Innlent

Borgar­stjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“

Agnar Már Másson skrifar
Við mættum tala ungt fólk oftar upp, segir borgarstjóri.
Við mættum tala ungt fólk oftar upp, segir borgarstjóri. Samsett

Borgarstjóri hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu sem tjaldsvæðiseigendur sögðu hafa „farið úr böndunum“.

Fréttastofa ræddi við eiganda tjaldsvæðisins eftir að hann vakti athygli á því á Facebook að „gleði“ Verzlinganna hafi „farið úr böndunum“. Hann sagði í samtali við fréttastofu að mikið partístand hafi verið á ungmennunum, sem töldu 400, og hafi lætin ollið öðrum tjaldgestum ónæði fram eftir nóttu.

„Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur,“ sagði Gunnar Björn Gunnarsson, eiganda Tjaldsvæðisins, í samtali við blaðamann í dag og tók þó fram að engin slagsmál hafi orðið.

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, sem sjálf á barn sem er nemandi í Verzlunarskólanum, deilir fréttinni á Facebook og bendir á það sem fram hafi kom í frétt Vísis, að menntskælingarnir hafi verið með leyfi og að gæsla hafi verið á svæðinu.

„Við sem samfélag gætum talað ungt fólk meira upp og hrósað fyrir það sem vel er gert,“ skrifar borgarstjóri.

„Ég geri það hér með, vel gert hjá ykkur að skipuleggja útilegu svona vel og hafa gaman saman.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×