað til nefndar í kjölfar fyrstu umræðu á þingfundi Alþingis í dag. Þar á meðal er frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð og frumvarp menntamálaráðherra um síma í grunnskólum. Innlent 11.11.2025 23:59
Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Stjórnsýslufræðingur segir tilfærslu fráfarandi ríkislögreglustjóra endurspegla samkomulag við dómsmálaráðherra fremur en formlega afsögn. Hann telur ákvörðunina fela í sér sterka yfirlýsingu um ábyrgð í einu valdamesta embætti ríkisins. Tilfærslan hefur sætt gagnrýni. Innlent 11.11.2025 23:16
Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Steypuvinnu við nýja brú yfir Breiðholtsbraut lauk um helgina. Verkefnastjóri segir verkið ganga vel, en þrátt fyrir takmarkanir á umferð eru alltaf einhverjir sem virða ekki reglurnar. Innlent 11.11.2025 22:55