Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. mars 2018 06:53 Kim Jong-un er sagður hafa talað afdráttarlaust um að ríki hans myndi stöðva kjarnorkuáætlun sína. Vísir/Getty Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu ríkisins. Haft er eftir ráðherranum, Kang Kyung-wha, á vef Guardian að Suður-Kórea hafi beðið um skýra staðfestingu frá stjórnvöldum Norður-Kóreu um að ríkið myndi stöðva kjarnorkumálaáætlun sína og segir utanríkisráðherrann að Kim sjálfur hafi veitt hana. Tíðindin eru sögð góður undanfari fyrir hugsanlegan fund Norður-Kóreu og Bandaríkjamanna í maí. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fyrir rúmlega viku síðan að hann ætlaði sér að setjast niður með Kim Jong-un eftir að suður-kóreskir embættismenn lýstu því yfir að leiðtogi hins einangraða ríkis væri opinn fyrir því að hætta þróun kjarnavopna. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt og ritað um fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hefur síðarnefnda ríkið ekkert tjáð sig opinberlega um málið. Því er ekki enn hægt að fullyrða með vissu hvort af honum verði. Fulltrúar Norður-Kóreu hafa þó verið á faraldsfæti síðustu daga. Erindreki ríkisins átti til að mynda fundi í Finnlandi með Suður-Kóreumönnum og fulltrúum Bandaríkjastjórnar í gærkvöldi. Fyrsta dagskrármál þess fundar er sagt hafa verið fundur Kim og Trump í maí. Að sama skapi var greint frá því fyrir helgi að sendinefnd Norður-Kóreu væri stödd í Stokkhólmi. Þar ræddu sænsk yfirvöld við utanríkisráðherra Norður-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna. Í frétt á vef sænska utanríkisráðuneytisins segir hins vegar að viðræður Svíþjóðar og Norður-Kóreu hafi að mestu snúist um stöðu mála á Kóreu-skaganum. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn funda óvænt í Stokkhólmi Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. 16. mars 2018 08:48 Kalla eftir undirbúningi fyrir viðræður Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu munu hittast í þrijða sinn í næsta mánuði. 16. mars 2018 15:28 Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu ríkisins. Haft er eftir ráðherranum, Kang Kyung-wha, á vef Guardian að Suður-Kórea hafi beðið um skýra staðfestingu frá stjórnvöldum Norður-Kóreu um að ríkið myndi stöðva kjarnorkumálaáætlun sína og segir utanríkisráðherrann að Kim sjálfur hafi veitt hana. Tíðindin eru sögð góður undanfari fyrir hugsanlegan fund Norður-Kóreu og Bandaríkjamanna í maí. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fyrir rúmlega viku síðan að hann ætlaði sér að setjast niður með Kim Jong-un eftir að suður-kóreskir embættismenn lýstu því yfir að leiðtogi hins einangraða ríkis væri opinn fyrir því að hætta þróun kjarnavopna. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt og ritað um fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hefur síðarnefnda ríkið ekkert tjáð sig opinberlega um málið. Því er ekki enn hægt að fullyrða með vissu hvort af honum verði. Fulltrúar Norður-Kóreu hafa þó verið á faraldsfæti síðustu daga. Erindreki ríkisins átti til að mynda fundi í Finnlandi með Suður-Kóreumönnum og fulltrúum Bandaríkjastjórnar í gærkvöldi. Fyrsta dagskrármál þess fundar er sagt hafa verið fundur Kim og Trump í maí. Að sama skapi var greint frá því fyrir helgi að sendinefnd Norður-Kóreu væri stödd í Stokkhólmi. Þar ræddu sænsk yfirvöld við utanríkisráðherra Norður-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna. Í frétt á vef sænska utanríkisráðuneytisins segir hins vegar að viðræður Svíþjóðar og Norður-Kóreu hafi að mestu snúist um stöðu mála á Kóreu-skaganum.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn funda óvænt í Stokkhólmi Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. 16. mars 2018 08:48 Kalla eftir undirbúningi fyrir viðræður Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu munu hittast í þrijða sinn í næsta mánuði. 16. mars 2018 15:28 Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Norður-Kóreumenn funda óvænt í Stokkhólmi Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. 16. mars 2018 08:48
Kalla eftir undirbúningi fyrir viðræður Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu munu hittast í þrijða sinn í næsta mánuði. 16. mars 2018 15:28
Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30