Áætla að 8000 flóttamenn hafi komið til Þýskalands á síðustu 12 tímum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. september 2015 09:41 Sýrlenskir flóttamenn í gær við landamæri Austurríkis. Vísir/EPA Yfirvöld í Þýskalandi áætla að um átta þúsund örmagna flóttamenn hafi komi til landsins á síðustu tólf klukkustundum. Um sex þúsund komu til Munchen seint í gær og tvö þúsund til viðbótar fór yfir landamærinn inn í Þýskaland snemma í morgun. Flestir ferðuðust með lest til Munchen en aðrir héldu áfram til Dortmund og Frankfurt þar sem liðsmenn Rauða krossins og fleiri hjálparstofnana tóku við þeim. Fólkið hefur fengið mat og vatn og aðrar nauðsynjar ásamt stað til að gista á. Staða mála er þó enn erfið í Ungverjalandi og er landið á ný að fyllast af flóttamönnum. Þarlend yfirvöld hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi sem hefur lagt landið í rúst á síðustu árum og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. Flestir vilja fara til Þýskalands en ríkisstjórn Angelu Merkel hefur lýst því yfir að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna. Ljóst er að mun fleiri munu freista þess að fara í gegnum Ungverjaland á næstu dögum og vikum. Þýskaland og fleiri lönd hafa sýnt áhuga á að taka á móti ákveðnum fjölda flóttamanna en forsætisráðherra Ungverjalands segir það engu skipta. Hann spyr hvaða lausn felist í því að skipta tvö hundruð þúsund flóttamönnum á milli Evrópuríkja þegar milljónir flóttamanna muni brátt koma að landamærum álfunnar. Fréttastofa 365 miðla mun fjalla ítarlega um þróun mála á landamærum Ungverjalands og Austurríkis næstu daga þar sem okkar maður Höskuldur Kári Schram fréttamaður er staddur þessa stundina. Við heyrum frá honum í hádegisfréttum klukkan tólf á eftir. Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Yfirvöld í Þýskalandi áætla að um átta þúsund örmagna flóttamenn hafi komi til landsins á síðustu tólf klukkustundum. Um sex þúsund komu til Munchen seint í gær og tvö þúsund til viðbótar fór yfir landamærinn inn í Þýskaland snemma í morgun. Flestir ferðuðust með lest til Munchen en aðrir héldu áfram til Dortmund og Frankfurt þar sem liðsmenn Rauða krossins og fleiri hjálparstofnana tóku við þeim. Fólkið hefur fengið mat og vatn og aðrar nauðsynjar ásamt stað til að gista á. Staða mála er þó enn erfið í Ungverjalandi og er landið á ný að fyllast af flóttamönnum. Þarlend yfirvöld hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi sem hefur lagt landið í rúst á síðustu árum og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. Flestir vilja fara til Þýskalands en ríkisstjórn Angelu Merkel hefur lýst því yfir að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna. Ljóst er að mun fleiri munu freista þess að fara í gegnum Ungverjaland á næstu dögum og vikum. Þýskaland og fleiri lönd hafa sýnt áhuga á að taka á móti ákveðnum fjölda flóttamanna en forsætisráðherra Ungverjalands segir það engu skipta. Hann spyr hvaða lausn felist í því að skipta tvö hundruð þúsund flóttamönnum á milli Evrópuríkja þegar milljónir flóttamanna muni brátt koma að landamærum álfunnar. Fréttastofa 365 miðla mun fjalla ítarlega um þróun mála á landamærum Ungverjalands og Austurríkis næstu daga þar sem okkar maður Höskuldur Kári Schram fréttamaður er staddur þessa stundina. Við heyrum frá honum í hádegisfréttum klukkan tólf á eftir.
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira