Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Makedónía 3-0 | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson á Vodafone-vellinum skrifar 11. júní 2015 13:22 Íslenska U-21 árs landsliðið byrjaði undankeppni EM 2017 með öruggum 3-0 sigri á Makedóníu á Vodafone-vellinum í kvöld. Algjör draumabyrjun hjá íslenska liðinu sem spilaði stórvel í seinni hálfleik eftir mjög daufan fyrri hálfleik. Langt er í næsta leik í undankeppninni en þann 5. september mæta Íslendingar liði Frakka á heimavelli. Þremur dögum síðar tekur svo við leikur gegn Norður-Írum, einnig á heimavelli. Fyrri hálfleikurinn var afar tíðindalítill. Ísland var meira með boltann en skapaði sér engin afgerandi færi. Uppspilið var hægt og lítil ákefð í sóknaraðgerðum liðsins. Kantmennirnir, Höskuldur Gunnlaugsson og Ævar Ingi Jóhannesson, voru lítið inni í leiknum en ljósið í sóknarmyrkrinu var Aron Elís Þrándarson sem var líflegur þótt það hafi lítið komið út úr hans aðgerðum. Íslenska vörnin spilaði mjög framarlega og Makedónarnir voru með einfalda leikáætlun en þeir reyndu ítrekað að stinga boltanum inn fyrir. Það munaði oft litlu að framherjar gestanna slyppu í gegn og það gerðist á 8. mínútu þegar Marjan Radeski komst í gegn en miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson elti hann uppi og komst fyrir skotið. Íslenska liðinu gekk betur að eiga við þessar stungusendingar eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og fyrir utan þetta eina færi ógnuðu gestirnir ekki neitt. Elías Már Ómarsson átti hættulegustu tilraun Íslendinga á 32. mínútu þegar skot hans frá vítateig fór yfir eftir að Böðvar Böðvarsson renndi boltanum til hans úr aukaspyrnu. Staðan var markalaus í hálfleik en það var allt annað íslenskt lið sem mætti til leiks í seinni hálfleik. Fyrstu mínúturnar voru reyndar rólegar en á 55. mínútu braut Elías Már ísinn með góðum skalla eftir frábæra fyrirgjöf Böðvars frá vinstri. Markið kom nánast upp úr þurru en eftir það óx íslenska liðinu ásmegin og það keyrði hreinlega yfir gestina. Aron Elís var góður í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni og var yfirburðamaður á vellinum. Aron virðist kunna vel við sig á Vodafone-vellinum en hann átti einnig magnaðan leik þegar Víkingur vann Val, 1-2, á þessum sama velli í Pepsi-deildinni í fyrra. Eina sem vantaði hjá Aroni í kvöld var að skora en hann skorti ekki færin til þess. Hann lagði hins vegar upp annað mark Íslands á 61. mínútu þegar hann fann Höskuld inni í teignum og Blikinn setti boltann af öryggi í markið framhjá Damjan Siskovski, markverði Makedóníu. Höskuldur, sem hefur spilað frábærlega með Breiðabliki í upphafi móts, vaknaði heldur betur til lífsins í seinni hálfleik og hann kom Íslandi í 3-0 á 67. mínútu með sínu öðru marki, sem var í glæsilegri kantinum. Hann fíflaði þá varnarmenn gestanna, nánast á endalínunni, og skoraði svo úr þröngu færi. Staðan 3-0 og leik lokið. Makedónar fengu sitt besta færi á 82. mínútu en Rúnar Alex Rúnarsson varði vel frá varamanninum Jasir Asani. Íslenska liðið fékk tækifæri til að bæta við forystuna - þau bestu féllu í skaut Víkinganna Arons og Viktors Jónssonar - en fleiri urðu mörkin ekki. Öruggur sigur Íslands staðreynd sem gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið.Höskuldur: Töluðum um að detta ekki niður á þeirra plan "Þetta er draumabyrjun og þessi leikur hefði hæglega getað endað fjögur, fimm núll, og það var mikilvægt að halda markinu hreinu," sagði Höskuldur Gunnlaugsson eftir öruggan 3-0 sigur íslenska U-21 árs landsliðsins á Makedóníu í kvöld. Höskuldur skoraði tvö marka Íslands en þetta voru hans fyrstu mörk fyrir U-21 árs landsliðinu, í hans öðrum landsleik. "Við vorum svolítið ragir í byrjun, bæði varnar- og sóknarlega en við náðum að stilla okkur af í seinni háfleik, komum fullir sjálfstrausts til leiks og fórum að spila boltanum," sagði Höskuldur en hvað breyttist hjá íslenska liðinu í seinni hálfleik eftir fremur rólegar fyrstu 45 mínútur. "Við erum tiltölulega nýkomnir saman og vorum að þreifa fyrir okkur í fyrri hálfleik. Í þeim seinni þorðum við að spila boltanum og taka góð hlaup. "Í hálfleik töluðum við um að detta ekki niður á þeirra plan. Mér fannst við geta gert miklu meira sem og við gerðum síðan í seinni hálfleik og keyrðum yfir þá," sagði Höskuldur sem var að vonum ánægður með mörkin tvö. "Þetta var algjör draumur og gaman að skora tvö fyrir framan fullt af áhorfendum sem voru mættir á völlinn." Höskuldur hefur byrjað tímabilið með Breiðabliki gríðarlega vel og segist fullur af sjálfstrausti. "Því fleiri leiki sem maður spilar á hærra getustigi því betur aðlagast maður og þorir fyrir vikið að gera fleiri hluti. Þessi reynsla er að hjálpa mér," sagði Höskuldur að lokum.Aron Elís: Er allur að koma til Aron Elís Þrándarson átti stórleik þegar Íslands vann öruggan 3-0 sigur á Makedóníu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM U-21 árs landsliða í kvöld. Hann var að vonum sáttur með leikinn og spilamennsku íslenska liðsins. "Við stefndum á þetta og það er mikilvægt að byrja mótið vel. Við gerðum það í dag og fengum þrjú stig," sagði Aron og bætti við: "Við þurftum fyrri hálfleikinn til að slípa okkur saman og í þeim seinni fengum við fullt af færum og hefðum hæglega getað sett fleiri. "Þetta var fyrsti alvöru leikurinn okkar saman og við fengum lítinn tíma fyrir leikinn. En þetta eru allt toppstrákar og við gerðum vel í dag." Aron fékk sjálfur góð færi til að skora en tókst ekki. Það pirraði hann þó lítið í ljósi úrslitanna. "Við fengum þrjú stig og það er það sem skiptir máli. Ég náði að leggja upp eitt mark og gerði mitt besta fyrir liðið," sagði Aron sem er að komast á ferðina á ný eftir meiðsli og hefur komið við sögu í tveimur síðustu leikjum Aalesund í Noregi. "Ég er allur að komast í gang. Formið er reyndar ekki 100% en þetta er allt að koma," sagði Aron að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Íslenska U-21 árs landsliðið byrjaði undankeppni EM 2017 með öruggum 3-0 sigri á Makedóníu á Vodafone-vellinum í kvöld. Algjör draumabyrjun hjá íslenska liðinu sem spilaði stórvel í seinni hálfleik eftir mjög daufan fyrri hálfleik. Langt er í næsta leik í undankeppninni en þann 5. september mæta Íslendingar liði Frakka á heimavelli. Þremur dögum síðar tekur svo við leikur gegn Norður-Írum, einnig á heimavelli. Fyrri hálfleikurinn var afar tíðindalítill. Ísland var meira með boltann en skapaði sér engin afgerandi færi. Uppspilið var hægt og lítil ákefð í sóknaraðgerðum liðsins. Kantmennirnir, Höskuldur Gunnlaugsson og Ævar Ingi Jóhannesson, voru lítið inni í leiknum en ljósið í sóknarmyrkrinu var Aron Elís Þrándarson sem var líflegur þótt það hafi lítið komið út úr hans aðgerðum. Íslenska vörnin spilaði mjög framarlega og Makedónarnir voru með einfalda leikáætlun en þeir reyndu ítrekað að stinga boltanum inn fyrir. Það munaði oft litlu að framherjar gestanna slyppu í gegn og það gerðist á 8. mínútu þegar Marjan Radeski komst í gegn en miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson elti hann uppi og komst fyrir skotið. Íslenska liðinu gekk betur að eiga við þessar stungusendingar eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og fyrir utan þetta eina færi ógnuðu gestirnir ekki neitt. Elías Már Ómarsson átti hættulegustu tilraun Íslendinga á 32. mínútu þegar skot hans frá vítateig fór yfir eftir að Böðvar Böðvarsson renndi boltanum til hans úr aukaspyrnu. Staðan var markalaus í hálfleik en það var allt annað íslenskt lið sem mætti til leiks í seinni hálfleik. Fyrstu mínúturnar voru reyndar rólegar en á 55. mínútu braut Elías Már ísinn með góðum skalla eftir frábæra fyrirgjöf Böðvars frá vinstri. Markið kom nánast upp úr þurru en eftir það óx íslenska liðinu ásmegin og það keyrði hreinlega yfir gestina. Aron Elís var góður í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni og var yfirburðamaður á vellinum. Aron virðist kunna vel við sig á Vodafone-vellinum en hann átti einnig magnaðan leik þegar Víkingur vann Val, 1-2, á þessum sama velli í Pepsi-deildinni í fyrra. Eina sem vantaði hjá Aroni í kvöld var að skora en hann skorti ekki færin til þess. Hann lagði hins vegar upp annað mark Íslands á 61. mínútu þegar hann fann Höskuld inni í teignum og Blikinn setti boltann af öryggi í markið framhjá Damjan Siskovski, markverði Makedóníu. Höskuldur, sem hefur spilað frábærlega með Breiðabliki í upphafi móts, vaknaði heldur betur til lífsins í seinni hálfleik og hann kom Íslandi í 3-0 á 67. mínútu með sínu öðru marki, sem var í glæsilegri kantinum. Hann fíflaði þá varnarmenn gestanna, nánast á endalínunni, og skoraði svo úr þröngu færi. Staðan 3-0 og leik lokið. Makedónar fengu sitt besta færi á 82. mínútu en Rúnar Alex Rúnarsson varði vel frá varamanninum Jasir Asani. Íslenska liðið fékk tækifæri til að bæta við forystuna - þau bestu féllu í skaut Víkinganna Arons og Viktors Jónssonar - en fleiri urðu mörkin ekki. Öruggur sigur Íslands staðreynd sem gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið.Höskuldur: Töluðum um að detta ekki niður á þeirra plan "Þetta er draumabyrjun og þessi leikur hefði hæglega getað endað fjögur, fimm núll, og það var mikilvægt að halda markinu hreinu," sagði Höskuldur Gunnlaugsson eftir öruggan 3-0 sigur íslenska U-21 árs landsliðsins á Makedóníu í kvöld. Höskuldur skoraði tvö marka Íslands en þetta voru hans fyrstu mörk fyrir U-21 árs landsliðinu, í hans öðrum landsleik. "Við vorum svolítið ragir í byrjun, bæði varnar- og sóknarlega en við náðum að stilla okkur af í seinni háfleik, komum fullir sjálfstrausts til leiks og fórum að spila boltanum," sagði Höskuldur en hvað breyttist hjá íslenska liðinu í seinni hálfleik eftir fremur rólegar fyrstu 45 mínútur. "Við erum tiltölulega nýkomnir saman og vorum að þreifa fyrir okkur í fyrri hálfleik. Í þeim seinni þorðum við að spila boltanum og taka góð hlaup. "Í hálfleik töluðum við um að detta ekki niður á þeirra plan. Mér fannst við geta gert miklu meira sem og við gerðum síðan í seinni hálfleik og keyrðum yfir þá," sagði Höskuldur sem var að vonum ánægður með mörkin tvö. "Þetta var algjör draumur og gaman að skora tvö fyrir framan fullt af áhorfendum sem voru mættir á völlinn." Höskuldur hefur byrjað tímabilið með Breiðabliki gríðarlega vel og segist fullur af sjálfstrausti. "Því fleiri leiki sem maður spilar á hærra getustigi því betur aðlagast maður og þorir fyrir vikið að gera fleiri hluti. Þessi reynsla er að hjálpa mér," sagði Höskuldur að lokum.Aron Elís: Er allur að koma til Aron Elís Þrándarson átti stórleik þegar Íslands vann öruggan 3-0 sigur á Makedóníu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM U-21 árs landsliða í kvöld. Hann var að vonum sáttur með leikinn og spilamennsku íslenska liðsins. "Við stefndum á þetta og það er mikilvægt að byrja mótið vel. Við gerðum það í dag og fengum þrjú stig," sagði Aron og bætti við: "Við þurftum fyrri hálfleikinn til að slípa okkur saman og í þeim seinni fengum við fullt af færum og hefðum hæglega getað sett fleiri. "Þetta var fyrsti alvöru leikurinn okkar saman og við fengum lítinn tíma fyrir leikinn. En þetta eru allt toppstrákar og við gerðum vel í dag." Aron fékk sjálfur góð færi til að skora en tókst ekki. Það pirraði hann þó lítið í ljósi úrslitanna. "Við fengum þrjú stig og það er það sem skiptir máli. Ég náði að leggja upp eitt mark og gerði mitt besta fyrir liðið," sagði Aron sem er að komast á ferðina á ný eftir meiðsli og hefur komið við sögu í tveimur síðustu leikjum Aalesund í Noregi. "Ég er allur að komast í gang. Formið er reyndar ekki 100% en þetta er allt að koma," sagði Aron að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira