Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur undir listamannanafni sínu Mugison, og Rúna Esradóttir gengu í það heilaga í gær við fallega athöfn sem fór fram utandyra. Þau voru vígð í viðurvist foreldra og systkina. Lífið 10.8.2025 23:16
Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina. Lífið 10.8.2025 07:00
Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Hinsegin dagar náðu hápunkti sínum í dag þegar litskrúðug Gleðigangan hélt af stað frá Hallgrímskirkju. Í henni sameinuðust lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og fleiri ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Lífið 10.8.2025 00:04
Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Nígerísk stjörnuhjón sem halda brúðkaup í Hallgrímskirkju í dag hafa látið reisa stærðarinnar glerhýsi í Kleif í Kjós þar sem brúðkaupsveisla verður haldin að lokinni athöfn. Mikið umstang er í kringum brúðkaupið og búist er við hundruðum gesta erlendis frá og tökuteymi frá Netflix. Þetta er aftur á móti ekki fyrsta brúðkaupsathöfn hjónanna, sem eru þegar gift. Lífið 8.8.2025 15:00
Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni „Akkúrat núna er ég að gera mjög táknrænan fiðrildatrukk þar sem fiðrildin eru að koma út úr púpunni eitt af öðru. Það verða 26 mennsk fiðrildi uppi á þessum trukk. Þetta þarf alltaf að vera pínu táknrænt í bland við það að vera gaman,“ segir Páll Óskar. Gleðigangan fer fram á morgun kl. 14 þar sem lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju. Lífið 8.8.2025 13:14
Hver er Endakallinn frá Ibiza? Breskur ferðamaður á spænsku partýeyjunni Ibiza hefur vakið mikla athygli í netheimum undanfarna daga. Maður þessi hefur hlotið viðurnefnið „Ibiza Final Boss“ sem mætti þýða sem „Endakallinn frá Ibiza“, en það er einkennandi útlit hans og háttalag sem hefur komið honum í sviðsljósið. Lífið 8.8.2025 13:00
Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Nígerísk leikkona, dóttir eins ríkasta manns heims, mun vera að gifta sig í Hallgrímskirkju í dag. Kirkjan er lokuð milli klukkan þrjú og fimm í dag vegna þess. Lífið 8.8.2025 11:48
„Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Tómas Lemarquis er í stóru hlutverki í geimþáttunum Foundation. Tómas vann náið með leiklistarþjálfara í undirbúningi fyrir hlutverkið og kafaði þar ofan í erfiðar æskuminningar. Úr varð heilandi innra ferðalag sem hafði djúpstæð áhrif á hann. Lífið 8.8.2025 07:01
Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Brandon Blackstock, umboðsmaður og fyrrverandi eiginmaður bandarísku söngkonunnar og þáttastjórnandans Kelly Clarkson, er látinn, 48 ára að aldri. Lífið 8.8.2025 06:43
Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Hjólreiðagarpar frá þremur ólíkum Evrópulöndum halda ekki vatni yfir gestrisni, jákvæðni og hjálpsemi Íslendinga. Blaðamaður hitti kappana þar sem þeir köstuðu mæðinni í heitu vatni á Vestfjörðum sem er hluti af þeirra daglegu rútínu. Íslensk kaffihús hittu í mark hjá þremenningunum. Lífið 7.8.2025 16:01
McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Litlu munaði að Matthew McConaughey hefði farið með aðalhlutverk í Titanic, stórmynd James Cameron. Hann hefði þá leikið Jack Dawson sem Leonardo DiCaprio lék í myndinni. Lífið 7.8.2025 16:01
Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hjón á Drangsnesi taka því fagnandi þegar ferðamenn birtast í garðinum þeirra til að dást að listaverkum. Þau lýsa lífinu á Drangsnesi sem ljúfu og ekkert svo langt að skreppa suður til Reykjavíkur sé tilefni til. Lífið 7.8.2025 14:01
Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Fá bókmenntaverk hafa verið aðlöguð jafn oft og heppilega líkt og vísindaskáldsaga H.G. Wells, Innrásin frá Mars. Nýjasta aðlögunin er vinsælasta kvikmyndin á streymisveitunni Prime, en virðist þó vera ansi langt frá því að falla í kramið hjá áhorfendum. Lífið 7.8.2025 12:32
Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Alls hafa um 11 þúsund manns skráð sig til leiks í hinum ýmsu vegalengdum Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Af þeim eru tæplega þrjú þúsund erlendir hlauparar frá 97 mismunandi löndum. Lífið 7.8.2025 12:28
Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sigurbjörg og Victor kepptu nýverið, fyrst Íslendinga, í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu í Svíþjóð. Sigurbjörg var sátt við að enda um miðja keppni og ánægðari með að þríbæta tíma kærastans. Parið fær ekki nóg og dreymir um að vera heilt keppnissumar í Svíþjóð. Lífið 7.8.2025 07:02
Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Leikarinn og skemmtikrafturinn Saga Garðarsdóttir er nú handhafi ökuréttinda í fyrsta sinn á 38 aldursári. Fyrsta ökutímann satún 25 ára og í dag stóðst hún prófið undir handleiðslu sama manns. Lífið 6.8.2025 17:40
Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Ástralski hommasirkusinn Briefs International kemur fram á Hinsegin dögum og verður með þrjár sýningar í Tjarnarbíó, tvær bannaðar innan átján og eina barnasýningu. Lífið 6.8.2025 13:45
Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Athafnakonan og hönnuðurinn María Krista Hreiðarsdóttir hefur gert upp fjölda húsa frá grunni ásamt Berki, eiginmanni sínum. Í dag eru þau að leggja lokahönd á palla í kringum ævintýralegt hús þeirra í Hafnarfirði sem þau breyttu úr gömlu úrsérgengnu húsi í nútímahús á tveimur hæðum. Lífið 6.8.2025 11:35
Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Íslendingar skemmtu sér konunglega um Verslunarmannahelgina, fjölmargir djömmuðu í rigningunni í Vestmannaeyjum, aðrir ferðuðust innanlands og sumir fækkuðu fötum í útlandinu. Lífið 6.8.2025 09:32
Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Jack Osbourne, sonur rokkarans Ozzy Osbourne, hefur tjáð sig um fráfall föður síns á samfélagsmiðlum. Þar segist hann hafa verið í mikilli hjartasorg og ekki getað tjáð sig fyrr en nú. Lífið 6.8.2025 08:31
Walking Dead-leikkona látin Bandaríska leikkonan Kelley Mack, sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum The Walking Dead, er látin, 33 ára að aldri. Lífið 6.8.2025 07:28
Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir keppti við bandarísku tónlistarkonuna Clairo í nýjasta þætti YouTube-sjónvarpsþáttanna Hot Ones Versus. Aðspurð hvort henni mislíkaði eitthvað við Ísland kaus hún að svara spurningunni ekki. Lífið 6.8.2025 00:07
Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Göngugarpurinn Einar Sindri Ásgeirsson hefur farið fótgangandi hringinn í kringum landið í sumar og safnað pening fyrir vannærð börn í Afríku. Lífið 5.8.2025 20:36
Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Marín Manda Magnúsdóttir, nútímafræðingur og hlaðvarpsstjórnandi, og Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku, eru trúlofuð. Lífið 5.8.2025 15:07