Lífið samstarf

Heimilis­legur ítalskur veitinga­staður í hjarta borgarinnar

Grazie Trattoria
Veitingastaðurinn Grazie Trattoria hefur notið mikilla vinsælda frá því hann opnaði. Þar er boðið upp á frábæra ítalska rétti og dæmigerða ítalska fjölskyldustemningu. Grazie Trattori er veitingastaður vikunnar á Vísi.
Veitingastaðurinn Grazie Trattoria hefur notið mikilla vinsælda frá því hann opnaði. Þar er boðið upp á frábæra ítalska rétti og dæmigerða ítalska fjölskyldustemningu. Grazie Trattori er veitingastaður vikunnar á Vísi.

Veitingastaðurinn Grazie Trattoria opnaði í apríl 2022 í glæsilegu nýju húsnæði við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar er boðið upp á fjölbreytt úrval ítalskra rétta og ekta ítalska og heimilislega stemningu enda er margt starfsfólk frá Ítalíu auk þess sem meðalaldur starfsfólk er hærri en gengur og gerist í veitingageiranum. Grazie Trattoria er veitingastaður vikunnar á Vísi.

„Trattoria er ítalska heitið yfir stærri veitingastaði sem bjóða upp á stærri og fjölbreyttari matseðla,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson, eigandi Grazie Trattoria sem er fjölskyldufyrirtæki þar sem allir í fjölskyldunni taka þátt. „Við bjóðum m.a. upp á pizzur, pastarétti, kjöt- og fiskrétti auk smárétta. Trattoria veitingastaðir eru líka rúmgóðir veitingastaðir ólíkt litlu klassísku pizzastöðunum sem margir þekkja frá heimsóknum sínum til Ítalíu.“

Meðal þekktra og vinsælla rétta á matseðlunum eru osso buco, sem eru nautaskankar eldaðir á ítalskan máta og milanesa, sem er kálfafillet í raspi með kartöflumauki en kálfakjötið kemur beint frá Bologna. „Við bjóðum einnig mikið úrval af ítölsku áleggi og framleiðum sjálf stóran hluta þess pasta sem við bjóðum upp á. Allir réttir okkar eru gerðir á staðnum, þar með taldir eftirréttir eins og tiramisu og panna cotta, tveir sígildir ítalskir eftirréttir sem njóta alltaf vinsælda.“

Ljúffengir réttir við allra hæfi.

Grazie Trattoria hefur notið mikilla vinsælda frá því hann opnaði og það er ekki bara maturinn sem trekkir að. „Það ríkir alveg einstök og lífleg stemning hér á kvöldin og hingað kemur fólk á öllum aldri. Hér eru haldnar fermingarveislur, afmæli fyrir 10 ára börn og sjötugt fólk, hingað fáum við vinahópa og pör á fyrsta stefnumóti og allt þar á milli. Staðurinn býður bæði upp á lítil og stór borð og þannig blandast gestir saman í dæmigerðri ítalskri fjölskyldustemningu.“

Í eldhúsinu ráða ríkjum tvær ítalskar mæður frá Norður-Ítalíu. „Þær sjá um alla almenna matargerð og matseldin er því að mestu leyti í norður ítölskum anda í bland við Napólí pizzurnar okkar. Við vöktum líka athygli á sínum tíma fyrir að auglýsa eftir eldra starfsfólki þannig að hér eldra starfsfólk frá Ítalíu sem skapar ekta ítalska stemningu.“

Í eldhúsinu ráða ríkjum tvær ítalskar mæður frá Norður-Ítalíu sem sjá um alla almenna matargerð.

Eftir að gestir staðarins höfðu spurt mikið út í pastagerðina ákváðu eigendur staðarins að opna pizza- og pastaskóla fyrir einstaklinga og hópa. „Það er óhætt að segja að þessi námskeið hafi slegið í rækilega í gegn og hefur nánast alltaf verið uppselt. Námskeiðin eru haldin á kvöldin eða um helgar og þar lærir fólk að búa til pizzur, ravioli, tagliatelle og fleira, allt eftir ítölsku bókinni.“

Klippa: Pastaskóli Grazie Trattoria

Nýlega opnaði Grazie Trattoria litla búð innan veitingastaðarins þar sem seldar eru sælkera vörur frá Ítalíu og vörur úr eldhúsinu. „Það er m.a. hægt að kaupa pizzadeig, pasta, tiramisu, sósur og bara allt sem þarf til pastagerðar. Þessi hugmynd kviknaði vegna þess að fólk var farið að koma æ oftar til okkar á fimmtudögum og föstudögum til að kaupa deig og pasta til að taka með heim. Reyndar var alltaf planið að opna svona búð en svona fyrirkomulag þekkist víða á Ítalíu.“

Grazie Trattoria er með opið í hádeginu og á kvöldin sjö daga vikunnar auk þess að bjóða einnig upp á veisluþjónustu og fyrirtækjaþjónustu. Þú finnur Grazie Trattoria á Facebook og Instagram.

„Ef þig langar að upplifa Ítalíu, þá erum við staðurinn,“ segir Jón Arnar að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.