Guðmundur: Bylting að fá dúkinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2015 14:00 Daði Freyr Guðmundsson svarar í keppni í tvíliðaleik í morgun og Magnús Kristinn Magnússon fylgist með. Þeir töpuðu fyrir keppendum frá Svartfjallalandi í morgun. Vísir/Vilhelm Guðmundur Stephensen, landsliðsþjálfari í borðtennis og margfaldur Íslandsmeistari, er hæstánægður með þá aðstöðu sem byggð hefur verið upp í tengslum við Smáþjóðaleikana sem nú fara fram í Reykjavík. Í fyrsta sinn á Íslandi er nú keppt á sérstökum gólfdúk frá Gerflor, sem framleiðir dúka sem er notað í fjölda íþróttagreina um allan heim. „Hingað til höfum við bara spilað á trégólfinu,“ segir Guðmundur við Vísi og bendir á gólfið í TBR-húsinu við Gnoðarvog. „Það er alls ekkert slæmt en það er hrikalega flott að geta verið með dúk. Það er dúkur á öllum stærstu mótunum úti í heimi og algjörlega til fyrirmyndar að fá svona heima.“ Guðmundur segir að framleiðandinn hafi gefið Borðtennissambandi Íslands dúkinn vegna Smáþjóðaleikanna. „Það er ekki nokkur spurning að íþróttin mun njóta góðs af þessu um ókomin ár.“ Það þarf þó að leggja dúkinn og líma fyrir hvern viðburð og telur Guðmundur að hann verði aðeins notaður fyrir stærstu mótin hér á landi. Hann segir að borðtenniskeppnin á Smáþjóðaleikunum sé sterk að þessu sinni, sérstaklega í kvennaflokki.Guðrún Björnsdóttir og Aldís Rún Lárusdóttir í tvíliðaleiknum í morgun. Þær töpuðu fyrir pari frá Svartfjallalandi, 3-0.Vísir/Vilhelm„Það eru tvær kínverskar konur að keppa á mótinu sem eru einfaldlega í heimsklassa. Önnur keppir fyrir Lúxemborg og hin fyrir Mónakó. Það eru virkilega flottir spilarar,“ sagði Guðmundur en keppni í einliðaleik karla og kvenna fer fram á morgun og á laugardag. „Það er jafnari keppni í karlaflokki en þar eru þó ekki leikmenn sem eru í saman gæðaflokki og bestu konurnar.“ Ísland hefur ekki átt mikilli velgengni að fagna á leikunum til þessa. Bæði karla- og kvennalið Íslands töpuðu öllum sínum viðureignum í liðakeppninni fyrr í vikunni en í dag hófst keppni í tvíliðaleik. Íslensku pörin töpuðu fyrstu viðureignum sínum í morgun en spila aftur síðar í dag. Íþróttir Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Guðmundur Stephensen, landsliðsþjálfari í borðtennis og margfaldur Íslandsmeistari, er hæstánægður með þá aðstöðu sem byggð hefur verið upp í tengslum við Smáþjóðaleikana sem nú fara fram í Reykjavík. Í fyrsta sinn á Íslandi er nú keppt á sérstökum gólfdúk frá Gerflor, sem framleiðir dúka sem er notað í fjölda íþróttagreina um allan heim. „Hingað til höfum við bara spilað á trégólfinu,“ segir Guðmundur við Vísi og bendir á gólfið í TBR-húsinu við Gnoðarvog. „Það er alls ekkert slæmt en það er hrikalega flott að geta verið með dúk. Það er dúkur á öllum stærstu mótunum úti í heimi og algjörlega til fyrirmyndar að fá svona heima.“ Guðmundur segir að framleiðandinn hafi gefið Borðtennissambandi Íslands dúkinn vegna Smáþjóðaleikanna. „Það er ekki nokkur spurning að íþróttin mun njóta góðs af þessu um ókomin ár.“ Það þarf þó að leggja dúkinn og líma fyrir hvern viðburð og telur Guðmundur að hann verði aðeins notaður fyrir stærstu mótin hér á landi. Hann segir að borðtenniskeppnin á Smáþjóðaleikunum sé sterk að þessu sinni, sérstaklega í kvennaflokki.Guðrún Björnsdóttir og Aldís Rún Lárusdóttir í tvíliðaleiknum í morgun. Þær töpuðu fyrir pari frá Svartfjallalandi, 3-0.Vísir/Vilhelm„Það eru tvær kínverskar konur að keppa á mótinu sem eru einfaldlega í heimsklassa. Önnur keppir fyrir Lúxemborg og hin fyrir Mónakó. Það eru virkilega flottir spilarar,“ sagði Guðmundur en keppni í einliðaleik karla og kvenna fer fram á morgun og á laugardag. „Það er jafnari keppni í karlaflokki en þar eru þó ekki leikmenn sem eru í saman gæðaflokki og bestu konurnar.“ Ísland hefur ekki átt mikilli velgengni að fagna á leikunum til þessa. Bæði karla- og kvennalið Íslands töpuðu öllum sínum viðureignum í liðakeppninni fyrr í vikunni en í dag hófst keppni í tvíliðaleik. Íslensku pörin töpuðu fyrstu viðureignum sínum í morgun en spila aftur síðar í dag.
Íþróttir Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira