Blikar munu verja Íslandsmeistaratitilinn í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2016 12:27 Breiðabliki var spáð Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna sem var kynnt á kynningarfundi vegna Pepsi-deildar kvenna sem fram fór í Ölgerðinni í dag. Íslandsmeistarar Breiðabliks fengu góða kosningu í efsta sætið en það er styttra á milli Stjörnunnar og Vals sem komu í næstu sætum. Flestir búast þó við meiri spennu en oft áður í baráttu um titilinn. ÍA og KR er spáð falli í 1. deild en Skagakonur eru nýliðar í deildinni ásamt FH. Íslandsmeistarar Breiðabliks eru með lítið breytt lið frá því í fyrra og þær tryggði sér sigur í Meistarakeppni KKÍ á dögunum eftir sigur á Stjörnunni í vítakeppni. Stjörnuliðið missti af Íslandsmeistarabikarnum í fyrra eftir að hafa unnið hann tvö ár þar á undan. Stjörnuliðið missti marga sterka leikmenn í vetur og mætir með breytt lið. Valskonur enduðu í sjöunda sæti í Pepsi-deildinni síðasta sumar en það mætir gerbreytt Valslið til leiks í sumar. Valsarar hafa styrkt sig mikið fyrir tímabilið og fengið meðal annars landsliðskonurnar Margréti Láru Viðarsdóttur, Elísu Viðarsdóttur og Örnu Sif Ásgrímsdóttur úr atvinnumennsku sem og landsliðsmarkvörðinn Söndru Sigurðardóttur sem hefur unnið fimm stóra titla með Stjörnunni undanfarin fjögur tímabil. Pepsi-deild kvenna hefst með fjórum leikjum á morgun miðvikudag en lokaleikur umferðarinnar er síðan nýliðaslagur upp á Akranesi á laugardaginn. Leikur Stjörnunnar og Þór/KA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna 2016: 1. Breiðablik 282 2. Stjarnan 247 3. Valur 231 4. ÍBV 208 5. Þór/KA 179 6. Fylkir 164 7. Selfoss 140 8. FH 78 9. ÍA 62 10. KR 59 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Breiðabliki var spáð Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna sem var kynnt á kynningarfundi vegna Pepsi-deildar kvenna sem fram fór í Ölgerðinni í dag. Íslandsmeistarar Breiðabliks fengu góða kosningu í efsta sætið en það er styttra á milli Stjörnunnar og Vals sem komu í næstu sætum. Flestir búast þó við meiri spennu en oft áður í baráttu um titilinn. ÍA og KR er spáð falli í 1. deild en Skagakonur eru nýliðar í deildinni ásamt FH. Íslandsmeistarar Breiðabliks eru með lítið breytt lið frá því í fyrra og þær tryggði sér sigur í Meistarakeppni KKÍ á dögunum eftir sigur á Stjörnunni í vítakeppni. Stjörnuliðið missti af Íslandsmeistarabikarnum í fyrra eftir að hafa unnið hann tvö ár þar á undan. Stjörnuliðið missti marga sterka leikmenn í vetur og mætir með breytt lið. Valskonur enduðu í sjöunda sæti í Pepsi-deildinni síðasta sumar en það mætir gerbreytt Valslið til leiks í sumar. Valsarar hafa styrkt sig mikið fyrir tímabilið og fengið meðal annars landsliðskonurnar Margréti Láru Viðarsdóttur, Elísu Viðarsdóttur og Örnu Sif Ásgrímsdóttur úr atvinnumennsku sem og landsliðsmarkvörðinn Söndru Sigurðardóttur sem hefur unnið fimm stóra titla með Stjörnunni undanfarin fjögur tímabil. Pepsi-deild kvenna hefst með fjórum leikjum á morgun miðvikudag en lokaleikur umferðarinnar er síðan nýliðaslagur upp á Akranesi á laugardaginn. Leikur Stjörnunnar og Þór/KA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna 2016: 1. Breiðablik 282 2. Stjarnan 247 3. Valur 231 4. ÍBV 208 5. Þór/KA 179 6. Fylkir 164 7. Selfoss 140 8. FH 78 9. ÍA 62 10. KR 59
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira